Föstudagur, 7. febrúar 2025
Þórður Snær: byrlun Páls skipstjóra er fagleg blaðamennska
Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað 3. maí 2021, síma hans var stolið og færður til afritunar á RÚV. Engin frétt með vísun í gögn skipstjórans birtist á RÚV. Samhljóða frétt birtist aftur samtímis í Stundinni og Kjarnanum tæpum þrem vikum eftir byrlun, þann 21. maí 2021. Blaðamenn vissu að lögbrot og siðleysi var undanfari fréttanna. Þess vegna mátti ekki fréttast hvernig staðið var að verki.
Fyrsta fréttin um að Páli skipstjóra hafði verið byrlað kom í Morgunblaðinu 25. maí 2021. Ljósmynd tekin af skipstjórnum í öndunarvél á Landsspítalanum fylgdi fréttinni. Daginn eftir fréttina um byrlun Páls og stuldi á símtæki hans var Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans mættur í Kastljós á RÚV og hélt því fram að starfsaðferðir RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans hafi verið ,,fagleg blaðamennska til varnar lýðræðinu."
Tilfallandi hóf að skrifa um byrlunar- og símamálið haustið 2021. Viðbrögð Þórðar Snæs voru að skrifa leiðara í Kjarnann með fyrirsögninni Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar. Í leiðaranum fullyrti ritstjórinn að enginn glæpur hafi verið framinn, aðeins stunduð ,,fagleg blaðamennska til varnar lýðræðinu."
Nýstárleg túlkun Þórðar Snæs á faglegri blaðamennsku annars vegar og hins vegar lýðræðinu er sérstakt áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna en Þórður Snær er framkvæmdastjóri þingflokksins, hvorki meira né minna. Meðhöfundur fréttar Þórðar Snæs í Kjarnanum þann 21. maí 2021 er Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður. Hann er einnig kominn til starfa fyrir Samfylkinguna.
Hvorki Þórður Snær né Arnar Þór hafa nokkru sinni gert almenningi grein fyrir aðkomu sinni að byrlunar- og símamálinu. Þeir reyndu með málssókn að þagga niður í bloggara, kröfðu hann um milljónir króna í miskabætur. Tilgangurinn var að gera tilfallandi dýrkeypt að fletta ofan af afbrotum og siðleysi blaðamanna. Tilfallandi var dæmdur í héraðsdómi en sýknaður í landsrétti.
Viðtal Stefáns Einars við Pál skipstjóra, sem birt verður í dag, markar þau þáttaskil að stór fjölmiðill gefur alvarlegan gaum stærsta hneyksli íslenskrar fjölmiðlasögu.
Lögreglurannsókn á byrlunar- og símamálinu leiddi í ljós aðild blaðamanna, en ekki hvernig aðild einstakra blaðamanna var háttað. Blaðamenn þögðu, voru ,,ósamvinnuþýðir", eins og segir í skýrslu ríkissaksóknara. Þeir láta andlega veika konu, þáverandi eiginkonu skipstjórans sitja eina uppi með sökina.
Ekki er hátt risið á mönnum er nótt sem nýtan dag starfa í þágu lýðræðisins - nú í formlegu umboði Samfylkingarinnar.
Hver byrlaði Páli skipstjóra ólyfjan? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrði hér áður fyrr oft talað um samspillinguna þegar fjallað var um Samfylkingunna og núna skil ég ástæðuna fyrir þessari samlíkingu.
Sigurður I B Guðmundsson, 7.2.2025 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning