Laugardagur, 22. mars 2025
Leki Kristrúnar er ástæða hegðunar Ásthildar Lóu
Ólöf Björnsdóttir, konan sem upplýsti 35 ára gamlar samfarir barnamálaráðherra, þá 22 ára, og 15 ára stráks, lagði sig í líma að Kristrún forsætisráðherra fengi ein upplýsingarnar beint frá sér augliti til auglitis. Ólöf vildi ekki básúna málið um borg og bý. Hún skrifaði fáorðan tölvupóst, til að ekki yrði til neitt skriflegt um málsástæður sem gæti farið á flakk í stjórnarráðinu. Tölvupóstur Ólafar er svohljóðandi:
Góðan daginn, ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur, það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á.
Ólöf útskýrir í viðtali á RÚV að henni hafi ofboðið að Ásthildur Lóa væri barnamálaráðherra og vildi vekja athygli forsætisráðherra á fortíð ráðherra æskunnar. Nú má hafa margar skoðanir á samförum 23 ára og 15 ára og ein þeirra er að þær séu ekki tilhlýðilegar. Ólöf brást ekki við fyrr en Ásthildur Lóa varð barnamálaráðherra og vildi að oddviti ríkisstjórnarinnar yrði upplýstur. Kröfur um að Ólöf hefði átt að fyrirgefa Ásthildi Lóu bernskubrekin koma einkum frá fólki sem þekkt er af öðru en fyrirgefningarvilja.
Kristrún forsætisráðherra bauð Ólöfu ekki á sinn fund. Hún lét aðstoðarmann sinn, sem hafði heitið Ólöfu fullum trúnað, leka upplýsingunum til aðstoðarmanns Ásthildar Lóu. Það er hrein og klár pólitík og hreint og klárt trúnaðarbrot. ,,Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest," segir Ólöf í viðtali á Vísi.
Í framhaldi lekans gerir Ásthildur Lóa Ólöfu heimsókn klukkan tíu að kveldi og fer að stæla við uppljóstrarann. Kristrún viðurkennir að sú heimsókn sé ekki verjandi. Heimsóknin er þó bein afleiðing af lekanum frá skrifstofu forsætisráðherra. Enginn leki, engin ókurteis heimsókn. Augljóst er af orðalagi tölvupóstsins að Ólöf seldi Kristrúnu sjálfdæmi um hvort Ásthildur Lóa sæti fundinn sem óskað var eftir. Enginn fundur var haldinn með Ólöfu. Kristrún lét á hinn bóginn leka trúnaðarpósti Ólafar til Ásthildar Lóu. Uppljóstrarinn Ólöf var ekki spurð.
Í viðtengdri frétt segist Kristrún ekki bera ábyrgð á hegðun Ásthildar Lóu. En án lekans frá skrifstofu Kristrúnar hefði Ásthildur Lóa ekki sýnt af sér þá hegðun sem Kristrún játar að sé óverjandi. Ábyrgð Kristrúnar er augljós. Forsætisráðuneytið lak trúnaðarupplýsingum sem voru tilefni og forsenda fyrir óviðfelldinni kvöldheimsókn barnamálaráðherra á heimili uppljóstrara.
Hér er á ferðinni alvarlegt trúnaðarbrot forsætisráðherra gagnvart almennum borgara sem vildi persónulega koma upplýsingum til æðsta handhafa framkvæmdavaldsins um málefni fagráðherra. Forsætisráðherra brást trausti, tók pólitíska hagsmuni fram yfir vandaða stjórnsýslu.
Ásthildur Lóa hefur axlað pólitíska ábyrgð. Kristrún forsætisráðherra neitar að horfast í augu við sína ábyrgð.
![]() |
Hegðun Ásthildar ekki á ábyrgð Kristrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í sambærilegum málum er rík hefð fyrir því hér á landi að reka og dæma sendiboðann þ.e. aðstoðarmanninn en ráðherrann sjálfur sleppur.
Júlíus Valsson, 22.3.2025 kl. 10:43
Við lestur pistla þinna Páll hefur mér ætíð fundist þú hafa í fyrirrúmi að fara rétt með staðreyndir og sneiða fram hjá ósannindum og fleipri. Því vekur það furðu mína nú að þú skulir fullyrða að umræddur drengur hafi verið 15 ára en ekki 16 ára eins og Ásthildur Lóa heldur fram í yfirlýsingu sinni og því orðinn sjálfráða eins og lögin kváðu um í þá daga (en ekki 18 ára eins og nú).
Þetta skiptir auðvitað miklu máli hvort lög voru brotin eða ekki í þeirra sjafnarbrögðum. Mér persónulega finnst yfrilýsing Ásthildar Lóu mjög trúverðug. Mogginn lýgur aldrei, var einu sinni sagt, en hann slær því upp í stórri fyrirsögn í gær að drengurinn hafi verið aðeins 15 ára án þess að rökstyðja nokkuð. Ég held að þar á bæ sé ritstjórnin of stærilát til að draga þessa ósönnuðu fullyrðingu til baka. Aftur á móti held ég að þú munir gera það Páll enda maður sem vill halda trúverðugleika í heiðri.
Daníel Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 11:24
Drengurinn var sem sagt ekki lengur barn þegar til kastanna kom, ef hann var orðiðnn 16 ára og því ekki hægt að væna barnamálaráðherrann um að hafa framið glæp á barni sem hver siðapostulinn á fætur öðrum reyna nú að klína á konuna.
Daníel Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 11:48
Drengurinn var 15ára þegar samræðið átti sér stað en
16ára þegar barnið fæddist.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2025 kl. 11:55
Eftirfarandi orðréttur texti kemur fram í yfirlýsingu Ásthildar Lóu sem birtirst fyir skömmu í fjölmiðlum:
Það var eina svona nótt í lok september 1989 sem ég hleypti honum inn. Þarna er hann 16 ára gamall og ég hreinlega höndlaði ekki þessar aðstæður.
Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og samönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.
Daníel Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 12:11
Það hljómar mjög undarlega í mín eyrum að menn réttlæti samræði við 15 ára gamalt barn og reyna að telja fólki trú um að drengurinn hafi ekki verið barn. Sem 15 ára er hann ekki sjálfræða en lögunum var breytt úr 16 ára í 18 ára.
í greinagerð frumvarpsins, sem Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram, stendur;
,,Sjálfræðisaldur hefur verið 16 ár á Íslandi allt frá árinu 1281 þegar Jónsbók var lögfest. Síðan hafa þjóðfélagsaðstæður breyst mikið, ekki síst á undanförnum áratugum. Um leið hefur staða ungmenna innan fjölskyldunnar einnig breyst. Í fyrstu lögræðislögunum sem sett voru hér á landi árið 1917 var 16 ára sjálfræðisaldrinum haldið og samkvæmt núgildandi lögræðislögum frá árinu 1984 er enn miðað við 16 ár."
Vil bara benda á að 15 ára gamalt barn gengur í 9. bekk grunnskóla.
Að fjalla um tíðarandann í þessu samhengi er líka ótrúlegt. Það var ekki algengt að 15 ára drengur væri með 22 ára konu. Alls ekki. Ekki það, þetta gerðist og því verður ekki breytt.
Tálmun sem Ásta Lóa beitti barnsföður sinn, og væntanlega ömmu og af barnsins, því faðirnn var barn (nýorðinn sjálfráð), er fyrir neðan allar hellur. Að starfa sem barnamálaráðherra með það á bakinu er ótækt.
Það sem Páll skrifar um er líka athyglisverður vinkill á málinu. Eins og margir hafa bent á, skynsamlegt hefði verið af ráðherranum að ræða málin við ríkisstjórnina áður en hún tók við embætti barnamálaráðherra.
Ásta Lóa á að segja af sér þingmennsku, hún hefur tapað öllum trúverðugleika sem einn af ráðamönnum þjóðarinnar.
Aðkoma og leki úr forsætisráðuneytinu er svo sér kafli.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 22.3.2025 kl. 12:22
Helga Dögg Sverrisdóttir, af hverju ertu að tönglast á þessu með 15 ára aldur á drengnum. Telur þú þig geta rökstutt og fullyrt að Ásthildur Lóa fari með ósannindi að drengurinn hafi verið orðinn 16 ára er samræði hófst á milli þeirra. Eða hafðirðu kannski ekki fyrir því að lesa yfirlýsingu Ásthildar áður enn þú skeiðaðir inn á ritvöllinn með lítt ígrundaðan orðavaðal?
Daníel Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 13:20
Biðst velvirðingar á innsláttarvillum í fyrri texta.
Daníel; Samkvæmt föður barnsins: ,,Þar kemur fram að maðurinn, Eiríkur Ásmundsson, hafi staðfest við fréttastofu að þau hafi átt í ástarsambandi. Það hafi hafist fljótlega eftir að hann leitaði í trúarsöfnuðinn Trú og líf, þar sem hún leiddi unglingastarf.
Barnið hafi komið undir fljótlega eftir kynni þeirra en það kom í heiminn þegar hann var orðinn sextán ára gamall, samkvæmt frétt RÚV. Ásthildur Lóa gaf RÚV ekki kost á viðtali."
Helga Dögg Sverrisdóttir, 22.3.2025 kl. 14:16
Sumir telja að rótin að þessu öllu sé of lítill stuðningur Ingu við Palestínu?
Grímur Kjartansson, 22.3.2025 kl. 14:26
Þú Helga og líkast til aðrir sem halda því fram að drengurinn, Eiríkur barnsfaðirinn, hafi verið 15 ára þegar samræði hófst hafa sem sagt aðeins staðhæfingar Eiríks úr viðtali í Rúv sem heldur því fram að barnið hafi fljótlega komið undir eftir kynni þeirra. Þetta er ekki trúverðugt því barnið fæddist í júní 1990 (sem auðvelt ætti að vera að staðfesta). Sem þýðir að þá eru liðnir um 9 mánuðir, eftir eðlilega meðgöngu, frá því að barnið kemur undir í september árið áður eins og móðirin Ásthildur Lóa heldur fram.
Augljóslega er því trúverðugra að Ásthildur Lóa fari með rétt mál, en ekki barnsfaðirinn Eiríkur, um tímasetningarnar og aldur Eiríks 16 ára er samræðið hófst.
Í yfirlýsingu Ásthildar Lóu kemur m.a. eftirfarandi staðhæfing fram:
Sennilega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eftir það varði samband okkar í nokkrar vikur. Sonur okkar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barnsfaðir minn tæplega 17 ára.
Daníel Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 15:05
Ég ætla bakka með fyrri athugasemd hjá mér og taka undir
með Daníel Sigurðssyni.
Fréttaflutningur af þessu máli er með ólíkindum.
16 ára var sjálfræðisaldur á þessum tíma og menn
töldust fullorðnir þá.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2025 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning