Þriðjudagur, 11. mars 2025
X vegabréf
Vegabréf upplýsir ríkisfang handhafa og helstu líkamlegu einkenni s.s. aldur, kyn og hæð. Tilgangurinn er að ekki fari á milli mála að vegabréfið vísi á réttan handhafa. X er tákn um óþekkta stærð - iðulega notað í reikningi.
Vegabréf sem upplýsti að handhafinn sé á X aldri, af x kyni með óþekkta líkamshæð væri ekki pappírsins virði.
Vegabréf upplýsir ekki hvort handhafinn sé grænkeri, frjálshyggjumaður eða frímerkjasafnari. Enginn með þessi áhugamál telur tilvist sinni ógnað þótt einkennanna sé ekki getið í vegabréfi.
Sumir telja sig ekki geta ferðast til útlanda nema vegabréfið staðfesti huglægt ástand. Það er vandamál þeirra, ekki samfélagsins.
![]() |
Ferðin til Bandaríkjanna ekki áhættunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af náttúrunnar hálfu er enginn munur á kynjunum. Börnin fæðast kynlaus en er úthlutað kyni þegar þau sjá ljós heimsins. Í uppvextinum sér samfélagsmótun síðan um að skapa þau karl og konu. Nema þau hafi fæðst í líkama af röngu kyni.
Baldur Gunnarsson, 12.3.2025 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.