Leynilegt handrit að friði

Bandaríkin afhenda Úkraínumönnum á ný vopn og veita þeim njósnir um skotmörk í Rússlandi gegn því að Úkraína fallist á vopnahlé. Pútín Rússlandsforseti mun samþykkja vopnahlé. Í kjölfarið friðarsamningar og allir sáttir.

Heimspressan segir þessar fréttir. Þær hljóta að vera sannar. Vopnahlésfréttirnar eru Nígeríubréf, loforð um framvindu sem verður önnur en sýnist. Góðu fréttirnar eru að mögulega hillir undir lok stríðs sem aldrei átti að heyja.

Á bakvið vopnahlésfréttir gærdagsins er leynilegt handrit, sem aðeins fáeinir þekkja til og eru með starfsstöð í Washington eða Moskvu. Tilfallandi er Seltirningur og býr ekki að trúnaðarupplýsingum en leyfir sér að giska.

Pútín mun fagna vopnahléi og segja Rússa tilbúna til viðræðna um útfærsluna. Á meðan heldur stríðið áfram. Um helgina unnu Rússar stórsigur í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn tóku svæðið með skyndisókn í ágúst síðastliðnum. Það voru einu landvinningar Selenskí og félaga í Rússlandi. Á öðrum vígstöðvum, allar í Úkraínu, er flest Rússum hagfellt og Úkraínumönnum að sama skapi mótdrægt.

Útfærsla á vopnahléi felur í sér að hvor um sig stríðsaðilinn samþykkir að færa her sinn að skilgreindri friðarlínu á landakorti. Ein lína yrði dregin fyrir Rússa og önnur fyrir Úkraínumenn. Á milli yrði her- og vopnlaust svæði sem, ef samningar takast, yrði mannað friðargæsluliði. Pútín hefur ekki áhuga á að rússneskt land lendi í höndum Úkraínumanna; þess vegna Kúrsk-aðgerðin um helgina.

Þegar Úkraínumenn sjá friðarlínuna á korti rennur upp fyrir þeim að um fimmtungur Úkraínu verður rússneskur. Harðlínumenn í Úkraínu munu ásaka Selenskí forseta um uppgjöf. Stjórnmálaástandið í Kænugarði er ótryggt.

Vopnahlésviðræður taka tíma en eru nauðsynlegur undirbúningur að vopnahléi og væntum friðarsamningum. Á meðan vopnahlésviðræður standa yfir eru næg tilefni beggja stríðsaðila að saka andstæðinginn um brögð í tafli.

Trump forseti hefur náð þeim tökum á Selenskí starfsbróður sínum að sennilega, en ekki örugglega, munu Úkrarínumenn gera það sem þeim er sagt á meðan Selenskí er í embætti. Pútín er ekki háður Trump og gæti látið sér í léttu rúmi liggja glósur og leiðindi frá Washington. Hingað til hafa bandaríski vopn ekki gert gæfumuninn á vígvellinum.  Orðspor beggja er í hættu ef mál klúðrast illilega.  Af þeirri ástæðu einni má gera ráð fyrir að handritið sé sæmilega unnið í Washington og Moskvu.

Næstu dagar og vikur leiða í ljós megindrætti leynilega handritsins að friði í Úkraínu. 

 

 

 


mbl.is Jákvæð skref í dag: Boltinn nú hjá Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband