Þorgerður Katrín gekk í gildru Selenskí, ekki ráðgjafi Trump

Fyrir þrem dögum hóf Úkraínuher endurnýjaða sókn í Kúrsk-héraði Rússlands. Selenskí forseti vildi sýna árangur á vígvellinum vegna fyrirhugaðrar heimsóknar sérstaks ráðgjafa Trump væntanlegs Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, Keith Kellogg, fyrrverandi hershöfðingi.

Selenskí fékk, eins og vanlega, fyrirsagnir alþjóðapressunnar. Nýja Kúrsk-aðgerðin, sú fyrri var í ágúst, skyldi gerbreyta vígstöðunni Úkraínu í vil. Veruleikinn er annar. Úkraínuher beið afhroð í Kúrsk, líkt og víðar á víglínunni.

Kellogg ráðgjafi Trump frestaði heimsókninni, sem átti að vera nú í byrjun janúar, fram yfir embættistöku eftir tvær vikur. Frestun gefur til kynna að ráðgjafinn ætli ekki að láta misnota sig í ímyndarstríði Selenskí þar sem Úkraínu gengur allt í haginn og skammt sé að bíða ósigurs Rússa.

Þorgerður Katrín arkaði aftur glaðbeitt í gildru Selenskí, sem þó var ekki fyrir hana spennt. Sitjandi utanríkisráðherra fetaði í fótspor forvera síns. Þórdís Kolbrún hafði sér til afsökunar að allir vestrænir stjórnmálamenn sem vettlingi gátu valdið heimsóttu Selenskí í Kænugarð fyrstu misseri stríðsins til að mynda sig að verja lýðræði og vestræn gildi. Nú eru bráðum þrjú ár síðan innrás Rússa hófst. Ítarleg greining hefur farið fram. Niðurstaðan er að tveir skólar kenna hvor sína útgáfuna af atburðarásinni.

Í fyrsta lagi vestræna elítan sem kynnir Pútín sem 21stu aldar útgáfu af Hitler er sæti færis til heimsyfirráða. Þessi skóli miðar upphafið við febrúar 2022.

Í öðru lagi raunsæismenn, John Mearsheimer þar fremstur, sem líta aftur til loka kalda stríðsins, um 1990, og skilgreina rás atburða út frá viðurkenndum sjónarmiðum í alþjóðapólitík. Nýtt framlag er frá prófessor Jonathan Haslalm, Hroki (Hubris). Í fyrirlestri kynnir Haslam kjarnann í bókinni. Vestrænn hroki er aðalástæða Úkraínustríðsins.

Vestræna elítan stundar pólitík og þvingar fram sína útgáfu í meginstraumsmiðlum. Raunsæismenn iðka ekki pólitík og fara mun nær ástæðum og eðli Úkraínustríðsins.

Þorgerður Katrín hefði betur sinnt íslenskum hagsmunum en ekki vestrænu elítunnar og hvergi farið til Úkraínu.


mbl.is Þorgerður Katrín í heimsókn í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eftirfarandi er úr ritdómi um bók Jonathan Haslams:

Haslam is not a Putin apologist, and even suggests at the end of this important book that Putin’s war may lead to his eventual overthrow, reminiscent of the fate suffered by Czar Nicholas II in 1917.

Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.

 

Wilhelm Emilsson, 8.1.2025 kl. 09:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Kannski hefur það eitthvað með upphafsstafi að gera, en ÞK eru ekki heppilegir stafir fyrir að fara fyrir utanríkisþjónustu Islands. Skortur á jarðsambandi og vilja til að vita. Þorgerður Katrín fer áfram á frekjunni, en vitið (ef eitthvað er) er skilið eftir heima. 

Ragnhildur Kolka, 8.1.2025 kl. 09:26

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það verður æ skýrara að það er Þorgerður Katrín sem öllu ræður í þessari ríkisstjórn. Hinar fá bara að vera með 

Grímur Kjartansson, 8.1.2025 kl. 09:33

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

hvert fara peningarnir? RFK jr. segir þetta:

https://x.com/KathleenWinche3/status/1854974174974165482

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 8.1.2025 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband