Föstudagur, 27. júní 2025
Landsréttur, byrlunin og blaðamenn
Páll mátti vera í ,,góðri trú um að nægjanlegt tilefni hefði verið til ummælanna" segir i dómi landsréttar í gær þar sem tilfallandi var sýknaður í máli sem Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður höfðaði til ómerkingar ummæla í tilfallandi athugasemdum.
Öll ummælin sneru að aðild Aðalsteins að byrlunarmálinu, þar sem Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað og síma hans stolið. Síminn var ólöglega afritaður á RÚV og þar unnin frétt sem send var á tvo óskylda fjölmiðla, Stundina og Kjarnann. Aðalsteinn er skráður höfundur fréttarinnar á Stundinni en Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson eru ,,höfundar" sömu fréttar í Kjarnanum. Fréttin - í tveim útgáfum - er um meinta skæruliðadeild Samherja og tilraunir til að sverta orðspor blaðamanna.
Landsréttur fór yfir málið í heild sinni og segir að tilfallandi hafa haft nægar ástæður til að segja eftirfarandi um Aðalstein:
Blaðamenn verðlauna glæpi 2. apríl 2022:
og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.
Aðalsteinn hætti ekki á RÚV 25. ágúst 2022:
Leikritið um að Aðalsteinn ynni á Stundinni, en ekki RÚV, var hluti af samráði um að byrla og stela til að ná í fréttir.
Aðalsteinn gagnrýnir Stefán útvarpsstjóra 28. október 2022:
Aðalsteinn er þrautþjálfaður í blekkingum.
Aðalsteinn var sendur á Stundina til að taka við þýfinu og koma í umferð.
Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur.
5 blaðamenn ákærðir í febrúar 15. febrúar 2023:
Fimm blaðamenn RÚV og Heimildarinnar, áður Stundin og Kjarninn, fá birta ákæru næstu tvær vikurnar vegna aðildar að byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi tveggja starfsmanna Samherja, Páls Steingrímssonar og Örnu McClure. Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfesti í viðtali við danska blaðamanninn Lasse Skytt að ákærur yrðu birtar fyrir lok mánaðar.
Sjötti sakborningurinn er veika konan sem blaðamennirnir fengu til að byrla Páli, stela síma hans á meðan skipstjórinn var í öndunarvél og færa blaðamönnum sem biðu ránsfengsins á Efstaleiti .
Ný gögn í byrlunarmáli Páls skipstjóra 27. febrúar 2023:
Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi.
Tölvupóstar sem staðfesta aðild blaðamanna að undirbúningi tilræðisins eru ekki lengur til. Þeim var eytt.
En það bráðlá á að Aðalsteinn færi yfir á Stundina til að vinna úr stolnu gögnum er kæmu á RÚV. Þá átti bara eftir að byrla skipstjóranum og stela síma hans þegar Aðalsteinn flutti blaðamennsku sína af RÚV yfir á Stundina.
Bí normalíserar glæpi, játar óheiðarleika 21. mars 2023:
Það er einnig þekkt staðreynd að varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina
Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans.
Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum.
Þóra ráðleggur byrlara 22. mars 2023:
Blaðamennirnir voru vel meðvitaðir um að hafa framið alvarlegt lögbrot og kappkostuðu að eyða sönnunargögnum.
Blaðamenn RSK-miðla nýttu sér yfirburða stöðu sína og virðast hafa haft öll ráð veiku konunnar í hendi sér.
Bloggarar byrla ekki 14. apríl 2023:
RSK-miðlar nýttu sér skotleyfið áður en það var gefið út. Þeir misnotuðu andlega veika konu til að byrla og stela.
Aðalsteinn krafðist að ofangreind ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk. Þrír dómarar landsréttar höfnuðu málflutningi lögmanns blaðamannsins og töldu ekki efni til að ómerkja ummælin - það væri innistæða fyrir þeim.
Hvað ætla blaðamenn að gera nú? Hvað gerir Blaðamannafélag Íslands? Aðalsteinn er starfandi blaðamaður á Heimildinni, fyrrum varaformaður BÍ og fékk blaðamannaverðlaun fyrir frétt sem hann skrifaði ekki. Landsréttur staðfestir að með gildum rökum má lýsa blaðamennsku Aðalsteins eins og gert er hér að ofan í skáletruðum texta. Er ekki rétt að blaðamenn knýi á um að Aðalsteinn og aðrir sem komu að byrlunarmálinu geri hreint fyrir sínum dyrum? Ætlar stéttin að sitja uppi með þá skömm að tilfallandi bloggari var einn um að afhjúpa lögbrot og siðleysi blaðamanna með RÚV sem aðgerðamiðstöð? Gengur íslensk blaðamennska út á að hylma yfir siðleysi og lögbrot? Átta blaðamenn sig ekki á að í húfi er trúverðugleiki stéttarinnar? Það getur ekki verið hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að sópa undir teppið aðild blaðamanna að alvarlegum lögbrotum og siðlausum vinnubrögðum.
Yfir til ykkar, blaðamenn.
![]() |
Segir dóminn veita tjáningarfrelsinu vörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ánægjuleg niðurstaða. Til hamingju.
Tjáningarfrelsið lifir á Íslandi. Blaðamenn verða að gyrða sig í brók og ræða um málaflokka frá mörgum hliðum, ekki einhliða eins og margir blaðamenn gera. Skiptir þá engu hver málaflokkurinn er. Þeir mega ekki gleyma hlutverki sínu og ættu ekki að móðgast þó þeir fái á sig gagnrýni, þó hún sé hvöss.
Enn hefur maður trú á Landsréttardómurum. Mönnum er annt um tjáningarfrelsið og það verður vonandi áfram.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 27.6.2025 kl. 08:53
Réttlætið sigrar af og til hér á landi. Til hamingju með þennan mikilvæga sigur!
Júlíus Valsson, 27.6.2025 kl. 15:50
Frábært Páll og til hamingju.
Sigurður Kristján Hjaltested, 27.6.2025 kl. 17:55
Allt á sér upphaf og allt hefur afleiðingar. Ef ekki má geta í atburðarásina þá er illa komið fyrir okkur. Í þessu tilviki æpti slóðin á útskýringar og pallvil rakti þræðina saman. þökk sé honum.
Ragnhildur Kolka, 27.6.2025 kl. 20:38
Blaðamenn mega ekki haga sér eins og þeim sýnist.
Sunna Karen og RÚV brutu gegn siðreglum
"Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV hafi brotið gegn siðareglum félagsins með ákveðinni framsetningu í umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra."
Mál nr. 4/2025-2026 | Blaðamannafélag Íslands
Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2025 kl. 23:57
Sannarlega ástæða til að óska Páli til hamingju, en ég álít þó að ástæða réttlátrar niðurstöðu dómara Landsréttar hafi einungis byggst á þeirri staðreynd, að ef þeir hefðu þráast við, þá hefði Páll og lögmaður hans áfrýjað málinu áfram til dómstóla í Evrópu, sem auðvitað hefðu þá gefið spilltu dómsvaldi okkar rækilega einn á kjaftinn og það þolir kerfið auðvitað alls ekki.
Jónatan Karlsson, 28.6.2025 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.