X vegabréf

Vegabréf upplýsir ríkisfang handhafa og helstu líkamlegu einkenni s.s. aldur, kyn og hæð. Tilgangurinn er að ekki fari á milli mála að vegabréfið vísi á réttan handhafa. X er tákn um óþekkta stærð - iðulega notað í reikningi.

Vegabréf sem upplýsti að handhafinn sé á X aldri, af x kyni með óþekkta líkamshæð væri ekki pappírsins virði.

Vegabréf upplýsir ekki hvort handhafinn sé grænkeri, frjálshyggjumaður eða frímerkjasafnari. Enginn með þessi áhugamál telur tilvist sinni ógnað þótt einkennanna sé ekki getið í vegabréfi.

Sumir telja sig ekki geta ferðast til útlanda nema vegabréfið staðfesti huglægt ástand. Það er vandamál þeirra, ekki samfélagsins.


mbl.is Ferðin til Bandaríkjanna „ekki áhættunnar virði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband