Þriðjudagur, 7. janúar 2025
Pútín, Trump og nú Musk gegn Vók-Evrópu
Smá ves á valdaelítu Evrópu. Pútín herjar á hana í gegnum Úkraínu og Trump lætur Elon Musk kaghýða vókliðið í helstu höfuðborgum álfunnar. Pútín var ímyndaður andstæðingur fyrir áratug en er orðinn raunverulegur óvinur. Evrópa taldi sig ónæma fyrir Trump-áhrifum frá og með 2021, en svo sigraði hann bandaríska vókið í nóvember og tekur við embætti eftir tvær vikur.
Setjum mál í samhengi.
Um miðjan síðasta áratug var Pútín forseti Rússlands sakaður um að skipta sér af innanríkismálum vestrænna ríkja, s.s. af kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Hámarki náði áróðurinn í fyrri forsetatíð Trump, 2016-2020. Pútin var sagður hafa tryggt Trump embættið og mátti forseti Bandaríkjanna allan sinn embættistíma sitja undir ásökunum að vera strengjabrúða starfsbróður síns í Moskvu.
Ásakanir um afskipti Pútín af innanríkismálum vestrænna ríkja voru falsfréttir er þjónuðu hnignandi elítu. Rússagrýlan var endurvakin til að þétta raðirnar hjá liðinu sem taldi sig hafa sigrað kalda stríðið og vildi vók-væða heiminn með manngerða loftslagshlýnun sem ógnvald og transumsköpun mannsins sem frelsunarguðfræði.
Elítunni heldur áfram að hnigna. Nú ber svo við að eltihrellir glópaelítunnar er sjálfur Elon Musk, eigandi X (Twitter) og Telsu, og þekktasti stuðningsmaður Donald Trump.
Musk stundar stórfelld afskipti af innanríkismálum vestrænna ríkja og gerir það fyrir opnum tjöldum. Hann segir að breskur ráðherra, sem ekki vill rannsaka barnaníð breskra múslíma á hvítum stelpum undir lögaldri, eigi að fara í fangelsi. Musk kallar Scholz kanslara Þýskalands vanhæfan imba og styður hægriflokkinn AfD sem er and-vók.
Macron Frakklandsforseta er nóg boðið og krefst þess að Musk hætti að hnýta í valdafólk á vesturlöndum og láta af afskiptum af kosningum og öðrum innanríkismálum.
Vestræn ríki, t.d. Bandaríkin, Bretland og Frakkland, eiga langa sögu að baki að skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja. Hlálegt er að heyra Macron og félaga kveinka sér undan tísti frá Musk.
Musk er ekki réttur og sléttur auðmaður. Hann er óopinber sendiherra Trump um hvað sé við hæfi og hvað ekki hjá bandalagsþjóðum í Vestur-Evrópu. Viðbrögð við gagnrýni Musk sýnir að vestræna vók-elítan veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, þorir ekki að efna til opinberrar rannsóknar á því hvernig múslímagengjum leyfðist að tæla og níðast á stúlkum í áravís. Ástæðan er sú að Starmer óttast að styggja múslímska kjósendur. Án þeirra tapar hann völdum í Bretlandi, sem einu sinni átti sér höfuðborg er ekki var kölluð Londonistan.
Í heimspólitíkinni standa yfir umskipti. Vókið tapar, heilbrigð hægriskynsemi sigrar.
Starmer svaraði Musk á heitum blaðamannafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tíst Musk gera lítið annað er flýta fyrir afturhvarf heilbrigðrar skynsemi. Í öllum löndum Evrópu, þmt Íslandi hafa vók flokkar tapað fylgi. Skriftin er á veggnum.
Ragnhildur Kolka, 7.1.2025 kl. 08:55
og hvað gerir okkar utanríkisráðherra til að stuðla að friði
dælir fé úr ríkiskassanum til vopnakaupa í Úkraínu og fremur lögbrot með að flýta greiðslum úr ríkissjóði til kaupa á vopnum fyrir Hamas gegnum UNRAW
Held að Þorgerður Katrín hafi misskilið þetta með kúlulán og haldi að það séu kúlugreiðslur
Grímur Kjartansson, 7.1.2025 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning