RÚV fær ESB-fjármagn til skoðunarmyndunar

RÚV tekur við fjármagni frá Evrópusambandinu, ESB, sem veitt er til að kaupa ritstjórnarstefnu hugþekka áherslumálum ESB. Viðtaka RÚV á ESB-peningum, að ekki sé sagt mútum, vekur spurningar um tilverugrundvöll ríkisfjölmiðilsins.

Rekið er í viðtengdri frétt að ESB hefur notað fjármuni til að kaupa sér velvild ,,skoðanamyndandi aðgerðahópa". Ekki kemur á óvart að litið er á RÚV sem skoðanamyndandi aðgerðahóp. Ríkisfjölmiðillinn er miðlægur í byrlunar- og símamálinu sem er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis. Þar er um að ræða byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuld á síma hans og afritun símans á Efstaleiti, höfuðstöðvum RÚV. Með leynd var unnið með stolin gögn úr síma skipstjórans og skrifaðar tvær útgáfur af sömu frétt til birtingar í Stundinni og Kjarnanum. Tilgangurinn var að koma höggi á Samherja, og íslenska útgerð almennt.

Um árabil þróast RÚV í þá átt að verða ,,skoðanamyndandi aðgerðarhópur" þar sem fagleg sjónarmið og hlutlæg efnisumfjöllun er látin lönd og leið en jaðarmálefnum lyft á stall í krafti yfirburðastöðu RÚV. Skoðanamyndun í þágu vinstriflokka er reglan á Efstaleiti.

Viðtaka RÚV á ESB-fjármagni gerir ríkisfjölmiðilinn ótrúverðugan í öllum málum sem snúa að Evrópusambandinu. Það er sérstaklega alvarlegt í ljósi fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslu sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst efna til um aðildarsamninga við ESB.

 


mbl.is Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

RÚV er stjórnað af ESB, íslenskum ESB-sinnum og kúltúrkrökkum

Júlíus Valsson, 15.4.2025 kl. 13:14

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Hann svínvirkar RÚV heilaþvotturinn og fólk kokgleypir allan áróðurinn og lygarnar eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Kristinn Bjarnason, 15.4.2025 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband