Fimmtudagur, 10. apríl 2025
DV býður upp á nafnlaust netníð
Þróunarsálfræðingurinn og álitsgjafinn Gad Saad er á leiðinni til Íslands í sumar, heldur fyrirlestur í Hörpu. Tilfallandi þekkir lítið til Saad, hefur þó séð fáeinr youtube-ræmur þar sem Saad segir álit á mönnum og málefnum í afalegum umvöndunartón.
Ferilsskrá Saad sýnir að Saad er vel húsum hæfur. Maðurinn hefur virðingarverða prinsippafstöðu til málfrelsis, eins og sjá má í nýlegri 4. mín. ræmu. DV segir frá væntanlegri Íslandsheimsókn Saad á óviðfelldinn hátt sem fjölmiðillinn ætti að skammast sín fyrir. Teknar eru nafnlausar svívirðingar um Saad og látið eins og það sé almannarómur.
Í fyrirsögn DV er tóninn sleginn: Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands - ,,Einn versti zíonistinn á netinu" DV má vitanlega hafa hvaða skoðun sem er á Saad, líkt og hver annar. En DV þykist flytja fréttir, hluti fyrirsagnarinnar er innan tilvitnunarmerkja. Það sem verra er þá hefur DV netníðingana nafnlausa. Í frétt DV segir:
Koma hans hefur ekki farið fram hjá Íslendingum. Meðal annars þeim sem hafa talað fyrir hagsmunum Palestínumanna.
Ætla rétt að vona að þetta floppi. Gad Saad er einn versti zíonistinn á netinu, segir ein kona á samfélagsmiðlum í umræðum um viðburðinn.
Þetta er síonisti og hálfviti, en auk þess rasisti gagnvart svörtu fólki, innflytjendum almennt og hatar konur, segir upphafsmaður umræðunnar.
Hvers vegna nafnleysið? ,,Ein kona" og ,,upphafsmaður umræðunnar" eru með nöfn. Það er auðvelt að vega úr launsátri undir nafnleynd, spyrjið bara ,,þýska stálið", Þórð Snæ Júlíusson.
,,Ein kona" og ,,upphafsmaður umræðunnar" bjóða aðeins upp á órökstuddar fullyrðingar og svívirðingar. Hvað gengur DV til með svona nafnlausum trakteringum? Fjölmiðlar bera meiri ábyrgð en aðrir í opinberri umræðu. DV bregst illilega hlutverki sínu sem fjölmiðill þegar nafnlausum orðasóðum er hleypt upp á dekk.
Eða er blaðamaður DV kannski að skálda upp umræður ,,á samfélagsmiðlum"? Er það skýringin?
Athugasemdir
Og MBL Blogg býður upp á nafnlaus blogg og nafnlausar athugasemdir!!
Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2025 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning