Rannsóknarblaðamaður óttast rannsókn

Aðalsteinn Kjartansson er einn blaðamanna sem hafði stöðu sakbornings í byrlunar- og símamálinu. Þegar samskipti komust á milli byrlara og blaðamanna, í apríl 2021, var Aðalsteinn í góðu starfi á RÚV. Ásamt Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan sat Aðalsteinn í ritstjórn Kveiks. Þau kölluðu sig rannsóknablaðamenn.

Í blaða- og fréttamennsku verður starfsöryggið ekki meira en á RÚV. Ríkið fjármagnar reksturinn með 6,5 milljörðum króna á ári. Engin hætta á gjaldþroti og skyndilegum atvinnumissi.

Þau undur og stórmerki gerast 30. apríl 2021, þrem dögum fyrir byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, að Aðalsteinn segir upp störfum á RÚV. Kveikur er í tilvistarvanda þegar Aðalsteinn hættir. Helgi Seljan hafði stuttu áður fengið á sig úrskurð siðanefndar RÚV að hafa alvarlega brotið siðareglur ríkisfjölmiðilsins. Uppsögn Aðalsteins var vantraust á Kveik, sem mátti þó alls ekki við slíkri yfirlýsingu. En annað bjó að baki. Það var komið skipulag, verkskipting, á fréttamáli sem skyldi rétta af orðspor Kveiks.

Aðalsteinn tilkynnir uppsögnina á Facebook þennan morgun, 30 apríl 2021. Starfsfélagar á öðrum fjölmiðlum ráku upp stór augu. Menn hætta ekki á RÚV nema annað tveggja af illri nauðsyn eða feitur biti sé í boði, til dæmis vel borgað almannatenglastarf. Í viðtali við Vísi þennan sama morgun segir Aðalsteinn:

Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.

En bíðum við. Aðalsteinn var ekki starfsmaður RÚV ,,út daginn" þennan föstudag fyrir fjórum árum. Strax eftir hádegi kemur fréttatilkynning á Stundinni að Aðalsteinn sé orðinn blaðamaður þar á bæ. Systir Aðalsteins, Ingibjörg Dögg, ritstýrir Stundinni. Hæg eru heimatökin.

Hvers vegna skiptir Aðalsteinn um starf í hádeginu 30. apríl 2021, fer af RÚV yfir á hallærisútgáfu sem lifir á loftinu og ríkisstyrkjum og heitir ýmist Stundin, Heimildin eða Mannlíf?

Jú, Aðalsteinn, ætlaði sér aðeins að skreppa yfir á Stundina, vinna ákveðið verk og fá verðlaun. Búið var að ákveða að fréttaefni sem myndi skila sér á RÚV, úr stolnum skipstjórasíma, yrði ekki birt á Kveik heldur útvistað til tveggja annarra fjölmiðla, Stundarinnar og Kjarnans. Óráðlegt þótti að vettvangur glæpsins væri birtingarstaður afurðarinnar. Fjarlægð skyldi vera á milli ólögmætrar öflun gagna annars vegar og hins vegar fréttanna. Skipulagið var nákvæmt. Sama fréttin, um meinta skæruliðadeild Samherja, birtist samtímis í Stundinni og Kjarnanum. Engir aðrir fjölmiðlar höfðu þessa frétt. Verkaskiptingin var skýr. RÚV var aðgerðamiðstöðin en Stundin og Kjarninn leppuðu.

Að kvöldi föstudagsins 30. apríl 2021, þegar Aðalsteinn tilkynnti brotthvarf af RÚV, setti Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV eftirfarandi færslu á Facebook-vegg Aðalsteins:

Kærar þakkir fyrir eðal samstarf og þá frábæru vinnu sem þú vannst með okkur í Kveik. Þín verður sárt saknað en ég ætla að leyfa mér að vona að RÚV ,,pásan" verði stutt. ðŸ˜Š Gangi þér allt í haginn í nýjum verkefnum, veit að þú átt eftir að halda áfram að blómsta sem fréttamaður og samfélagsrýnir. ðŸ‘

 

Aðalsteinn fór í sérverkefni af RÚV yfir á Stundina vorið 2021. Meiningin var að hann kæmi til baka eftir hetjudáðina á Stundinni í skjóli systur sinnar. Og, auðvitað, verðlaunaður. Á þessum tíma var Aðalsteinn varaformaður Blaðamannafélagsins og verðlaunaði sjálfan sig fyrir að taka á móti frétt af RÚV og birta undir eigin nafni á Stundinni. Rakel fréttastjóri kallar Aðalstein ,,samfélagsrýni". Stór titill á manni sem mígur annarra manna hlandi og verðlaunar sjálfan sig fyrir afrekið.

Því er þessi saga rifjuð upp að Aðalsteinn skrifar í gær leiðara Heimildarinnar og kvartar undan að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis taki byrlunar- og símamálið á dagskrá. Á Aðalsteini er að skilja að byrlun, stuldur og afritun á einkasíma sé fullkomlega eðlileg blaðamennska. Einnig hitt að RÚV sé aðgerðamiðstöð er afli gagna með ólögmætum hætti en láti aðra fjölmiðla um að leppa ósómann. Vorið 2021 lá óbreyttur borgari milli heims og helju í hálfan fjórða sólarhring til að blaðamenn mættu hnýsast í einkasíma hans og afla sér frægðar og frama. 

Rannsóknablaðamenn Íslands hafa hingað til fagnað rannsóknum um stórt og smátt til að upplýsa þetta og hitt. En nú ber svo við að rannsókn og upplýsing málsatvika er talin hættuleg lýðræðinu. Byrlun, stuld og afritun á einkasíma má alls ekki rannsaka. Sannleikurinn í byrlunar- og símamálinu er ekki hættulegur lýðræðinu, - heldur rannsóknarblaðamönnum Íslands.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband