Mánudagur, 6. janúar 2025
Ráðdeild í ríkisrekstri: áróður eða alvöru?
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frosta leitar til almennings eftir tillögum um ráðdeild i ríkisrekstri. Almenningur tekur framtakinu vel og skilar inn ráðleggingum í massavís. Útspil ríkisstjórnarinnar heppnaðist. En svo er það spurningin um efndirnar.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki þekktir fyrir áherslu á sparnað í opinberum útgjöldum. Sögulega er Samfylking, áður Alþýðuflokkur, útgjaldaflokkur. Viðreisn er svo gott sem óskrifað blað í ríkisstjórn en málflutningurinn er ekki tengdur sparnaði og ráðdeild. Flokkur fólksins er hreinn og klár útgjaldaflokkur í orðræðu, eiginlega jólasveinaflokkur með fullt fangið að opinberum gjöfum handa verðugum.
En hvað gerir ný ríkisstjórn? Jú, hún boðar sparnað í ríkisrekstri í samráði við almenning. Pólitískt óvænt og snjallt. Í byrjun desember, þegar þær Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga hófu samtalið, skrifaði tilfallandi:
Við fáum valkyrjustjórn til hægri, gangi það fram að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins nái saman um meirihluta á alþingi. [...]
Á alþingi verður valkyrjustjórnin ekki gagnrýnd frá vinstri. Enginn flokkur á alþingi er til vinstri við Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur munu halda valkyrjustjórninni við efnið í efnahagsmálum, einkum ríkisútgjöldum. Kristrún og Þorgerður Katrínu eru líklega hófsamari á útgjaldahliðinni en Inga, en trúlega ekki meira en svo að hægt sé að ná málamiðlun. Skattlækkanir verða tæplega á dagskrá og brýn tiltekt í ríkisrekstri bíður betri tíma.
Síðasta setningin, um að brýn tiltekt í ríkisrekstri sé ekki á dagskrá, étur tilfallandi hér með ofan í sig um leið og hann tekur hatt sinn ofan fyrir Kristrúnu og félögum.
Með þeim fyrirvara að hugur fylgi máli hjá nýrri ríkisstjórn. Það er auðvelt að boða hagræðingu og sparnað hjá hinu opinbera, öllu erfiðara í framkvæmd.
Pólitísk áhætta er að virkja almenning í verkefnið. Almenningur vill sjá efndir og verður ekki spar á gagnrýni gangi það ekki eftir að hagrætt sé í ríkisrekstri. Tilfallandi trúir að sannfæring sé í stjórnarráðinu fyrir markaðri stefnu. En sé góðum vilja ekki framfylgt með einbeitni í framkvæmd verður litið á tiltækið sem áróðursbragð.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar ráða árangrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, en, voru þær ekki með PLAN??
Hólmgeir Guðmundsson, 6.1.2025 kl. 10:09
Sparnaðaráformin entust ekki lengi hjá Þorgerði Katrínu
sem nú vill spreða ótöldum miljörðum til Úkraínu og UNRWA
sem fyrst og helst mun meiri fjármuni en gert var ráð fyrir
Grímur Kjartansson, 6.1.2025 kl. 16:11
Valkyrjurnar reynast laglausar.
Almenningur er að sýna þeim hve einfalt þeirra starf er, og þær munu ekkert hlusta á fólkið.
Arfleifð þeirra verður ömurðin ein.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2025 kl. 18:13
Kannski var "planið"ráðdeild í ríkisrekstri eftir tillögum almennings, beint frá forsætisráðherra,meðan utanríkisráðherra gerir sig gilda í Ukraínu með íslensku fjármagni ef rétt er?
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2025 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning