Ríkissaksóknari úrskurđar um byrlunar-og símamál

Byrlunar- og símamáliđ, ţar sem sex blađamenn eru međ stöđu sakborninga, er á borđi ríkissaksóknara. Lögreglan hćtti rannsókn í september međ sérstakri yfirlýsingu. Brotaţolinn í málinu, Páll skipstjóri Steingrímsson, kćrđi ákvörđun lögreglu til ríkissaksóknara. Embćttiđ birtir niđurstöđu sína í dag eđa nćstu daga.

Í yfirlýsingu lögreglunnar frá í september kemur fram ađ afbrot voru framin á Páli skipstjóra; byrlun, sem telst líkamsárás ef ekki banatilrćđi, síma hans var stoliđ og hann afritađur á RÚV sem ekki birti stafkrók upp úr gögnum skipstjórans. Tveir fjölmiđlar, RÚV óviđkomandi, Stundin og Kjarninn, sáu um ađ birta fréttir međ vísun í gögn úr síma skipstjórans. Stundin og Kjarninn birtu efnislega sömu fréttina, um skćruleiđadeild Samherja, snemma morguns 21. maí 2021. 

Ađgerđin öll, frá byrlun skipstjórans 3. maí til frétta Stundarinnar og Kjarnans 21. maí, ber ţess merki ađ miđlćg stjórnstöđ sá um skipulag og framkvćmd. Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypti í apríl Samsung-síma, samskonar og skipstjórans, sem beiđ tilbúinn á Efstaleiti er Páli skipstjóra var byrlađ. Ţóra fékk á símann númeriđ 680 2140, en númer Páls var 680 214X.

Ţáverandi eiginkona Páls skipstjóra, sem glímir viđ andleg veikindi, hefur játađ ađ byrla eiginmanninum, stela síma hans og fćra Ţóru á Efstaleiti. Eftir afritun á RÚV fékk konan símann á ný og skilađi honum á sjúkrabeđ Páls skipstjóra sem lá međvitundarlaus í öndunarvél handan götunnar, á Landsspítala. Úr afritunarsímanum, 680 2140, var reynt ađ komast yfir persónuleg gögn skipstjórans, s.s. ađgang ađ samfélagsmiđlum og bankareikningum. Ţá var síminn notađur til samskipta viđ veiku konuna. Í yfirheyrslum lögreglu neita blađamenn ađ tjá sig um málsatvik. Fjórir blađamenn fengu stöđu sakbornings í febrúar 2022, síđar bćttust tveir viđ.

Í gögnum lögreglu eru margvísleg samskipti milli blađamanna og veiku konunnar. En ekki nćrri öll. Lögreglurannsókn hófst sumariđ 2021 og fór hćgt af stađ. Fyrsta yfirheyrslan var ekki á dagskrá fyrr en í byrjun október. Blađamenn og byrlari höfđu nćgan tíma til ađ eyđa gögnum úr snjallsímum og tölvum. Ein ástćđa fyrir hćgagangi rannsóknarinnar er ađ lögregla neitađi í fyrstu ađ trúa ađ íslenskir blađamenn, međ RÚV í fararbroddi, stunduđu blađamennsku er fól í sér byrlun og gagnastuld.

Í dag eđa nćstu daga kemur í ljós hvađa mat embćtti ríkissaksóknara leggur á byrlunar- og símamáliđ. Erlendir fjölmiđlar sýna meiri áhuga á málinu en íslenskir. Hvers vegna skyldi ţađ vera?


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband