Fimmtudagur, 3. apríl 2025
10% Trump-tollur og 100% Kristrúnarskattur
Trump leggur tolla á innflutning til Bandaríkjanna, segir það réttlætismál. Vörur frá Íslandi munu bera 10 prósent toll. Þorgerður Katrín utanríkis harmar Trump-tollinn, segir hann vinna gegn ,,fyrirsjáanleika" og bitni á íslenskum ,,fyrirtækjum og fjölskyldum."
Tollar eru skattheimta. Veiðigjöld eru einnig skattheimta.
Kristrún forsætis og Þorgerður Katrín utanríkis beita sér fyrir tvöföldun á veiðigjöldum, eða 100 prósent hækkun.
Nú þurfa þær stöllur Þorgerður Katrín og Kristrún að útskýra hvernig Trump-tollar upp á tíu prósent komi illa við fyrirtæki og fjölskyldur á Íslandi en 100 prósent hækkun á veiðigjöldum bitni ekki á einum eða neinum. Í leiðinni þarf að greina hvernig Trump-tollur valdi ófyrirsjáanleika en tífalt hærri Kristrúnarskattur sé til marks um fyrirsjáanleika.
![]() |
Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning