Trump hækkar tolla, valkyrjur lækka arðsemi

Ólíkt hafast þeir að ráðamenn í Washington og Reykjavík. Trump hækkar tolla til að verja innlenda framleiðslu, valkyrjustjórnin leggur á veiðigjöld til að gera gera aðalatvinnuveg landsbyggðarinnar ósamkeppnisfæran. Til að sem fæstir skilji samhengið skal samráðið standa í viku. Síðan er lokað á athugasemdir við frumvarpið.

Loðnubrestur í ár og í fyrra kom illa við efnahag sjávarplássa, tíu milljarðar glötuðust hvort ár. Nú ætla valkyrjur að hækka árleg veiðigjöld um tíu milljarða. Réttlætismál, segja stjórnarliðar, er að þjóðin fái gjöld af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Landið er selt ferðamönnum, fallvötnin eru virkjuð, sem og háhitasvæði. Allt náttúruauðlindir eins og fiskurinn í sjónum. En sjávarútvegurinn einn er krafinn um réttlæti. 

Réttlæti er snúið að mæla í krónum og aurum. Hitt er vitað að atvinnurekstur, hvort heldur sjávarútvegur eða annar, gengur ekki fyrir réttlæti heldur hagnaði. Ef engin er hagnaðarvonin er enginn reksturinn. Án atvinnureksturs eru engar skatttekjur. Sósíalískt réttlæti í framkvæmd er að allir séu jafn snauðir.

Réttlætið sem vinstrimönnum er tamt að tala um í sjávarútvegi er í raun heift og hatur á velgengni.

Ríkisstjórnin skilur ekki verðmætasköpun, segir Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins í viðtengdri frétt. Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga Sæland þekkja hvorki haus né sporð á rekstri. Ein þeirra kann ekki að gefa upp rétt til skatts eigin tekjur; önnur tók við ríkisframlögum á fölskum forsendum og sú þriðja fékk kúlulán sem aldrei stóð til að greiða.

Samráðsgátt stjórnvalda er aðeins opin í viku í þessu máli. Valkyrjurnar vilja ekki hlusta á fólk með reynslu segja hvaða afleiðingar tvöföldun á skattbyrði sjávarútvegs hefur í för með sér.

Augljóst er að hækkun veiðigjalda er fyrst og síðast pólitík. Þannig er lagt upp með kynninguna á málinu. Verbúðin, taka tvö.

Valkyrjurnar verða þjóðarbúinu dýrkeyptar áður en yfir lýkur. 


mbl.is Telur ríkisstjórnina ekki skilja „verðmætasköpun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir að minna á fjármalaferil þessara landráðamanna. Hann skiptir máli í umræðunni um atvinnuvegi þjóðarinnar. 

Sitji þessi ríkisstjórn út kjörtímabilið verður Ísland orðið að láglaunalandi eins og Spánn og Grikkland, þjónandi duttlungum ferðamanna og háð ölmusum ESB. 

Ragnhildur Kolka, 27.3.2025 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband