Blaðamenn þegja í skömm

Hjálmar Jónsson fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, BÍ, skrifar grein á Vísi um stöðu mála hjá félaginu:

Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi.
Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð.

Hjálmar þjónustaði BÍ um árabil, fyrst sem formaður en síðar framkvæmdastjóri. Sigríður Dögg formaður rak Hjálmar eftir að hún varð uppvís að skattsvikum og varð að hætta sem fréttamaður á RÚV. Tilfallandi rakti þá sögu.

Enginn blaðamaður tekur Vísis-grein Hjálmars til athugunar, hvorki í frétt né skoðanagrein. Blaðamenn vita að fyrrum formaður þeirra og framkvæmdastjóri fer með rétt mál.

Undir forystu Sigríðar Daggar er stéttafélag blaðamanna ekki svipur hjá sjón, bæði fjárhagslega og faglega.

Fyrir ári efndi Sigríður Dögg til auglýsingaherferðar í þágu blaðamennsku. Eitt orð, heiðarleiki, var aldrei notað í herferðinni. Skattsvik eru ekki heiðarleg. Ekki heldur er heiðarlegt að verja siðlausa blaðamenn, sem eiga aðkomu að byrlun og gagnastuldi. 

Í málsvörn fyrir siðlausu blaðamennina í byrlunar- og símamálinu laug Sigríður Dögg ásökunum upp á lögregluna, eins rekið er í tilfallandi bloggi.

Blaðmenn þegja í skömm þegar málefni formanns Blaðamannafélags Íslands ber á góma.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband