Ritskođun RÚV í ţágu rétttrúnađar

Rithöfundurinn Halldór Armand skrifađi pistla fyrir RÚV í áravís ţangađ til einn góđan veđurdaginn ađ hann hafđi ,,ranga" skođun á stóru máli. RÚV er hákirkja ,,réttra" skođana og getur ekki leyft nema eina skođun í málum sem talin eru skipta sköpum í liđsuppstillingu góđa fólksins. Halldór segir frá:

Ţarna skrifađi ég um stríđiđ í Úkraínu og bjóst ekki viđ neinum viđbrögđum ţannig og fannst ţetta frekar „basic take“ hjá mér, ţar sem ég gaf ađeins í skyn ađ ţó ađ stríđiđ vćri algjörlega óréttlćtanlegt á allan hátt vćri samt kannski eitthvađ stćrra samhengi sem vćri gott ađ skođa til ađ skilja ţetta. Ađ ţetta vćri ekki bara svona teiknimyndardćmi međ einum vondum kalli. En ég fékk heldur betur ađ heyra ţađ og alls konar málsmetandi fólk birtist í fjölmiđlum til ađ kalla mig lygara. [...] Ég fékk rosalega neikvćđ viđbrögđ viđ ţessu og ţađ voru hringdir út prófessorar í Háskólanum til ađ kalla ţetta rússneskar lygar og ţar fram eftir götunum.

Úkraínustríđiđ var nokkurra mánađa gamalt er Halldór skrifađi í RÚV sumariđ 2022 ađ kannski vćri stríđiđ ekki einu manni um ađ kenna, Pútín Rússlandsforseta. Kannski ađ fleiri orsakir liggi ađ baki, t.d. útţensla Nató í austurátt eftir lok kalda stríđsins.

En, nei, samkvćmt hákirkjunni á Efstaleiti er ađeins ein skođun leyfđ í stóru málunum. Úkraínustríđiđ varđ eldfimt af annarri ástćđu er upp er gefin. Ţau eru háđ mörg stríđin án ţess ađ góđa fólkiđ skođanahervćđist og lemji á ţeim sem ekki ganga í takt.

Allt frá ţví herrans ári 2016, Brexit og fyrra forsetakjör Trump, er góđa fólkiđ međ böggum hildar. Sérkennilegur tími, kenndur viđ vók, er viđ ađ líđa undir lok og ţar međ veröldin eins og hún var. Tveir menn öđrum fremur eru gerđir ábyrgir fyrir endalokum vóksins, Trump og Pútín.

Vitanlega er út í bláinn ađ Trump og Pútín eyđilögđu vókiđ. Líkt og ađrar öfgar tortímdi ţađ sér sjálft. Rétt aftur er ađ hvorugur forsetanna taldi vökula svefngengla menningarauka.

Vókiđ var pólitík vinstrimanna í áratug, 2014-2024. Ekki liggur fyrir hvađa vinstridella fćr nćst framgang - en ţađ má bóka ađ RÚV klappi ţann stein. Frá hruni hefur ríkisfjölmiđillinn fengiđ 100 milljarđa, segi og skrifa hundrađ milljarđa, til ađ telja fólki trú um ađ hvítt sé svart. Skattgreiđendur standa undir lygafabrikkunni - en eru aldrei spurđir álits hvort ţeim líki betur eđa verr.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einsog Halldór segir ţá sveiflast pendúlinn
Fólki finnst almennt ađ gengiđ hafi veriđ of langt í Wokisma og ţá kemur bakslag. Fáir treysta lengur RUV fréttum og ţađ traust kemur ekki aftur.

Líkt og ţegar Bragi Páll drap mótmćli sem standa áttu á hverjum laugardegi međ öfgafullri hatursrćđu á Austurvelli - fólki ofbauđ málflutningurinn og gekk í burtu og kom ekki aftur.

Grímur Kjartansson, 7.5.2025 kl. 09:08

2 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Hérlendis á glöggur, íhugull og málsnjall mađur á borđ viđ Halldór Armand helst ekki ađ segja neitt opinberlega. 

Baldur Gunnarsson, 7.5.2025 kl. 10:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband