Úkraína: engin leið að hætta

Verði Úkraínustríðið ekki leyst við samningaborðið ráðast úrslitin á vígvellinu. Hvorugur stríðsaðili lætur bilbug á sér finna. Stórorustur sem skilja á milli feigs og ófeigs eru fáar og langt á milli þeirra. Hæg framsókn Rússa í landmesta landi Evrópu, fyrir utan Rússland sjálft, þýðir að stríðið, með núverandi takti, gæti staðið næstu þrjú til fimm árin.

Ógæfa Úkraínu er að framtíð landsins er að mestu ákveðin í Washington annars vegar og hins vegar London, Berlín og París. Til skamms tíma var samhugur milli Bandaríkjanna og ESB-Evrópu að styðja Úkraínu. Samstaðan rofnaði við forsetakjör Trump. Sitjandi Bandaríkjaforseti telur stríðið ekki þjóna bandarískum hagsmunum og vill frið.

Við núverandi aðstæður er engin von um friðarsamninga nema Rússar fái í sinn hlut um eða yfir 20 prósent af úkraínsku landi. Selenskí forseti getur ekki gengið að þeim kjörum enda sterk öfl í landinu er telja slíka samninga landráð. Ekki er að sjá að verulegrar stríðsþreytu gæti hjá almenningi í Úkraínu. Menn á herskyldualdri flýja að vísu landið unnvörpum en fáar ef nokkrar fréttir eru af ókyrrð meðal almennings. Sama gildir um Rússland, nema að herkvaðning ungra karla gengur þar mun betur en í Úkraínu.

Á meðan þjóðirnar sem glata flestum mannslífum, Úkraínumenn og Rússar, setja valdhöfum ekki stólinn fyrir dyrnar er viðbúið að hildarleikurinn haldi áfram.

Vonir manna, eða ótti, að Trump myndi knýja fram frið á skömmum tíma, fyrstu 100 dagana í embætti, hafa dvínað. Yfirlýsingar forsetans hafa ekki sömu þyngd og í fyrstu þar sem eftirfylgni skortir. Orð eru ódýr, efndir kosta fórnir. Trump er kominn í sjálfheldu með marglofaða friðarsamninga. ESB-Evrópa, plús Bretland, vonast til að Bandaríkjaforseti gerir stríðið að sínu og taki upp háttu forvera síns. Það gæti orðið raunin. Trump, ólíkindatól sem hann er, gæti einnig tekið róttæka ákvörðun, yfirgefið Úkraínu og sagt stríðið evrópskan héraðsríg Bandaríkjunum óviðkomandi.

Úkraínustríðið er síðbúið uppgjör kalda stríðsins. Sovétríkin féllu fyrir rúmum 30 árum. Rússland stóð eftir og gat mátað sig við stærstu Evrópuríkin og bjó yfir kjarnorkuvopnum. Stækkun Nató í austurveg var aðferð Bandaríkjanna og ESB-Evrópu að þrengja kost Rússlands. Þegar komið var að Úkraínu sögðu Rússar hingað og ekki lengra. Andmæli Rússa voru að engu höfð og ekki talið að efndir fylgdu orðum. Vestrið mislas staðfestu Rússa. Úkraína var boðin velkomin í Nató árið 2008. Eftir það braust út nýtt kalt stríð sem varð heitt í febrúar 2002 - með innrás Rússa.

Verkefni ESB-Evrópu eftir Úkraínustríðið er að finna leið að lifa með sterku Rússlandi. Betur að það hefði verið gert fyrir 15 árum eða svo. 

 


mbl.is Trump: Vladimír hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

RUSSLAND A NOGA ORKU TIL STRIÐTEKSTUR I 400 AR .. UPP A HV EINASTA DAG.. 

ESB LIÐIÐ EE I SJALFSBLEKKINGU.. !

ESB heldur að þeir seu en þa fíllinn... en eru i raun og veru mùsin  !

Esb er ekki að fatta það.. storu aðilarnir eru ekki ESB ..

ESB ER NEFNIL GJALDÞROTA ! 

GJALÞROTIÐ A FLJOTL EFTIR A LÌTA DAGSINS LJÒS.

KV

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 25.4.2025 kl. 12:18

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Er Dnépr fljótið ekki eðlilegustu landamærin, svona til framtíðar litið?

Með þeirri skipan, þá heldur Úkraína þó stórum landsvæðum frá 1922 í suðurhlutanum með aðgangi að Svartahafinu, auk að öllu óbreyttu, svæðunum í vestri frá 1945 - og allir ánægðir, eða hvað?

Jónatan Karlsson, 25.4.2025 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband