Laugardagur, 8. mars 2025
Logi beitir ríkisvaldinu gegn Morgunblaðinu
Umfjöllun Morgunblaðsins um styrkjamál Flokks fólksins leiddi til þess að Logi Einarsson ráðherra fjölmiðla breytti reglum um styrki til fjölmiðla. Breytingin fól í sér að hámarsfjárhæð til einkarekinna fjölmiðla var lækkuð. Tveir fjölmiðlar verða fyrir barðinu á ákvörðun Loga, Morgunblaðið og Sýn (Vísir, Stöð 2 og Bylgjan).
Í viðtengdri frétt Morgunblaðsins kemur fram að samkvæmt minnisblöðum úr menningarmálaráðuneytinu, sem blaðið fékk aðgang að, var tekin ný ákvörðun á milli ríkisstjórnarfunda um að lækka fjölmiðlastyrkinn til Morgunblaðsins og Sýnar.
Verkaskiptingin á milli ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir. Flokkur fólksins stundar sjálftöku úr ríkissjóði en Samfylking sér um að setja þá fjölmiðla út af sakramentinu sem fjalla um gripdeildina.
Grímulaus valdbeiting ríkisvaldsins gegn sjálfstæðum fjölmiðli sýnir svo ekki verður um villst hugarfarið á ríkisstjórnarheimilinu til frjálsrar umræðu.
Ríkisstjórnin er á hættulegri braut. Fordæmið sem hún setur með hrárri valdbeitingu boðar illt. Ekki síst fyrir ríkisstjórnina sjálfa og þá hagsmuni sem hún þykist að nafninu til bera fyrir brjósti og kallast almannahagur.
![]() |
Minnisblöðum ber illa saman við orð ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Logi Einarsson fer sínar eigin leiðir eins og í máli Snorra í Betel. Logi fór þar fremstur í flokki.
Hann mun passa upp á Ruv, enda gengur sú stofnun þeirra erindi í hvívetna. Eiginlega orðið sorglegt að horfa upp á það.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 8.3.2025 kl. 09:41
"Grímulaus valdbeiting " samt gagnrýnir þessi ríkisstjórn daglega Trump fyrir að nota sín völd til að taka til í ameríska bruðlinu á almannaé
Grímur Kjartansson, 9.3.2025 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.