Samfylking kaupir könnun, hótar Ingu Sæland

Flokkur forsætisráherra kaupir könnun til að stilla samstarfsflokkum, einkum Flokki fólksins, upp við vegg. Annað tveggja sættir Inga Sæland sig við að vera hornkerling í stjórnarráðinu eða henni verði skipt út með eða án kosninga, eru skilaboð Samfylkingar.

Gallup-könnun sem Samfylkingin keypti var látin RÚV í té, - ókeypis vitanlega. Niðurstaðan er vinsældir Kristrúnar og afhroð Ingu Sæland. Þriðja skjaldmey stjórnarráðsins, Þorgerður Katrín, dólar þar á milli. Könnunin kemur í kjölfar þinglokasamninga þar sem málum Flokks fólksins var fórnað.

Svarhlutfallið í könnuninni er aðeins rúm 43 prósent. Meira en helmingur nennti ekki að svara. Spunaliðar Samfylkingar keyptu könnun á þeim árstíma, miðju sumri, þegar mestu líkindin eru að sítengdir háskólamenntaðir vinstrimenn svari kalli Gallup. Það er helsti kjósendahópur Samfylkingar.

Engum blöðum er um það að fletta að Samfylking og Kristrún standa best að vígi gagnvart kjósendum af stjórnarflokkunum þrem. Nýlegar skoðanakannanir staðfesta sterka stöðu krata. Hvers vegna að kaupa könnun um mitt sumar til að staðfesta það sem allir vita? Könnunin þjónar þeim tilgangi að setja þrýsting á samstarfsflokka Samfylkingar, Flokk fólksins og Viðreisn.

Fyrir tólf dögum bloggaði tilfallandi um ástæðuna. Þá var í fréttum að róttækir vinstrimenn væru að safna liði, þ.e. píratar, vinstri grænir og sósíalistar. Síðasta málsgrein bloggsins:

Freistnivandi Samfylkingar er að standast 30 prósent fylgi í könnunum og  láta ekki undan löngun að innleysa það fylgi með þingkosningum fyrir lok kjörtímabils. Eftir þrjú ár gætu róttæklingarnir boðið valkost sem þeir hafa ekki núna. Sá ljóður fylgir ráði hófsamra vinstrimanna að þeir eru tækifærissinnar fram í fingurgómana.

Keypt könnun Samfylkingar um vinsældir Kristrúnar og lítinn kjörþokka Ingu og Þorgerðar Katrínar staðfestir þessa greiningu. Samfylkingu blóðlangar í kosningar til að innleysa fylgið sem flokkurinn telur sig eiga. Verri staða samstarfslokka í fylgismælingum gerir þá móttækilegri fyrir pólitískri fjárkúgun. Beygið ykkur undir vilja Kristrúnar og Samfylkingar, annars bíður ykkar afhroð í kosningum.

  

 


mbl.is Tæp 63% ánægð með störf Kristrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jú Flokki fólksins var fórnað og verður það aftur og aftur þar til Ingu halda engin bönd lengur. Þeir sem horfðu á sjónarspilið sem boðið var uppa á laugardag hlýtur að hafa verið skemmt, þegar Inga Sæland lét ekki undan áskorunum um að koma í pontu og svara fyrir gýfuryrði Sigurjóns Þórðarsonar. Já og sín eigin. Mætti segja mér að Heimir Már og öll Samfylkingar hersingin hafi segið klofvega ofaná henni, því Kristrúnu var ekki skemmt og klárt að hún ætlar ekki að leyfa fleiri slíkar uppákomur. Þau sitja líklega hlýðninámskeið það sem eftir lifir sumars.

En við sjáum til Inga á tvo kosti: 1) gefast upp og segja Flokkinn frá þessu ofbeldissamsambandi eða 2) bita a jaxlinn og láta lemja sig áfram.

Ragnhildur Kolka, 14.7.2025 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband