Þriðjudagur, 24. desember 2024
Kvennajól í fullri auðmýkt
Er Ísland kvennaríki? spyr RÚV í tilefni af valkyrjustjórn þriggja kvenna. Segir síðan:
Forseti Íslands og forsætisráðherra eru konur. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórn Íslands. Biskup Íslands er kona sem og ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari.
Til að svara spurningu RÚV er vitanlega fengin kona. Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands segir karla enn þvælast fyrir, einkum og sérstaklega í viðskiptum og efnahagsmálum.
Það verður munur þegar konurnar ná yfirhöndinni í einkageiranum, þar sem peninga er aflað. Núna raða þær sér helst í valdastöður þeim megin borðsins sem fjármunum er eytt.
Þorgerður segir konur umgangast vald af meiri auðmýkt en karlar. Svona eins og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Gleðileg jól, konur sem karlar.
Athugasemdir
Já vinur minn. Best að láta konur stjórna að mínu mati
Gleðileg Jól
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.12.2024 kl. 14:58
Þorgerður hefði nú getað komið með betra dæmi en Sigríði. Gleðileg jól og þakka þér fyrir öll þín blogg og vonandi heldur þú áfram að blogga á nýju ári.
Sigurður I B Guðmundsson, 24.12.2024 kl. 15:10
Þorgeður kúlulána drottning sýndi líka mikla auðmýkt þegar hún kom skuldum
manns síns og hennar yfir á þjóðina.
Krisrún lukkupotts drottning sýndi einnig mikla auðmýkt þegar
hún reyndi að svíkja undan skatti.
Flestir aðrir sem reyna slíka auðmýkt fá á sig dóma.
En það á kannski bara við karla.
Gleðileg Jól
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.12.2024 kl. 15:30
Núverandi dómsmálaráðherra er líkt og fyrrverandi dómsmálaráðherra - kona
núverandi segir að embætti ríkissaksóknara verði að njóta trausts
núverandi ríkissaksóknari - sem er kona
nýtur ekki trausts
Grímur Kjartansson, 24.12.2024 kl. 21:12
Gleðileg jól Páll og kærar þakkir fyrir alla umræðuna. Sérstaklega þá sem engin annar tekur.
Ragnhildur Kolka, 26.12.2024 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.