Föstudagur, 4. júlí 2025
Samtökin 78 gegn tilfallandi: dómur í dag
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar í dag hvort tilfallandi bloggari hafi brotið gegn grein 233 a. í hegningarlögum með gagnrýni á starfsemi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum. Samtökin kærðu til lögreglu bloggfærslu. Í framhaldi ákærði lögreglustjórinn í Reykjavík tilfallandi bloggara.
Ákært er fyrir tvær efnisgreinar í bloggfærslu, nánar tiltekið:
1. Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.
2. Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.
Í ákæru telst ofangeindur texti brjóta gegn grein 233 a. hegningarlaga:
Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. (feitletr. pv)
Lagaleg álitamál sem úr verður skorið í úrskurði héraðsdóms eru hvort Samtökin 78 njóti verndar laganna, sem tala um ,,mann eða hóp manna" - en ekki félagasamtök. Annað álitamál er hvort ummælin sem ákært er fyrir séu rógur/smánun/hæðni um ,,kyneinkenni, kynhneigð eða kynvitund."
BDSM-kynlíf er blæti, ekki kynhneigð, kyneinkenni eða vitund um kyn. Þegar BDSM sleppir standa eftir ummæli sem gagnrýna atlögu Samtakanna 78 að sjálfsvitund barna. Boðskapur samtakanna er að sum börn, ótilgreind, fæðist í röngum líkama. Tilfallandi stendur á því fastar en fótunum að ekkert barn fæðist í röngum líkama. Það er ómöguleiki. Ummælin um tælingu barna er ályktun af ranghugmyndinni að sumir fæðist í röngum líkama.
Héraðsdóms er að úrskurða hvort ummælin séu svo úr takti við lýðræðislega umræðu að ástæða sé að beita grein 233 a. Rökstuðningurinn verður upplýsandi um stöðu tjáningarfrelsisins hér á landi, hvort sem tilfallandi verður dæmdur eða sýknaður.
Annað mál, sem héraðsdómur mun ekki taka afstöðu til, er hversu eðlilegt sé að lögregla og ákæruvald skipti sér af frjálsum skoðanaskiptum á Íslandi. Það stendur upp á alþingi að breyta hegningarlagagreininni 233 a. Lög sem tálma, að ekki sé sagt banna, gagnrýni á sérvisku eru ólög.
Athugasemdir
73. gr.
[Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar,
Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi
má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, t
Dominus Sanctus., 4.7.2025 kl. 09:30
Magnað þegar samtök krefjast virðingar með virðingarleysi.
Ólafur Ólafsson, 4.7.2025 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning