RÚV meiđir fólk og gortar sig af

Dómsmálaráđuneytiđ hratt úr vör rannsókn á afdrifum gagna úr hrunmálum. Gögnin eru 12 ára og eldri. Ríkissaksóknari stendur einnig fyrir rannsókn á sömu gögnum. Ástćđan fyrir báđum rannsóknunum er ađ gögnin geyma persónuupplýsingar fjölda fólks. Á sínum tíma voru hljóđrituđ einkasamtöl sem í dag, meira en 12 árum síđar, eiga ekkert erindi á opinberan vettvang.

En hvađ gerir RÚV? Jú, ríkisfjölmiđillinn birtir annađ slagiđ brot úr gögnunum. Til hvers? Ekki til ađ upplýsa eitt eđa neitt. Atburđirnir eru tólf ára og eldri. Öll hrunmálin eru til lykta leidd í réttarkerfinu. Eina sem RÚV gerir er ađ meiđa ćru og orđspor ţeirra sem voru til rannsóknar, stundum ađeins međ stöđu vitnis. Ríkisstofnunin RÚV gerir sér ađ leik ađ draga fólk í svađiđ. Stjórnvöld eru klumsa og láta eins og ţađ komi ţeim ekki viđ ađ stofnun á fjárlögum hagi sér međ ţessum hćtti.

Tveir ađilar í réttarvörslunni, dómsmálaráđuneytiđ og ríkissaksóknari, leitast viđ ađ upplýsa afdrif viđkvćmra gagna sem ćttuđ eru frá embćtti sérstaks saksóknara, nú hérađssaksóknara. Á međan rannsókn vindur fram hreykir ríkisfjölmiđillinn RÚV sér af gögnunum og birtir annađ veifiđ gamlar slitrur um einkamál fólks. Ekkert réttlćtir einleik RÚV međ illa fengin gögn. 

Ađrir fjölmiđlar birta ekki and-fréttirnar úr Efstaleiti í flutningi Helga Seljan sem fengiđ hefur gáfumannagleraugu úr leikmunadeildinni. Fjölmiđlar sjá enga frétt í gagnauppflettingum gáfulega Helga. Og skyldu fjölmiđlar, fyrir ţrábeiđni Helga, gefa sagnfrćđi hans gaum vaknar strax spurningin: Er ekki nćrtćkara ađ spyrja Helga um fundinn sem hann sat međ byrlara Páls skipstjóra Steingrímssonar ţann 5. maí 2021? Byrlunar- og símamáliđ er óupplýst sakamál, ađeins fjögurra ára gamalt.

Stjórnarráđiđ birti fyrir ţremur dögum svar hérađssaksóknara viđ spurningum dómsmálaráđuneytisins um hrungögnin. Frétt RÚV um svariđ gengur út á ađ ríkisfjölmiđillinn hafi skapađ slíkan usla í stjórnkerfinu ađ opinberir ađilar skrifist á um hvađ snúi upp og hvađ niđur. Á RÚV vita menn hver lak og hvenćr. En RÚV upplýsir ekki sakamál, kýs heldur ađ eiga ađild ađ afbrotum og hylma yfir, líkt og stađfest er í byrlunar- og símamálinu.

Sérgreinin á Efstaleiti er ađ skapa ótta og andstyggđ, ráđa síđan frásögninni sem úrskurđar um sekt og sýknu. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eins og bent hefur veriđ á annars stađar ţá virđist RUV hafa haft ţessi gögn lengi en ađallega handvaliđ efni úr ţeim til ađ koma höggi á einstaklinga sem "óháđu" fréttam0nnunum er í nöp viđ. Helst skömmu fyrir kosningar

Ţetta hefur veriđ birt undir yfirskriftinni

"Fréttastofan hefur heimildir um ađ" leynd hefur svo alltaf hvílt á heimildunum

Grímur Kjartansson, 30.6.2025 kl. 10:58

2 Smámynd: Gunnar Harđarson

Er ekki kominn timi til ađ moka ut ur fjosinu a frettastofu RUV og fleiri deldum

Gunnar Harđarson, 30.6.2025 kl. 19:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband