RÚV er samfélagsmein

Fjölmiðlar á Íslandi hanga á horriminni, allir nema RÚV. Árlega eru sex milljarðar af almannafé settir í hítina á Efstaleiti. Í ofanálag ryksugar RÚV auglýsingamarkaðinn. Hlutdeild ríkisfjölmiðilsins á fjölmiðlamarkaði er þrefalt meiri á Íslandi en tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Á meðan sjálfstæðir fjölmiðlar lepja dauðann úr skel vex markaðsdrottnun RÚV. Á öðrum Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði. Hér á Íslandi er RÚV ráðandi.

Yfirburðastaða í fjölmiðlun ræktar með RÚV hroka og yfirgang. Stjórnendur RÚV telja sig ekki þurfa fylgja landslögum og almennu siðferði. Morgunblaðið hefur í nokkrum fréttum og fréttaskýringum fjallað um byrlunar- og símamálið. 

Vorið 2021 tóku fréttamenn RÚV við stolnum síma, sem fenginn var með byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar. Þáverandi eiginkona skipstjórans byrlaði og stal. Útvarpsstjóri og fréttastjóri RÚV viðurkenndu í febrúar 2022 að símanum var veitt viðtöku á RÚV. En RÚV birti enga frétt með vísun í gögn úr síma skipstjórans. Frétti var skrifuð á RÚV og myndefni tekið, skjáskot af síma skipstjórans. Fréttin var með leynd flutt í tveim útgáfum til birtingar í Stundinni og Kjarnanum.

Yfirlýsing lögreglu tekur af öll tvímæli að miðstöð aðgerða RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans var í Efstaleiti:

Sakborningurinn [eiginkonan] hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann. Í júlí síðastliðnum [2024] upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík.

Í samantekt Morgunblaðsins yfir atburðarásina frá vorinu 2021 til dagsins í dag vakna fjölmargar áleitnar spurningar um aðkomu fréttamanna RÚV að byrlunar- og símamálinu. Hvað gerir útvarpsstjóri? Jú, hann neitar að svara spurningum. Með hroka skal drepa umfjöllun um fréttamál sem liggur eins og mara á íslenskum fjölmiðlum. 


mbl.is Fækkað um 1.400 á einkareknum miðlum en 50 hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Fólk á það til að umpólast í þessarrri umræðu,

Annaðhvoyt verði allt óbreytt eða öllu lokað.

Rúv mætti byrja á því að loka íþróttadeildini; sem að myndi ekki flokkast sem almannaþága og aðrir fjölmiðlar geta sinnt.

Það er margt sem að mætti skera niður eins og gamlar spaugstofur

sem að eru ekki að leiða þjóðina hinn rétta veg inn í frantíðina.

Dominus Sanctus., 6.3.2025 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband