Laugardagur, 11. janúar 2025
Selenskí biđur um Nató-hermenn
Á Ramstein-fundi í Ţýskalandi í fyrradag hitti Selenskí forseti Úkraínu vestrćna bakhjarla sína. Ramstein-fundir eru reglulega haldnir um framgang stríđsins, eru orđnir 25 frá upphafi innrásar Rússa í febrúar fyrir ţrem árum. Selenskí óskađi eftir beinni ađild Nató-ríkja ađ átökunum.
Fundurinn í fyrradag er merkilegur fyrir ţćr sakir ađ hann er sá síđast fyrir embćttistöku Trump forseta eftir tíu daga. Samkvćmt heimasíđu Selenskí eru Bretar jákvćđir ađ senda hermenn til Úkraínu. Vitađ er ađ fjöldi Nató-hermanna starfa sem sérfrćđingar í hátćknivopnum á vígvellinum og all nokkrir hafa falliđ. Selenskí vill fá fótgönguliđa frá Nató-ríkjum til ađ berjast í skotgröfum Úkraínu. Viđ ţađ yrđi formlegt stríđ milli Nató og Rússlands.
Nánast óhugsandi er ađ Nató-ríkin sendi fótgönguliđa til ađ berjast í austri. Ósk forseta Úkraínu hermenn frá bakhjörlum sínum lýsir örvćntingu en ekki raunsći.
Úkraínuher stendur höllum fćti á allri víglínunni. Liđhlaup eru algeng og baráttuţrekiđ fer ţverrandi. Á Ramstein-fundinum var rćdd áćtlun um stuđning viđ Úkraínu nćstu tvö árin, til 2027. Ţýskur varnarmálasérfrćđingur segir slíka áćtlun tilgangslausa sjái Bandaríkin sig um hönd, krefjist friđar.
Fyrrum ofursti í Bandaríkjaher, Daniel L. Davis, heldur úti youtube-rás um Úkraínustríđiđ. Hann fékk til sín fyrrum sendiherra, Chas Freedman, til ađ rćđa stöđu mála. Ţeir segja ađ stjórnin í Kćnugarđi sé búin ađ vera. Engar líkur séu á hagfelldri niđurstöđu fyrir Selenskí og félaga - og vestrćna bakhjarla. Spurningin sé ađeins hve slćm útkoman verđur.
Davis og Freedman draga upp dökka mynd af ástandinu, kannski er ţar eitthvađ ofmćlt. Diplómatískt orđalag er ađ segja alla kosti Úkraínu slćma. Vafi leiki á um framtíđ úkraínska ţjóđríkisins.
Félagarnir, líkt og ţorri stjórnarmálaskýrenda, telja Trump forseta ráđa miklu, ef ekki öllu, um framvindu mála í austurvegi. Í kosningabaráttunni sagđist Trump ljúka stríđinu innan 24 stunda eftir embćttistöku. Nú er talađ um páska eđa jafnvel nćsta hálfa áriđ.
Haldi Trump og Pútín Rússlandsforseti fund, fljótlega eftir embćttistöku Bandaríkjaforseta, er orđspor beggja í húfi. Pútín kemst ekki upp međ, gagnvart rússnesku ţjóđinni, ađ gefa frá sér landvinninga sem hafa kostađ ómćldar blóđfórnir. Trump ţarf ađ skila friđi sem felur í sér ađ Úkraína verđi áfram sjálfstćtt ţjóđríki. Einn fundur slćr ekki botninn í Úkraínustríđiđ. Aftur er líklegt ađ fyrirsjáanleg eftirgjöf Trump á úkraínsku landi í ţágu friđar hafi áhrif á stöđuna á vígvellinum. Ekki Úkraínu í hag.
![]() |
Pútín tilbúinn í viđrćđur viđ Trump |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ţađ sorglega er ađ Bandaríkin hafa glatađ (lagt á hilluna) hćfileikanum til ađ ástunda diplomasíu. Chas Freeman gerir ţví góđ skil.
Ragnhildur Kolka, 11.1.2025 kl. 10:32
Ţú heldur ţví fram Páll ađ ef fótgönguliđar frá Nató-ríkjum myndu berjast í skotgröfum Úkraínu, myndi ţađ ţýđa formlegt stríđ milli Nató og Rússlands.
Af hverju er ţá ekki formlegt stríđ hafiđ á milli Úkraínu og Norđur Kóreu ţar eđ ţúsundir hermanna frá Norđur Kóreu berjast nú međ Rússum á vígvöllunum í stríđinu Viđ Ukraínu?
Ţrátt fyrir ađ Franco, einrćđisherra Spánar sendi hinar svonefndu Bláu herdeildir til ađ berjast viđ hliđ her Hitlers í Rússlandi, í síđari heimsstyrjöldinni, ţá ţýddi ţađ ekki formleft stríđ á milli Rússlands og Spánar. Af hverju ţá nú ef t.d. Spánn myndi senda hermenn til Úkraínu?
Daníel Sigurđsson, 11.1.2025 kl. 15:41
Daníel,
Ađ mér vitandi hafa hermenn Norđur-Kóreu ekki stigiđ á úkraínska jörđ, hafa bara veriđ á Kursk-sviđinu sem er rússneskt land. Ţar liggur munurinn. Fari hermenn Norđur-Kóreu međ vopn inn í Úkraínu er vissulega breytt ástand.
Málaliđar frá ýmsum ríkjum berjast í Úkraínu en ţađ er án blessunar yfirvalda ţeirra.
Geir Ágústsson, 11.1.2025 kl. 15:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.