Þórður Snær selur þingsætið

Þórður Snær Júlíusson fyrrum ritstjóri Kjarnans og Heimildarinnar fékk kjör sem þingmaður Samfylkingar við síðustu þingkosningar. Þrátt fyrir listakosningar er þingsætið þeirra sem það hljóta en ekki flokksins sem fær atkvæði kjósenda. Í þeim skilningi er þingsæti eign þingmanna, verður ekki af þeim tekið.

Í kosningabaráttunni var Þórður Snær afhjúpaður sem netníðingur. Hann skrifaði ljótt um menn, einkum konur, undir dulnefninu þýska stálið. Fyrsta kastið ætlaði ritstjórinn og þingmannsefnið að sitja af sér upprifjunina og gaslýsa sig frá níðingsskap þýska stálsins. Er kvenhatrið beit í fylgi Samfylkingar sá Þórður Sær sitt óvænna og tilkynnti að hann myndi ekki taka þingsæti færi svo að hann hlyti kjör.

Orðalagið í yfirlýsingu Þórðar Snæs var loðið. Tilfallandi skrifaði tveim vikum fyrir kjördag:

Þórður Snær hefur ekki gefið það út að hann ætli að segja af sér þingmennsku, nái hann kjöri, aðeins að hann taki ekki þingsæti. Verulegur munur er þar á. Þórður Snær fær sjálfkrafa kjörbréf sem þingmaður, hljóti hann kosningu.

Ritstjórinn vildi fá eitthvað í staðinn fyrir að segja sig frá þingmennsku. Í gær tilkynnti Þórður Snær sjálfur, en ekki þingflokkur Samfylkingar, að hann hefði landað ráðningu sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Í gær segir Þórður Snær í fyrsta sinn að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Á móti fær hann framkvæmdastjóralaun sem greidd eru af ríkissjóði.

Þingflokkar hafa heimild til að ráða starfsmenn. Í reglum alþingis segir um hlutverk starfsmanna þingflokka að þeir skuli

annast faglegan undirbúning þingmála, upplýsingaöflun og skýrslugerðir, samskipti við almenning, samtök og stofnanir, ásamt skipulagningu á fundum og öðrum viðburðum á vegum þingflokksins.

Yfirleitt kallast þeir ritarar, eða einfaldlega starfsmenn, sem vinna þessi verk, ekki framkvæmdastjórar. 

Í næstu viku gætu breyst forsendurnar fyrir ráðningunni. Þórður Snær veit það manna best sjálfur. Það er ástæðan fyrir því að hann tilkynnti um ráðningu sína en ekki þingflokksformaðurinn fyrir hönd þingflokksins, eins og eðlilegt hefði verið. 

Þórður Snær er sakborningur í byrlunar- og símamálinu. Líkt og tilfallandi sagði frá í gær eru mest fimm virkir dagar þangað til ríkissaksóknari tekur afstöðu til þess hvort lögreglan haldi áfram með málið og ákæri eða að málið skuli fellt niður.

Ákveði ríkissaksóknari að lögreglan haldi áfram málinu eru líkur á að framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar endi á ákærubekk. Með tilkynningunni í gær, um að hann væri orðinn framkvæmdastjóri, gefur Þórður Snær til kynna að hann veðji ekki á hagfellda niðurstöðu ríkissaksóknara og vilji láta þingflokk Samfylkingar standa frammi fyrir orðnum hlut, að ráða sem talsmann sakborning í alvarlegu refsimáli.

Ef Þórður Snær væri enn blaðamaður og ritstjóri og um væri að ræða framkvæmdastjóra hjá öðrum þingflokki en Samfylkingunni má bóka að hann hefði farið hamförum gegn siðleysinu.  


mbl.is Þórður ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Las langa grein eftir Sverri Stormsker. Þar ræðir hann m.a. Þórð og má vissulega bæta við þetta. Framhaldið verður fróðlegt.

,,Slaufaranum slaufað

Sjálfum finnst mér að Þórður The German Steel-dick hefði ekki átt að missa þingsæti sitt vegna þessara skrifa sinna því það er nú ennþá ritfrelsi og skoðanafrelsi í landinu ... allavega þangað til að „Mannréttindastofnunin“ hennar Kötu kemst á laggirnar.

 

Þar að auki er þetta lunkinn gæi þó hann sé kommúnisti og hefði eflaust náð að makka við þingkonur og ryðja sér til rúms með eftirminnilegum hætti. Hann hefði að öllum líkindum talað mikið um inngildingu og innlimun og þessháttar hluti og hugsanlega virt þingsköp og hann hefði eflaust viljað fylla í ehf-gatið ef það myndi ekki ríða þeim tekjuminni að fullu.

Þórður Snær hefur ekkert minni trúverðugleika en aðrir vinstrimenn þó hann hafi antípat á kellingum og sé yfirlýstur femínisti.

 

Það er nú ekki einsog hann hafi gerst sekur um innherjasvik og hafi fengið afskrifað tveggja milljarða kúlulán og komið því í skjól inná ehf-reikningi og fengið tugi milljóna í arðgreiðslur. Hann er enginn stórglæpamaður. Honum varð bara á að drulla pínulítið mikið yfir konur svolítið linnulaust í fjögur ár þegar hann var alveg við það að komast á fertugsaldurinn.

Og hvað er það annað en óviljandi bernskubrek?"

Helga Dögg Sverrisdóttir, 18.1.2025 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband