Þorgerður Katrín veikir varnir Íslands

Utanríkisráðherra Þorgerður Katrín smeygir vörnum Íslands og öryggishagsmunum undir pilsfald Evrópusambandsins. Hún rekur fleyg í varnarsamstarfið við Bandaríkin með aðlögun Íslands að varnar- og öryggismálum ESB.

Í viðtengdri frétt segist utanríkisráðherra vilja aðlagast Evrópusambandinu ,,vegna breyttra aðstæðna í heiminum." Meginbreytingar á aðstæðum í heimspólitíkinni eru tvennar. Í fyrsta lagi eru Rússar jafnt og þétt að sigra Úkraínustríðið. Í öðru lagi er yfirlýst stefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna að láta Evrópumenn sjá um eigin varnir. Báðar breytingarnar stórlega veikja Evrópusambandið í bráð og lengd.

Rússneskur sigur í Úkraínu fæli í sér að ESB-Evrópa yrði í afar veikri stöðu hernaðarlega gagnvart Rússlandi samtímis sem Bandaríkin þvo hendur sínar af varnarmálum Evrópu. Aðlögun Íslands að öryggis- og varnarhagsmunum ESB-Evrópu undir núverandi kringumstæðum stórlega veikir varnir Íslands. ESB-Evrópa er ekki í neinum færum að sinna Íslandi á Norður-Atlantshafi með óvígan rússneskan her á austurlandamærum sínum og litlar sem engar bandarískar varnir.

Bandarískt stjórnvöld vinna skipulaga að því markmiði að gera Grænland hluta af bandarísku öryggissvæði í vestri. Með háttsemi sinni eykur Þorgarður Katrín utanríkisráðherra líkur á að hér innanlands verði ófriður milli tveggja fylkinga, þeirra sem kjósa bandaríska hervernd annars vegar og hins vegar þeirra sem vilja leita á náðir ESB-Evrópu í öryggis- og varnarmálum.

Smáþjóð sem verður bitbein stórveldahagsmuna er komin á vonarvöl. Þorgerður Katrín er stórhættuleg varnar- og öryggishagsmunum íslensku þjóðarinnar. 

 


mbl.is Þvertekur fyrir upptöku utanríkisstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

eina sem ESB kann og getur er að búa til þungt regluverk

Emil Þór Emilsson, 27.5.2025 kl. 16:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Páll, þú bullar, og þú veist það, annars hefðir þú hvorki fengið starf sem menntaskólakennari í sögu, eða sem kennari haldið fram annarri eins vitleysu og þú gerir í pistli þínum.

Þekking þín veit að ef USA yfirgefur Evrópu, og Rússar ná að leggja undir sig Úkraínu, þá er það bein ávísun á hervæðingu Þýskalands og Frakklands, og þá munu Bretar hafa losað sig við aumingjann sem notaði vald sitt sem ríkissaksóknari til að ofsækja lögreglumenn sem reyndu að ná réttlæti fyrir breskar stúlkur sem ungir múslímskir karlmenn nauðguðu og misþyrmdu.

Ábyrgð Trumps felst í að forðast þessar aðstæður, endurhervæðingu Evrópu, í Washington er enginn svo heimskur, þó þú Páll teljir lesendur þína svo heimska, að Bandaríkin eigi möguleika í Kína án stuðnings bandamanna sinna í Evrópu.

Heimsfriður á möguleika ef Trump fær Pútín að samningaborðinu, og þá ekki á þínum forsendum Páll, ef ekki þá mun Evrópa hervæðast, og guð einn veit hvað mun gerast í kjölfarið.

Ég reikna með Páll, að þessi heimski pistill þinn, ásamt mörgum öðrum svipuðum, eigi að blása í glæður þess sem má kenna við andstöðu við hættulegustu ríkisstjórn lýðveldisins, það er eftir ógæfustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vildi afsala sjálfstæði þjóðarinnar inní regluverk Brussel, en heimska er ekki vopn gegn heimsku.

Þar vitna ég í söguna, og það á hæfur sögukennari að vita.

Bull er ekki svar við bulli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2025 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband