Fjölmiđlar: Sjálfstćđisflokkurinn er ráđandi í pólitík

Landsfundur Sjálfstćđisflokksins, hvort hann verđur haldinn í febrúar, maí eđa september, er tilefni rađfrétta í stćrstu fjölmiđlum landsins síđustu ţrjá daga. Vísir birtir níu fréttir og RÚV fjórar um tímasetningu landsfundar.

Skilabođ rađfréttanna eru ađ tímasetning landsfundar Sjálfstćđisflokksins sé brýnna og mikilvćgara en stefnumiđ og verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar. Ruđningsáhrif rađfrétta Vísis og RÚV eru slík ađ Morgunblađiđ fjallar einnig um ótímasettan landsfund í fjórum fréttum.

Merkilegt er ađ sjá fréttabál kveikt sem ţjónar ákveđnum tilgangi en endar međ ađ vinna gegn markmiđi sínu. Vísir reiđ á vađiđ og gerđi ţví skóna ađ samsćri vćri í undirbúningi um ađ fresta landsfundi, svona eins og Kastró á Kúbu frestađi jólunum hér um áriđ. RÚV fylgdi í humátt á eftir og bćtti sprekum á fjölmiđlabáliđ. Morgunblađiđ, almennt hlynnt Sjálfstćđisflokknum, gat ekki setiđ hjá og birti fréttir um sama mál en undir öđrum formerkjum. 

Sjálfstćđismenn mega vel viđ una. Fjölmiđlar eru sannfćrđir um ađ vöxtur og viđgangur Sjálfstćđisflokksins er meginmál stjórnmálanna. Ţegar Lilja Alfređsdóttir nánast segir berum orđum ađ hún ćtli í frambođ gegn sitjandi formanni Framsóknarflokksins er ţađ aukasetning í einni frétt.

Fyrir nýja ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hlýtur ađ vera nöturlegt ađ lesa svart á hvítu hve fjölmiđlar telja hana ómerkilega. Í stjórnarmyndunarviđrćđum var fjöldi frétta um kvenpersónurnar ţrjár sem um véluđu. Sagt var frá stjórnarsáttmálanum og lyklaafhendingu í stjórnarráđinu. Síđan ekki sögunni meir. Sjálfstćđisflokkurinn yfirtekur allar fréttir af pólitískum vettvangi.

Fréttaflutningurinn veit ekki á gott fyrir Kristrúnarstjórnina. Fjölmiđlar segja undir rós ađ ný ríkisstjórn sé sviplaus og óspennandi valkostur viđ raunverulegt stjórnmálaafl sem skekur land og ţjóđ sé ekki á kristalstćru hvenćr landsfundur ţess verđi haldinn.

Dvergflokkarnir áttu sína stund. Í ţessu tilviki tćpa viku. Ţá vöknuđu fjölmiđlar upp međ andfćlum og áttuđu sig á ađ Sjálfstćđisflokkurinn var utan stjórnar og óvissa vćri hvenćr landsfundur yrđi haldinn. Blađamenn voru rćstir út á aukavaktir, símar rauđglóandi og tölvupóstar sendir fram og tilbaka. Ţrír stćrstu fjölmiđlar landsins rigguđu upp 17 fréttum á hálfum ţriđja sólarhring um mál málanna: hvenćr verđur landsfundur Sjálfstćđisflokksins haldinn?   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Enda virđst flestar "fréttir" af ţessari ríkisstjórn vera ekki fréttir

Enginn ríkisráđsfundur á morgun

Grímur Kjartansson, 30.12.2024 kl. 15:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég er ađ rifja upp hvernig pólitískar fréttir voru sagđar í eldgamla daga; minnir ađ Ríkisútvarpiđ hafi gert út ţingfréttamann; Sá hafđi ţetta efni ekki til ađ fabúlera međ líkt og snillinn okkar hér.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2024 kl. 18:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband