Hópnauðgarar með íslenskan ríkisborgararétt

Inngangurinn að frétt sem ætlað er að upplýsa hópnauðganir hér á landi hljómar svona:

Af þeim sex hópnauðgunum sem hafa verið kærðar á árinu eru grunaðir gerendur erlendir ríkisborgarar í þremur tilvikum og menn með íslenskan ríkisborgararétt grunaðir í hinum þremur tilvikunum.

Orðalagið gefur til kynna að í öllum sex tilvikum sem hópnauðgun er kærð eru meintir gerendur útlendingar - en í helmingi tilfella eru útlendingarnir komnir með íslenskan ríkisborgararétt.

Hópnauðgun er alvarlegra brot en nauðgun eins geranda. Einn gerandi er slæmt eintak, tveir eða fleiri saman eru til marks um þjóðfélagsástand. Hópnauðgun vísar til ásetnings, samráðs og skipulags. Tveir eða fleiri karlar leggja á ráðin um hvernig skuli að verki staðið. Þeir finna bjargarlausar konur til að koma fram vilja sínum. 

Við hópnauðgun vaknar spurning menningu, eða öllu heldur ómenningu, gerenda. Ef t.d. tveir er fleiri íslenskir karlar hópnauðga yrði spurt um félagslegan bakgrunn þeirra í leit að skýringum á glæpnum. Er eitthvað í sameiginlegu umhverfi gerendanna er hvetur til glæps af þessu tagi?

Stæk kvenfyrirlitning er ein breytan sem þarf að skoða. Kvenfyrirlitning er menningarbundin.

Danir hafa áttað sig á að afbrotatíðni er ólík milli danskra þjóðfélagshópa. Danskar hagtölur um glæpi skipta íbúum Danmerkur í fjóra flokka:

Danskur uppruni

Vestrænir innflytjendur

Innflytjendur frá öðrum ríkjum en vestrænum

Múslímskir innflytjendur

Á daginn kemur að múslímskir innflytjendur fremja glæpi í Danmörku langtum oftar en hinir þrír þjóðfélagshóparnir, margfeldið er 2,5 til 3,5. Önnur kynslóð múslímskra innflytjenda, þ.e. einstaklingar aldir upp í Danmörku af múslímskum innflytjendum, eru stórum líklegri að brjóta af sér en samanburðarhópar.

Danir áttuðu sig að til að ræða af viti um innflytjendur og glæpi þarf upplýsingar. Hér á landi er farin leið kennd við strútinn, höfðinu er stungið í sandinn. Á meðan er nauðgað í hópum.

 


mbl.is Útlendingar grunaðir í helmingi hópnauðgana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Þegar þeir svo klæða sig í kvennaföt eftir að hafa beitt barn ofbeldi þá er manni allri lokið.

Tveir kvengervlar og einn karl sitja á sakamannabekk -... - formannslif.blog.is

Helga Dögg Sverrisdóttir, 26.4.2025 kl. 08:55

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér verður nú hugsað til Hlíðarmálsins frá 2015
Þar voru meintir gerendur nánast nafngreindir 

https://www.visir.is/g/20151516588d/ibud-i-hlidunum-var-utbuin-til-naudgana

Grímur Kjartansson, 26.4.2025 kl. 15:35

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Nú skora ég á alla fjölmiðla að sýna okkur nöfn og myndir af þeim íslensku

alþingismönnum sem að gáfu þessum brota-aðilum ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT.

Dominus Sanctus., 26.4.2025 kl. 18:44

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt sögum sem ganga á fb bera bæði fórnarlambið og móðir þess blak af ódæðismönnunum og biðja að þessi atburður verði ekki til að vekja upp útlendingahatur. Ef satt er, þá er beinlínis verið að bjóða uppá áframhald slíkra ofbeldisverka, þ.e. boðskort eins og breska lögreglan hefur sent slíkum föntum. Ég ætla rétt að vona að þessir atburðir sparki duglega í rassinn á alþingismönnum og þeir tryggi brottvísun ofbeldismannanna með sannfærandi lagasetningu.
Í millitíðinni ætla ég að leyfa mér að vera eins rasísk og ég mögulega get.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2025 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband