Þriðjudagur, 8. apríl 2025
Trump sigrar tollastríðið og drepur vókið á Íslandi
Tveir sérfræðingar í efnahagsmálum, hvorugur hallur undir Trump, formæla báðir tollastríðinu sem Bandaríkjaforseti efnir til - en segja jafnframt að Trump sé líklegur sigurvegari í efnahagsstríðinu. Þeir Wolfgang Munchau og Anatole Kaletsky voru í viðtali á Unherd.
Heimshagkerfið eins og við höfum þekkt það síðustu áratugi er liðið undir lok. Það er kennt við alþjóðahyggju. Munchau og Kaletsky tala um endalok ,,ofur-alþjóðahyggju" sem hafi tröllriðið heiminum síðustu áratugina. Menningarútgáfa alþjóðahyggjunnar kallast vók.
Tollarnir sem Trump skellti á með skömmum fyrirvara eru hærri en nokkurn óraði fyrir, kom jafnvel samstarfsmönnum forsetans í opna skjöldu. Hrun á hlutabréfamörkuðum sýnir að fæstir áttu von á þessum róttæku trakteringum húsbóndans í Hvíta húsinu.
Kaletsky óttast alþjóðalega efnahagskreppu i kjölfarið. Munchau og Kaletsky segja báðir að verstu hugsanlegu viðbrögð ESB-Evrópu og Kína séu hefndartollar gegn Bandaríkjunum. Það mun gera illt verra, dýpka fyrirsjáanlega efnahagskreppu.
Félagarnir segja fríverslunarbandalag ríkja s.s. Kanada, Bretland, ESB-Evrópa, Ástralía og Nýja Sjáland rétta svarið við bandarískum tollmúrum. Trump myndi einangrast, sæti uppi með Svarta-Pétur og efnahagskerfi á fallandi fæti. Hvorugur telur vestrænan samblástur gegn Bandaríkjunum líklegan. Bandalag Kína og ESB-Evrópu gegn Trump sé enn langsóttara.
Í lok viðtalsins á Unherd segja báðir, Munchau og Kaletsky, að Bandaríkin séu líklegasti sigurvegari tollastríðsins. Tekur kannski ár eða svo og jafnvel efnahagskreppu en hann kemur samt Trump-sigurinn, telja félagarnir.
Á Íslandi fékk Trump lítilfjörlegan sigur, tók ekki nema tvo daga. Tveir þekktir vinstrimenn, Hallgrímur Helgason rithöfundur og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tókust á um vók. Sólveig Anna sagði vók hatrammt kúgunartæki er svipti menn málfrelsinu. Óðara kenndi Hallgrímur Sólveigu Önnu við trumpisma og sakaði hana i framhaldi um mannhatur. Í orðabók vinstrimanna er trumpismi og mannhatur samheiti. Fleiri vinstrimenn tóku til máls og fór vókið fremur halloka.
Deilur íslenskra vinstrimanna með svigurmælum um trumpisma eru til marks um að tímabili sé lokið í vinstripólitík. Í útrásinni fundu vinstrimenn sér sykurpabba úr röðum auðmanna, eftir bankahrun varð vókið þeirra alfa og ómega. Hvert hugur íslenskra vinstrimanna stefnir eftir sviðna jörð vóksins ræðst af vitundartísku í útlandinu. Frónskir vinstrimenn eru næmir á erlend pólitísk og menningarleg veðrabrigði. Sést á því að þeir vilja nú ólmir þvo af sér vókið sem þeim var svo kært, síðast í gær.
Trumpismi og vók eru bandarísk fyrirbrigði, meira tilfinningaástand en hugmyndafræði. Tollafárið í dag minnir á menningarsjokkið þegar sveitalögga í Minnesota drap þeldökkan Bandaríkjamann að nafni George Floyd fyrir fimm árum. Í báðum tilvikum logar heimsbyggðin á samfélagsmiðlum, Margvíslegur nýsannleikur er uppgötvaður á örskoti, eiginlega til að vera gleymdur nokkrum dögum síðar.
Trumpismi og vók eru afleiðing byltingar sem verður með nettengdum heimi og birtist hvað skýrast í samfélagsmiðlum sem eru varla tvítugir að aldri. Samskiptabyltingar draga dilk á eftir sér. Án Gutenberg hefði aldrei orðið neinn Marteinn Lúter.
![]() |
Vill semja við alla en engin pása í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Bylgjunni í morgun fullyrti einhver eftirlegu-allaballi að vók væri mannréttindabarátta. Sem betur fer var þar líka staddur Þórarinn Hjaltason sem færði umræðuna niður á jörðina úr hásölum sjálfsupphafningar "góða fólksins" og jarðaði bullið. Trúarbrögð eins og vókið taka sinn tíma að deyja út og dauðakippirnir geta varað lengi. En það endar á ruslahaugum sögunnar, þ.e.a.s. ef það gleymist ekki bara alveg.
Ragnhildur Kolka, 8.4.2025 kl. 13:38
Blessaður Páll.
Þó þú sért að vitna í heimska, þá er þessi setning þín án rökstuðnings, sem og hún svívirðir staðreyndir heimsviðskipta.
"Trump myndi einangrast, sæti uppi með Svarta-Pétur og efnahagskerfi á fallandi fæti".
Ef eitthvað hagkerfi heims, gæti farið sínu fram, þá er það bandaríska hagkerfið. Vissulega þarf það input frá öðrum löndum, en í staðinn gæti það boðið uppá áður óþekktan gróða í viðskiptum við þau lönd. Að halda að eitthvað hefndarbandalag sem skilar aðeins eymd og volæði, fái haldið staðfestu gegn gróðavænlegum viðskiptum, lýsir aðeins meir heimsku en hrjáir Hallgrím Helgason.
Önnur hagkerfi hafa þróast í kringum bandaríska dollarann, að selja meir í stað þess sem þau kaupa.
Stóra spurningin er hins vegar hvort bandarísk alþjóðafyrirtæki komist af án útvistunar starfa, þar liggur ógnin við stefnuna að gera Bandaríkin sjálfbær á ný.
Á mannamáli, hafa þessir örfáu auðmenn selt þjóðir sínar á þann hátt, að þær séu ekki sjálfbærar.
Ég veit ekki alveg hvað hrjáir þig Páll, en yfirleitt hefur þú séð þetta samhengi án þess að taka undir keypt sjónarmið glóbal-auðsins.
Elli kannski, þú ert jú farinn að grána. En Páll, Evrópa þóttist fara í kalt stríð við Kínverja, það eru einhver kínversk skip sem áttu að hafa slitið strengi hér og þar.
Evrópa ætlar samt að eyða núverandi bílaiðnaði, að eyða allt sem tengist jarðeldsneyti, en á sama tíma nota tækni þar sem síðasta evrópska fyrirtækið varð gjaldþrota.
Eftir stóð ægiveldi Kína. Samt ætlar Evrópa að þykjast ybba gogg við kínversk stjórnvöld. Án tækni þaðan, hvað myndi Evrópa halda út í margar vikur??
Trump veit að stríð við Kína er fyrirsjáanlegt, Kína vill innlima Taiwan, Bandaríkin hafa svarið að verja eyjuna, enda ef Kínverjar kæmust upp með þá innlimun, þá veit jafnvel sá heimskasti í Vók fræðum, hvað gerist svo.
Og þú heyir ekki stríð gegn andstæðingi sem þarf aðeins að setja á viðskiptabann, og allt efnahagskerfið hrynur eftir nokkrar vikur.
Jafnvel fattlaus fattar þessa stefnu Trump.
En þeir sem missa stóran spón úr aski sínum, kallast glóbal í daglegu tali, og rosalega keyptir pótintátar þeirra, þeir grenja.
Og skrifa pistil eins og þú gerir Páll.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2025 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning