Trump og trúarvakning vinstrimanna

Trúlausir vinstrimenn fylkja sér um vígða menn sem gagnrýna Trump. Um daginn var átrúnaðargoðið biskup í Washington og núna norskur prestur, sbr. viðtengda frétt. Trúarvakning vinstrimanna er krampakennt viðbragð við heimspólitískri umpólun. Heilbrigð dómgreind felldi af stalli vók-heimsku. 

Lítið dæmi íslenskt. Hér á Íslandi eru foreldrar spurðir af Skólapúlsinum hvort barnið þeirra sé ,,stelpa, strákur eða annað." Barn getur ekki verið annað en strákur eða stelpa. Það getur ekki verið hani, köttur, krummi, hundur eða svín. Afmennskun mannsins ber ekki kristilegu hugarfari vitni.

Trump bakaði sér reiði vinstrimanna með forsetatilskipun um að kynin séu aðeins tvö.

Í tilefni af forsetatilskipun Trump senda heildarsamtök launþega á Íslandi, Kennarasamband Íslands meðtalið, frá sér yfirlýsingu, að áeggjan Samtakanna 78. Fyrsta málsgreinin:

Heildarsamtök launafólks taka undir kröfu Samtakanna 78 um að íslensk stjórnvöld fordæmi tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn.

Djúpheimskan í yfirlýsingunni afhjúpast með einni spurningu. Ef kynin eru fleiri en tvö, hvað eru þau þá mörg? Hvorki Kennarasambandið né forysta annarra launþegasamtaka og heldur ekki Samtökin 78 geta svarað barnslega einfaldri spurningu. Hvað eru kynin mörg? En samt eru mannréttindi í húfi þegar forseti Bandaríkjanna staðfestir óyggjandi sannindi. Ranghugmyndir, ekki frekar en hugmyndir almennt, eiga mannréttindi. Maðurinn á mannréttindi og hann er aðeins til í tveim kynjum.

Stórt dæmi útlenskt. Evrópuelítan hittist í Frakklandi í vikunni á neyðarfundi. Tilefnið? Jú, Trump boðar frið í Úkraínu en Evrópuelítan heimtar meira stríð. Örútgáfa elítunnar á Íslandi, Þorgerður Katrín utanríkis, tekur undir. Enn er ekki nóg drepið í Garðaríki. Síðan hvenær er kristilegt að hámarka mannfall og eyðileggingu?

Sannkristinn prestur, Dietrich Bonhoeffer, andæfði helstjórn nasista í Þýskalandi fyrir miðja síðustu öld og galt með lífi sínu. Bonhoeffer sagði heimsku verri en illsku. Heilbrigður einstaklingur þekkir illskuna fyrir það sem hún er. Heimskan er lævísari. Hún sýnist þrungin viti fái hún nægilega marga ábekinga. Fólk hefur samúð með smælingjum á klafa ranghugmynda. Aumingjagæsku er umbreytt í fylgisspekt við vitfirringuna. Samlandi Bonhoeffer og samtíðarmaður, Göbbels, kenndi að endurtekin fáviska verður sannleikur, séu nógu margir um endurtekninguna. Eðjótin fengu byr í seglin á lýðnetinu. Ranghugmyndir urðu viðtekin sannindi í stafrænni síbylju. 

Trump er andskoti vinstrimanna af þeirri einföldu ástæðu að afhjúpaði heimssýn fólksins sem kallar sig gott en gerir illt. Andlegir leiðtogar góða fólksins eru imbar með háskólapróf.

Raunsæir hægrimenn sjá ekki í Trump spámann eða endurborinn messías. Maðurinn er 78 ára og dauðlegur eins og við hin. Afrek Trump er að hann í Bandaríkjunum smíðaði meirihluta undir þeim formerkjum að nóg væri komið af hálffasískri hugmyndafræði sem kallast vók. Bandaríkin eru upphaf vóksins - en líka endalok.


mbl.is Of margir drukkið „Trump-eitrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eitt sinn var evrópa vagga menningar og framfara en "leiðtogar" í evrópu í dag vita ekki sitt rjúkandi ráð og æða því til París á hvern neyðarfundinn á fætur öðrum til að fá leiðsögn hjá nýja sólguðinum líkt og lýst er í BT.dk

Engang gik solen aldrig ned over det britiske imperium,  Europa var lig med militær overlegenhed og arnested for alle væsentlige teknologiske og filosofiske fremskridt. 

Grímur Kjartansson, 20.2.2025 kl. 10:25

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

“Veit ég það Sveinki,” svaraði Jón biskup Arason sr. Sveini, presti, rétt áður en biskupinn var leiddur á höggstokkinn, en presturinn vildi fræða biskup um að líf væri að þessu loknu. “Góða fólkið” virðist samt ekki hafa hugmynd um þetta.

Hvert einasta barn, sem er farið að ganga og tala veit að aðrir krakkar eru stelpur og strákar, ekkert fleira. Þetta veit líka Donald Trump, en ekki “góða fólkið.” Sömuleiðis, eins og barnið í sögu H.C. Andersens gerir hann sér grein fyrir því hvort menn ganga um naktir eða eru í fötum. Það geri hins vegar “góða fólkið ekki.”

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.2.2025 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband