Sunnudagur, 20. júlí 2025
Tjáning, hatur og hinseginfáni lögreglu
Bandarískur lögfrćđingur undrast réttarfariđ á Íslandi ţar sem lögregla í verktöku fyrir Samtökin 78 ákćra mann og annan fyrir ađ andmćla transáróđri í leik- og grunnskólum. Sá bandaríski segir:
Ég skil ekki hvernig ţetta komst á ákćrustig, í alvöru. Í Ameríku yrđi ţessu hent út eitt er ef Páll vćri ađ kalla S78 nöfnum og saka ţá um glćpi, en hann er ekki ađ gera ţađ. Hann er ađ segja ađ ţetta efni sé óviđeigandi fyrir börn og ţađ er gott ađ hann segir ţađ, vegna ţess ađ mig grunar ađ svo sé. Ţađ er fullkomlega viđeigandi ađ segja ađ ţađ ađ sýna börnum á ţessum aldri svona efni sé óviđeigandi af ţessum ástćđum og eins og ég sagđi, ţú getur fengiđ vísindaleg gögn fyrir ţví
Eina ástćđan fyrir ţví ađ ţetta mál komst svona langt hlýtur ađ vera sú ađ íslenska ákćruvaldiđ er mannađ ađgerđasinnum.
Einar S. Hálfdánarson hćstaréttarlögmađur furđar sig einnig á háttsemi lögreglu ţegar kemur ađ kćrum vegna hatursorđrćđu. Einar kćrđi eftirfarandi ummćli sem mađur búsettur hér á landi, Ibaa Ben Hosheyeh, viđhafđi á opinberum vettvangi:
Drepiđ gyđingana hvar sem ţiđ finniđ ţá, rífiđ ţá á hol, mígiđ á ţá [og] lík ţeirra [ ] Ég sver ađ viđ munum dćma ţá viđ hliđ Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Síons, sonum apa og svína.
Ţeir sem kunna ađ lesa sjá ađ ţarna er á ferđinni skefjalaust hatur í garđ minnihlutahóps, gyđinga. Lögreglustjórinn á höfuđborgarsvćđinu, Halla Bergţóra Björnsdóttir, er ekki byrjuđ ađ rannsaka hatursummćlin sem Einar kćrđi. En Halla Bergţóra var fljót til ţegar Samtökin 78 kćrđu gagnrýni tilfallandi á transbođskap í skólum og skrifađi út ákćru. Einar skrifar grein í Morgunblađiđ um helgina og ber málin tvö saman. Niđurstađa hans:
Lögreglustjórinn á höfuđborgar svćđinu tekur ekki málefnalega afstöđu til kćrumála. Halla Bergţóra misbeitir valdi sínu og handvelur mál sem henni eru ţóknanleg.
Misţyrming lögreglunnar á réttlćtinu er ekki bundin viđ höfuđborgarsvćđiđ. Samtökin 78 kćrđu Helgu Dögg Sverrisdóttur fyrir sömu sakir og tilfallandi, ađ gagnrýna trúbođ lífsskođunarfélagsins. Helga Dögg heldur úti Moggabloggi. Hún er ekki enn ákćrđ, en hefur veriđ kölluđ til yfirheyrslu lögreglunnar á Norđurlandi eystra og er međ stöđu sakbornings. Í gćr birti Helga Dögg mynd af lögreglustöđinni ţar sem hinsegin fáninn var dreginn ađ húni, einn fána. Í Facebook-fćrslu skrifar Helga Dögg:
Ég velti fyrir mér af hverju lögreglan flaggi fána kćranda í sakamáli.Ég er ein ţeirra sem trans Samtökin 78 kćrđu til lögreglu og vitna til sömu lagagreinar og í máli Páls Vilhjálmssonar. Hann var sýknađur. Enn hefur ekkert heyrst frá löggunni sem hefur tekiđ sér mjög rúman tíma til ađ skođa máliđ. Hins vegar finnst mér vafasamt ađ lögregla sem gerir svona sé hlutlaus. Óttast verulega ađ ég fái ekki réttláta málsmeđferđ ţegar lögreglan sýnir afstöđu sína á ţennan hátt.
Lögregla sem ákćrir trekk í trekk í ţágu Samtakanna 78 og flaggar fána lífsskođunarfélagsins er tćplega hlutlaust og málefnalegt yfirvald.
Líkt og flestar opinberar valdastöđur eru ćđstu embćtti lögreglunnar í höndum kvenna. Ríkissaksóknari, sem leiđbeinir lögreglu um hverja skuli ákćra, er kona. Kynsystir ţeirra, en líklega ekki skođanabróđir, er Íris Erlingsdóttir. Í Ţjóđólf skrifar Íris ađ Eitruđ kvenlćgni er stjórnsýsluvandamál. Íris sendir í leiđinni karlpeningi pillu:
Íslenskir karlmenn ungir sem miđaldra, brjálađir sem óbrjálađir eru hins vegar ófćrir um ađ sýna eitrađa karlmennsku eđa karlmennsku yfirleitt. Til ţess ţarf testósterón, sem löngu er búiđ ađ berja úr ţeim.
Konur fara međ ćđstu völd; kona brýnir kúgađa karla til uppreisnar gegn duttlungum valdakvenna og óreiđunni sem fylgir. Frjálslyndi pendúllinn slćr tilbaka. Áhugaverđir tímar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning