Ásetningur RÚV, ábyrgð alþingis

RÚV sagði vísvitandi rangt frá aldri barnsföður Ásthildar Lóu fráfarandi barnamálaráðherra. Lygin var gagngert sett fram til að valda hámarkstjóni á æru og mannorði Ásthildar Lóu.

RÚV staðhæfði að Ásthildur Lóa hafi átt barn með 15 ára dreng. Rétt er að drengurinn var 16 ára. Gamli sjálfræðisaldurinn var 16 ára. Það er dramatískara að drengurinn hafi verið ósjálfráða, gefur barnaníði undir fótinn. Það er ástæða RÚV-lyginnar. Engin tilviljun heldur ásetningur að gera hlut Ásthildar Lóu sem verstan. RÚV hafði réttar upplýsingar en kaus ósannindi. Tilgangurinn var ekki að segja frétt heldur vekja hneykslan og fordæmingu.

Fréttastefna RÚV er í anda gulu pressunnar. Ýkjufréttir og hreinar lygar eru teknar fram yfir vandaða og hlutlæga fréttamennsku. Áherslan er ekki að upplýsa heldur að vekja reiði og heift gagnvart skotmarkinu hverju sinni. Hugmyndafræðin á bakvið þessa fréttastefnu er að vekja ótta. Dagskrárvald RÚV er notað til að hræða. Þegar ríkisfjölmiðillinn veldur afsögn ráðherra vex óttinn við RÚV, ekki síst meðal stjórnmálamanna. Yfirskinið er að RÚV þjóni lýðræðinu. Í reynd er um að ræða óttastjórnun. 

Löng saga er af misþyrmingu RÚV á lifandi og látnum, eins og tilfallandi gerði grein fyrir á föstudag.

Til að RÚV sjái að sér og tileinki sér faglega fréttamennsku en stundi ekki ýkjur, lygar og blekkingar sér til valdeflingar þarf að rannsaka innviði ríkisfjölmiðilsins. Tækifærið er núna.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fjallar um ósk Páls skipstjóra Steingrímssonar um að skipuð verði rannsóknanefnd til að upplýsa hlut RÚV í byrlunar- og símamálinu. Málsatvik benda eindregið og ákveðið í þá átt að RÚV hafi verið aðgerðamiðstöð. Eftir byrlun og stuld var sími skipstjórans afhentur Þóru Arnórsdóttur á RÚV. Sími skipstjórans var afritaður á síma í eigu RÚV. Fréttir með vísun í gögn úr símanum voru birtar á Stundinni og Kjarnanum - en ekki RÚV. Stundin og Kjarninn leppuðu illa fengna heimild RÚV.

Alþingi er með í hendi sér að brjóta til mergjar starfshætti RÚV og upplýsa almenning um verklag ríkisfjölmiðilsins. Axli alþingi ekki ábyrgð er gefið grænt ljós á frekari mannorðsmorð RÚV.


mbl.is RÚV leiðréttir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Að vanda góður pistill hjá þér Páll .

Smá ónákvæmni sýnist mér þá gæta í  textanum sem lýtur að skilgreiningunni á lögræði.

Rétt mun vera að meðan lög sem í gildi voru árið 1989, sem kváðu á um að einstaklingur sem náð hefði 16 ára aldri og væri þar með orðinn sjálfráða, yrði á hinn bóginn ekki fjárráða fyrr en við 18 ára aldur og þar með þá fyrst orðinn lögráða.
Eigi að síður fólst í sjálfræði við 16 ára aldurinn að einstaklingurinn var ekki lengur barn í lagalegum skilningi. Eiríkur barnsfaðir Ásthildar Lóu, var þar með ekki lengur barn 16 ára að aldri þó svo hann yrði að bíða til 18 ára aldurs til að öðlast fjárræi og þar með lögræði.
Lögunum var síðan breytt árið 2013 með þvi að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár. Þannig að einstaklingur var þá orðinn lögráða, sem sagt bæði sjálfráða og fjárráða samtímis.

Daníel Sigurðsson, 31.3.2025 kl. 12:40

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir ábendinguna, Daníel. Ég lagfærði.

Páll Vilhjálmsson, 31.3.2025 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband