Miðvikudagur, 26. febrúar 2025
Selenskí vildi selja Úkraínu í ágúst í fyrra
Hugmyndin um að selja Bandaríkjunum aðgang að náttúruauðlindum Úkraínu, einkum fágætum málmum, kom fram í ágúst í fyrra, þrem mánuðum áður en Trump var kjörinn forseti. Selenskí Úkraínuforseti falbauð náttúruauðlindir landsins í samtali við tvo bandaríska öldungardeildarþingmenn sem heimsóttu Kænugarð.
Þingmennirnir Richard Blumenthal og Lindsey Graham gáfu út yfirlýsingu 12. ágúst í fyrra eftir heimboð hjá Selenskí í Úkraínu. Í yfirlýsingunni segir m.a.
Selenskí forseti var áhugasamur og viljugur að gera samkomulag við Bandaríkin um fágæta málma í úkraínskri jörð að verðmæti trilljóna dollara
Alþjóðlegar fréttastofur sögðu frá tilboði Selenskí um framsal á náttúruauðlindum landsins til að tryggja áframhaldandi stuðning frá Bandaríkjunum.
Trump, sem tók við embætti 5 mánuðum eftir tilboð Selenskí, leggur áherslu á að Úkraínuforseti efni vilyrðið sem hann gaf bandarískum öldungardeildarþingmönnum í ágúst á liðnu ári. Tilgangur Trump með auðlindakröfum liggur ekki í augum upp.
Drjúgur hluti af meintum fágætum málmum eru í austurhluta Úkraínu. Rússar sitja austurhéruð Úkraínu.
Mögulegt er að Trump hyggist tryggja bandarískt eignarhald á náttúruauðlindum Úkraínu fari svo að ekkert verði af friðarumleitunum við Rússland og stríðsátök blossi upp af endurnýjuðum krafti og auknum bandarískum stuðningi. Sé það tilfellið gjaldfellir Trump eigin friðarboðskap um að tilgangslausum blóðsúthellingum verði að linna. Boðskapurinn yrði drepum til að græða. Menn fá ekki friðarverðlaun Nóbels fyrir það hugarfar.
Önnur skýring gæti verið að mögulegt samkomulag sé gildra fyrir Selenskí. Framselji Úkraínuforseti náttúruauðlindir landsins til annarra ríkja grefur það undan trúverðugleika forsetans - sem raunar þegar hefur boðið afsögn sína.
Þjarkið um ágóða af náttúruauðlindum sýnir Úkraínustríðið í hrárra og harðneskjulegra ljósi en reynt var að selja það á vesturlöndum; sem baráttu fyrir fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti.
Alþjóðpólitík færist nær lögmálum frumskógarins.
![]() |
Endurgreiðsla úr úkraínskri jörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump getur allt eins samið við Putin um þessa sjaldgæfu málma, því þá þyrfti hann ekki að leggja í kostnað til að grafa þá upp.
En varðandi sölu á landi, þá er Zelenski nú þegar búin að selja obban af ræktarlandið til BlackRock. Þar stendur tilvonandi kanslari Þýskalands vel að vígi sem fyrrverandi stjórnarmaður í fyrirtækinu. Kornið kemur altent í hlut Þýskalands.
Hægri sveiflan í Þýskalandi hefur ekki breytt neinu í stefnu landsins. Með samningi við SPD mun globalisminn ríkja þar áfram. Eða hvað segir þú Páll?
Ragnhildur Kolka, 26.2.2025 kl. 09:06
Á meðan AfD er utan stjórnar í Þýskalandi verða tæplega breytingar á stjórnarstefnunni nema að því marki sem hún er gerð til að viðurkenna að fimmtungur landsmanna styður AfD.
Páll Vilhjálmsson, 26.2.2025 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning