Föstudagur, 10. janúar 2025
Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
Kristrún forsætis og formaður Samfylkingar úthýsti Degi B. Eggertssyni bæði fyrir og eftir kosningar. Það mátti gjarnan strika Dag út á atkvæðaseðlinum og hann kæmi ekki til greina sem ráðherraefni, sagði Kristrún fyrir kosningar. Að loknum kosningum vonaðist Dagur eftir þingflokksformennsku, en Kristrún sagði nei.
Þórður Snær Júlíusson var á lista Samfylkingar og fékk kjör. Í kosningabaráttunni var Þórður Snær afhjúpaður sem netníðingur. Fylgið tók að reytast af Samfylkingunni. Til að stöðva fylgishrunið gaf Þórður Snær út yfirlýsingu um að hann myndi ekki taka sæti á alþingi þótt hann næði kjöri. Fyrir utan að vera netníðingur er Þórður Snær sakborningur í byrlunar- og símamálinu. Sakamálið er á borði ríkissaksóknara sem næstu daga tekur afstöðu til þess hvort málið verði fellt niður eða rannsakað áfram.
Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að blaðamenn frömdu afbrot gegn Pál skipstjóra Steingrímssyni, en ekki tókst að sanna afgerandi hvaða blaðamenn frömdu tiltekin afbrot. Hvort heldur Þórður Snær sé sekur eða saklaus býr hann yfir upplýsingum um afbrotin sem voru framin. Líkt og aðrir sakborningar, þeir eru sex úr röðum blaðamanna, neitar Þórður Snær að upplýsa vitneskju sína um málið. Hann er aftur sífellt tilbúinn til að réttlæta aðför blaðamanna að heilsu, æru og einkalífi skipstjórans, síðast í viðtali við sænskan útvarpsmann sem birt var í byrjun árs.
Í netníðinu notaði Þórður Snær dulnefni. Í lögreglurannsókn á alvarlegu sakamáli heldur hann fram að ekkert afbrot hafi verið framið. Valkvæður veruleiki er sérgrein Þórðar Snæs.
Eftir kosningar er hljótt um Þórð Snæ í umræðunni. Sögusagnir eru um að hann fái launað starf hjá Samfylkingunni, e.t.v. sem framkvæmdastjóri flokksins. Þar með yrði hann að einhverju marki andlit og ásjóna flokksins. Maður með svæsið netníð á samvikunni og aðild að sakamáli getur trauðla átt meira upp á pallborðið hjá Kristrúnu formanni og forsætisráðherra en Dagur fyrirverandi borgarstjóri. Eða hvað?
Dagur gerði ráð fyrir að verða þingflokksformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning