Ţriđjudagur, 13. maí 2025
Óttinn viđ Glćpaleiti: ólík međferđ á Útvarpi Sögu og RÚV
Útvarp Saga segist hafa fengiđ sömu gögn og Helgi Seljan á RÚV gerđi frétt um og varđar gagnaleka frá embćtti hérađssaksóknara, áđur sérstöku saksóknara. Um er ađ rćđa gögn úr rannsóknum hrunmála 13 ára og eldri.
Nú er ekki hćgt ađ fullyrđa ađ um sömu gögn sé ađ rćđa en ţau eru í öllu falli sambćrileg, samkvćmt frásögn Útvarps Sögu. Viđbrögđ lögreglu viđ ólögmćtum gögnum í húsakynnum Útvarps Sögu voru harkaleg. Í frétt á Útvarpi Sögu er sagt
ađ lögreglan framkvćmdi ólögmćta húsleit á Útvarpi Sögu á sínum tíma án húsleitarheimildar eftir ađ stöđin birti lítinn hluta af ţeim gögnum sem vörpuđu ljósi á spillingu tengda bankahruninu 2008. Allar tölvur stöđvarinnar voru afritađar og lagt hald á tölvubúnađ. Tölvunum var skilađ eftir nokkurt ţref ţví lögreglan neitađi ţví ađ hafa tölvubúnađinn undir höndum. Ţegar tölvunum var loks skilađ kom í ljós ađ gögn voru horfin sem tengdust spillingu í banka og fjármálakerfinu. Útvarp Saga kćrđi heimildarlausa húsleit og var ţeirri kćru vísađ frá og síđan var kćrt til ríkissaksóknara sem svarađi ekki erindi Útvarps Sögu.
Í báđum tilfellum er um ađ rćđa fjölmiđla, ólíka ađ stćrđ og umfangi, en engu ađ síđur fjölmiđla og ţeir eru jafnir ađ lögum. Útvarp Saga er međ gögn undir höndum úr hrunmálum, sem lögregla telur illa fengin. Lögreglan gerir húsrannsókn og haldleggur ,,allar tölvur stöđvarinnar." Ekkert slíkt gerist í tilfelli RÚV. Hver er munurinn? Jú, RÚV er ríki í ríkinu en Útvarp saga lítill einkarekinn miđill.
Í viđtengdri frétt segir frá bréfi dómsmálaráđherra til hérađssaksóknara ţar sem óskađ er eftir upplýsingum um međferđ gagna embćttisins. Mun fjölmiđlaráđherra, Logi Einarsson, senda bréf á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og spyrja hvernig háttar međ viđtöku RÚV á stolnum gögnum? Nei, vitanlega ekki. Verđur gerđ húsrannsókn á RÚV til ađ upplýsa hver gögnin eru og hvađan ţau eru fengin? Nei, ekki ţegar RÚV á hlut ađ máli. Önnur sjónarmiđ gilda um RÚV en Útvarp Sögu ţótt sama meinta afbrotiđ sé til rannsóknar.
Gagnalekamáliđ er 13 ára gamalt. Máliđ snýst um gögn sem urđu til hjá sérstöku saksóknara vegna hrunmála og hvađ varđ um ţau. Yngra og mun alvarlegra mál er byrlunar- og símamáliđ. Ţađ hófst voriđ 2021 og er enn í rannsókn.
Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlađ 3. maí 2021. Ítrekađ varđ ađ gefa honum rafstuđ um nóttina til ađ hann héldist á lífi. Á međan hann var í gjörgćslu var síma hans stoliđ til afritunar á RÚV. Undirbúningur var ađ málinu af hálfu RÚV; á Efstaleiti beiđ sími samskonar og skipstjórans. Fréttir međ vísun í efni símans birtust ekki á ríkismiđlinum heldur voru ţćr fluttar međ leynd yfir á Stundina og Kjarnann til birtingar. Samráđ og skipulag um ólögmćta háttsemi, byrlun og gagnastuld, liggur fyrir.
Gerđi lögreglan húsleit á Efstaleiti? Var afritunarsíminn haldlagđur? Tölvur starfsmanna? Nei, alvarlegur glćpur var framinn, en tekiđ var međ silkihönskum á ađgerđamiđstöđinni, RÚV.
Óttinn viđ Glćpaleiti skapar tvöfeldni í réttarríkinu. Viđ grun um lögbrot er einn mćlikvarđi lagđur á einkarekna fjölmiđla, eins og Útvarp Sögu, en allt annar á RÚV. Ríkisfjölmiđillinn fćr í friđi ađ höndla međ stolin gögn, jafnvel ţótt byrlun sé undanfari ţjófnađar. Fréttamenn RÚV ganga á lagiđ, telja sér óhćtt ađ brjóta landslög. Er ţađ svona samfélag sem viđ viljum búa í?
![]() |
Ţorbjörg óskar eftir upplýsingum um gagnastuld |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
OHF-ingin hefur gersamlega mistekist.
Ragnhildur Kolka, 13.5.2025 kl. 12:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.