Verkalýðskapítalismi Sólveigar Önnu

Óspektir á almannafæri sýna að jafnaði veika málefnastöðu, sé á annað borð einhverjum málefnum til að dreifa. Efling undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur stundar verkalýðsbaráttu sem þjónar ekki yfirlýstum markmiðum að bæta kaup og kjör launþega.

Ef Efling hefði gott rykti þyrfti félagið ekki að ganga um götur og torg öskrandi með hnefann á lofti. Í skjóli einokunaraðstöðu á vinnumarkaði er rekinn kapítalismi með öfugum formerkjum. Verkalýðseigendur fleyta rjómann af striti og svita launþega. Réttur launþega til að standa utan verkalýðsfélaga er vanvirtur. Ný verkalýðsfélög, stofnuð til að semja um kaup og kjör en ekki ekki fitna á félagsgjöldum, eru lögð í einelti. Verkalýðskapítalistarnir verja stöðu sína og forréttindi.

Efling og Sólveig Anna eru birtingarmynd þróunar sem jafnt og þétt grefur undan tiltrú á launþegasamtökunum, einkum og sérstaklega á almenna markaðnum. Verkalýðsfélög, er þau náðu þroska á síðustu öld, tóku mið af launþegum í fullu starfi alla starfsævina. Dagsbrúnarmaður sem fór að vinna fyrir sér 16 ára var enn Dagsbrúnarmaður er hann komst á eftirlaun. Á þessari öld, einkum síðustu 15 ár eða svo, fjölgar þeim ört sem vinna hlutastörf oft tvö eða þrjú. Þeir koma til viðbótar við ungt fólk á framhalds- og háskólaaldri sem stunda hlutastörf meðfram námi, ekki síst í veitinga- og hótelgeiranum.

Verkalýðskapítalistarnir hafa mest upp úr ungu fólki og þeim sem stunda hlutastörf. Félagsgjöld eru innheimt af þeim en þessi hópur er léttastur á fóðrum verkalýðsfélaganna.

Um langan aldur hafa verkalýðsfélög haft fyrir sið við lok kjarasamninga að knýja fram greiðslur í ýmsa sjóði sem undirbyggir fjárstreymi í yfirbyggingu verkalýðsfélaga. 

Á Íslandi er félagafrelsi en verkalýðskapítalistarnir viðurkenna það ekki, eins og Sigurður G. Guðjónsson rekur í viðtengdri frétt.

Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT vekur athygli á að verkalýðskapítalistarnir standa frammi fyrir tekjufalli tapi þeir einokunarstöðu sinni.

Einu sinni var talað um félagsauð launþegahreyfingarinnar. Félagsauðurinn er orðinn að einkakapítali verkalýðsrekenda.


mbl.is Segir Eflingu í ófrægingarherferð gegn atvinnurekendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ungt fólk og þeir sem stunda hlutastörf eru ekkert endilega "léttust á fóðrum" verkalýðsfélaga. Í sumum starfsgreinum eru þau stór hluti vinnuaflsins og eiga samsvarandi hlutdeild í þjónustuþörf viðkomandi félags. Þetta er að auðvitað misjafnt milli félaga en þess vegna ætti að varast alhæfingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2025 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband