Föstudagur, 25. júlí 2025
Trans, Brigitte og frelsi ósanninda
Kynjahopp, líka kallað trans, er þegar kona gerist karl eða karl verður að konu. Enginn getur breytt kyni sínu, það verður til í móðurkviði og kemur fullveðja í heiminn. En karl getur þóst kona og kona karl. Rétturinn til að þykjast telst til mannréttinda, fellur undir hugsanafrelsi.
Hugsun er samkvæmt skilgreiningu óefnisleg. Kyn er fyrirbæri í efnisheiminum. Meðvitundin, þar sem hugsunin býr, getur valið á milli sanninda og ósanninda. Mannréttindi, hugsanafrelsi, gera ekki upp á milli sanninda og ósanninda. Það er val einstaklingsins.
Að þessu gefnu vaknar spurning hvers vegna það skiptir máli hvort forsetafrú Frakklands, Brigitte Macron, hafi við fæðingu verið meyja eða sveinn. Hún var annað tveggja, svo mikið er víst.
Tímarnir eru frjálslyndir, fólk skilgreinir sig eins og það kýs, telst til mannréttinda. Hvað með það þótt flökkusögur séu um að Brigitte hafi fæðst strákur? Er ekki öllum sama?
Ekki frönsku forsetahjónunum, öðru nær. Fyrir fjórum árum er frétt á mbl.is um að þau hjón leiti réttar síns og aftur er frétt um stefnu þeirra í meiðyrðamáli.
Frönsku forsetahjónin telja mikilsvert að sannindi standi ofar ósannindum. Í mannheimum þekkjast í grunninn tvær gerðir sanninda. Í fyrsta lagi rökleg, t.d. að tveir plús tveir eru fjórir. Í öðru lagi raunsannindi sem eru áþreifanleg, mælanleg í prinsippinu. Í báðum tilvikum er kynjahopp - trans - ómöguleiki. Aðeins í handanheimi trúar og ímyndunar er kynjahopp mögulegt.
Málaferli forsetahjónanna í nafni sanninda eru lofsverð. Þau gætu gefið út yfirlýsingu um að trans sé ímyndun sem þjakar ekki Brigitte. Málið dautt. En það gera þau vitanlega ekki. Emanúel er þrátt fyrir allt stjórnmálamaður, situr embætti Frakklandsforseta. Stjórnmálamenn eru alltaf með annan fótinn, ef ekki báða, í handanheimi. Annars næðu þeir ekki kjöri.
Hugguleg tilhugsun, engu að síður, er að þau Brigitte og Emanúel tali máli sannleikans. Hver kýs ósannindi þegar sannleikur er í boði?
![]() |
Kveður forsetafrúna hafa verið karlmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri hægt að útkljá málið á einfaldan hátt, DNA próf. Rétt eins og þegar boxarinn keppti í kvennaflokki, hann var ekki viljugur að gera DNA próf. Hélt í lygina eins lengi og hann gat. Undrast.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 25.7.2025 kl. 08:50
Málaferlin mundu vekja mikla athygli en gæti snúist upp í allt annað mál
Hvað er kyn og hvernig sannar maður hvers kyns maður er
Held að þetta sé mj0g vanhugsað hjá frakklandsforseta að hætta sér út á þennan þunna ís
Grímur Kjartansson, 25.7.2025 kl. 09:08
Brigitte tapaði meiðyrðamáli fyrir frönskum dómstól. Nú á að auka við reynslubankann.
Ragnhildur Kolka, 25.7.2025 kl. 09:14
Hlustið á lagið "Lola" með The Kinks!!
Sigurður I B Guðmundsson, 25.7.2025 kl. 10:35
Lola er um kynlíf með klæðskiptingi, karli sem meikar sig og klæðir sig sem konur og blekkir. Það er ekki það sama, enda er lagið allt í léttum dúr hvernig hægt er að breyta útliti - það var áður en lyf og aðgerðir komu til sögunnar.
Klæðskiptingur, það er annað og eldra fyrirbæri. Er það ekki annars kallað drag?
Ingólfur Sigurðsson, 25.7.2025 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning