Kristrún sammála Pútín, en vill frekar stríđ en friđ

Kristrún forsćtis er sammála Pútín Rússlandsforseta um ađ vopnahlé í Úkraínustríđinu ,,á hvađa forsendum sem er gengur ekki upp." Ađ öđru leyti er íslenski forsćtisráđherrann ólíkt herskárri í orđum en ţjóđhöfđingi Bjarmalands. Orđfćriđ sćkir Kristrún til Brussel.

Tilvitnunin i Kristrúnu um vopnahlé er eftirfarandi:

Kveđst Kristrún hafa full­an skiln­ing á vilja fólks til ađ stoppa stríđ og blóđsút­hell­ing­ar. „Ég held ađ ţađ sé mjög mann­leg krafa, sér­stak­lega fyr­ir okk­ur Íslend­inga sem erum mjög fjar­lćg­ir ţess­um viđburđi. Viđ erum ekki međ her, viđ eig­um ekki mikla sögu af svona sam­skipt­um. En ţađ skipt­ir samt miklu máli ađ hafa í huga ađ vopna­hlé, á hvađa for­send­um sem er, geng­ur ekki upp,“ seg­ir Kristrún ákveđin.

Pútín Rússlandsforseti segir sama hlutinn, vopnahlé eitt og sér skilar engu. Átök blossa upp án fyrirvara ef ástćđur stríđsins eru ekki rćddar og komist ađ niđurstöđu um hvernig varanlegur friđur líti út.

Rússar setja fram ţríţćtt skilyrđi fyrir friđi. A. Úkraína verđi ekki Nató-ríki. B. Landvinningar Rússa í austurhluta Úkraínu, sem er rússneskumćlandi, verđi viđurkenndir. C. Heildstćtt samkomulag um öryggis- og varnarmál í Evrópu verđi hluti af friđarsamningi.

Trump Bandaríkjaforseti hefur í meginatriđum samţykkt nálgun Rússa sem geti orđiđ undirstađa friđarsamkomulags. Annađ gildir um Evrópusambandiđ, sem óttast hrun eftir rússneskan friđ í Úkraínu.

Kristrún forsćtis hefđi vitanlega átt ađ fagna friđarútspili Trump forseta. Illu heilli er íslenski forsćtisráđherrann múlbundinn á klafa Evrópusambandsins. Líkt og ESB-vinirnir vill Kristrún meira blóđ og eyđileggingu en segist í hinu orđin friđelskandi. Pólitískur kleyfhugi í stól forsćtisráđherra eftir tvo mánuđi í starfi er líklega Íslandsmet.

Evrópusambandiđ ćtlađi sér landvinninga í austurvegi. Bandaríkin áttu ađ skaffa flest vopnin og mest fjármagniđ og Úkraínumenn karla til ađ deyja á vígvellinum. Evrópskur vinstrifemínismi í framkvćmd. Trump hefur minni áhuga á manndrápum en forveri hans Biden og afturkallar bandarískan stuđning viđ stríđsađgerđir. Trump vil friđ og evrópska-elítan gengur af göflunum, kisulórurnar á Arnarhvoli hvćsa međ.

Í ţágu Kristrúnar og Ţorgarđar Katrínar, óvíst hvort Inga sé memm, eru settar á flot ESB-ćttađar hugmyndir um íslenskan her. Frá samfylkingarskólanum á Bifröst kemur krafa um ,,sterkan íslenskan her" og leyniţjónustu ađ auki. Fjöldahandtökur og misţyrming á málfrelsi er ekki í tillögum sem Bjarni Már Magnússon lagaprófessor er skráđur fyrir - en stappar nćrri.

Hugvíkkandi efnin sem samfylkingar- og viđreisnarliđiđ tekur í Brussel-skömmtum valda ofsóknarćđi. Auđvelt er sjá hvers vegna. Evrópusambandiđ er einangrađ. Hvorki Trump né Pútín ćtla sér ađ semja viđ ESB. Brussel mun sitja uppi međ afleiđingarnar af markađri stefnu Trump ađ Rússland sé stórveldi en ESB hérađsríki.

Alţjóđlega umpólunin ţessa dagana er ađ Rússland er viđurkennt stórveldi af Bandaríkjunum. Fyrir ađeins tíu árum sagđi áhrifamikill bandarískur stjórnmálamađur, John McCain, ađ Rússland vćri stór bensínstöđ í líki ţjóđríkis. Á fréttamannafundi Trump og Starmer forsćtisráđherra Bretlands í gćr spurđi Trump hvort Bretar réđu einir viđ Rússa og uppskar hlátur. Bretland er hernađarlegur dvergur; ESB-ríkin eru handfylli dverga.

Í Úkraínu berjast tveir herir, um og yfir milljón hermenn hvor. Talađ er um ađ evrópskir friđargćsluliđar komi á vettvang til ađ ganga á milli. Frakkar geta sent 25 ţúsund hermenn og Bretar kannski annađ eins. Ţjóđverjar enga, síđasta herleiđangri ţeirra í austurvegi lauk međ falli Berlínar. Dvergaher Frakka og Breta breytir engu á ţúsund kílómetra víglínu sem telur tvćr milljónir hermanna. Kristrún og Ţorgerđur Katrín virđast halda ađ tylft skátahermanna frá Bifröst ríđi baggamuninn.

Séđ frá Íslandi ćttu menn ađ horfa rólega og yfirvegađ á ţróun mála á meginlandi Evrópu, sem er fjarlćgur hreppur. Um ESB-sinna gildir annađ, ţeir eru í móđursýkiskasti, vita ađ ađeins heimskasta tíund íslensku ţjóđarinnar styđur vegferđ Samfylkingar og Viđreisnar til dvergahćlisins í Brussel, sem á allt sitt undir ađ Rússar láti sér nćgja Úkraínu.

 


mbl.is „Vopnahlé á hvađa forsendum sem er gengur ekki upp“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Veit ekki hvort Bjarni Már sé Samfylkingarmađur og vilji íslenska hermenn í Evrópuher, a.m.k. hefur hann ekki sagt ţađ opinberlega. Annar vinstri mađur Ólína er a.m.k. ekki sammála honum og ćtla má ađ skiptar skođanir séu á stofnun íslensks hers í öllum flokkum. Hugmyndir hans eru róttćkar, t.d. međ stofnun leyniţjónustu en hann gleymir ađ lögreglan er međ greiningadeild (leyniţjónustu) starfandi. Íslensk hergagnaframleiđsla er enn fráleitari hugmynd en íslenski hugbúnađar iđnađurinn gćti ţó lagt fram hugvit sitt á einhverju sviđi. Togaraklippurnar var síđasta uppfinning Íslendinga í vopnagerđ!

Birgir Loftsson, 28.2.2025 kl. 10:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fánadagur hjá Birni Bjarnasyni. Gott ef hann er ekki ađ skrifa umsókn í Samfylkinguna.

Ragnhildur Kolka, 28.2.2025 kl. 11:35

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband