Föstudagur, 23. maí 2025
Þrír karlar í kjallara og sprenging
Voveiflegur atburður varð í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Um tíuleytið að morgni er sprenging í kjallaraíbúð og eldur kviknar. Þrír fullorðnir karlar voru í íbúðinni, einn lést og hinir eru alvarlega slasaðir.
Í fréttum kemur ekki fram hvort karlarnir hafi verið við vinnu i íbúðinni og sprengingin orðið vegna standsetningar hennar. Eða hvort íbúðin hafi verið heimili karlanna þriggja. Þrír karlar heima hjá sér á vinnudegi og úr verður sprenging er ekki daglegt brauð.
Alvarlegur atburður, sprenging, eldsvoði og mannslát í íbúðarhúsnæði, gerir kröfu til fjölmiðla að þeir upplýsi almenning um kringumstæður. Fréttir af atburðinum í vesturbænum eru í skötulíki og bjóða heim hverskyns orðasveimi um að þetta eða hitt liggi að baki.
Morgunblaðið talar um sprengingu, en Vísir skrifar bruni og hjá RÚV heitir það eldsvoði. Sjónvarvottar nærri vettvangi upplýsa um sprengingu og síðan eld. Það skiptir máli. Venjuleg heimilistæki valda ekki sprengingu sem leiðir til eldhafs. Var óvenju mikið um eldsmat í íbúðinni? Hér þarf skýringar. Það virðast samantekin ráð fjölmiðla að upplýsa sem minnst þennan sviplega atburð. Í morgun, daginn eftir atvikið, er enn þögn.
Enginn biður um nafn og kennitölu mannanna en umfjöllun um kringumstæður og sennilegar skýringar á atburðinum eru eðlileg krafa. Ríkið dælir peningum í fjölmiðla en þeir standa sig ekki í stykkinu.
![]() |
Fullorðnir karlmenn sem slösuðust í sprengingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti þessi frétt a RÚV útskýrt hvað átti sér stað þarna í kjallaranum. En þar má finna yfirlætislausa setningu um hættur sem kokkar fíkniefna taka og endað geta í sprengingum og eldsvoða.
Skipulagðir brotahópar koma hreinu kókaíni til Íslands
Hættur sem tengjast efnaferlunum geta drepið kokkana sem að málinu koma og valdið eldsvoða og sprengingum, sem hefur áhrif á saklausa nágranna.”
Ragnhildur Kolka, 23.5.2025 kl. 09:44
Skýringar óskast.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.5.2025 kl. 10:30
Ég vil minnast að bílskúr í Skipholti hafi sprungið í loft upp fyrir 8 árum án þess að maður hafi nokkurn tíma fengið skýringu á því
https://www.ruv.is/frettir/innlent/einn-a-spitala-eftir-sprengingu-fleiri-leitad
Grímur Kjartansson, 23.5.2025 kl. 12:41
Sæll Páll
Allir útlendingar, en þjóðerni er ekki nefnt !
Hljómar grunsamlegt eða hvað ?
Merry, 23.5.2025 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning