Sigríđur stundar einelti, bćđi á vinnustađ og í réttarsal

Nýr dómsmálaráđherra fćr í fangiđ embćttismann sem kann sér ekki hóf í valdbeitingu, bćđi á vinnustađ og í réttarsal. Hér er vitanlega átt viđ Sigríđi J. Friđjónsdóttur ríkissaksóknara. Á skrifstofu embćttisins stundar Sigríđur grímulaust einelti gagnvart Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara, eins og kemur fram í viđtengdri frétt og annarri til.

Sigríđur ríkissaksóknari reyndi í ágúst síđast liđnum ađ taka sér ráđherravald. Tilfallandi bloggađi:

Sigríđur Friđjónsdóttir ríkissaksóknari tók fram fyrir hendur dómsmálaráđherra er hún krafđist ađ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skilađi lyklum og vinnutölvu. Sigríđur beindi til Guđrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráđherra fyrir ţrem vikum ađ Helga Magnúsi yrđi vikiđ tímabundiđ frá störfum. 

Ađ krefjast lykla og vinnutölvu af Helga Magnúsi jafngildir uppsögn. Helgi Magnús kemur úr sumarfríi eftir ţrjá daga. Sigríđur ríkissaksóknari vildi útiloka ađ Helgi Magnús kćmist í vinnuna, láta ţar međ dómsmálaráđherra standa frammi fyrir orđnum hlut.

Fyrir hefur Sigríđur viđurkennt ađ ţađ sé ekki á hennar valdi ađ víkja vararíkissaksóknara úr starfi. Ekki einu sinni tímabundiđ. Vararíkissaksóknari er skipađur af ráđherra og Sigríđur óskađi eftir viđ ráđherra ađ honum verđi vikiđ tímabundiđ úr starfi. En á međan ráđherra ígrundar tekur Sigríđur ákvörđum, rekur Helga Magnús međ kröfu um ađ hann afhendi lykla og vinnutölvu. Afturköllun Sigríđar á kröfunni er ígildi ţess er ţjófur skilar ţýfi. Ţjófur samt. 

Stjórnsýsla Sigríđar er sjálftekt: ég á embćtti ríkissaksóknara og má gera ţađ sem mér sýnist.

Í gćr, daginn sem nýr ráđherra dómsmála tók viđ embćtti, gerir Sigríđur ríkissaksóknari ađra tilraun til ađ eigna sér ráđherravald. 

Ekki tekur betra viđ ţegar kemur ađ embćttisfćrslu Sigríđar ríkissaksóknara í opinberum málum. Hún er ćđsti handhafi ákćruvaldsins og dundar sér viđ ađ ákćra fólk fyrir ,,rangar" skođanir. Tilfallandi hefur fengiđ á sig ákćru og ţrír ađrir eru til rannsóknar fyrir rangar skođanir. Tilgangurinn er skerđa tjáningarfrelsi ţeirra sem andmćla sérvisku lífsskođunarfélagsins Samtakanna 78. Ríkissaksóknari sem heggur ađ rótum mannréttinda međ tilhćfulausum ákćrum hagar sér eins og yfirvald í lögregluríki.

Nýr dómsmálaráđherra stendur frammi fyrir ţeim vanda ađ framfylgja lögum og almennu siđferđi annars vegar og hins vegar valdefla ríkissaksóknara sem hćttulegur er réttarríkinu. Vók-fasismi kvennaríkisstjórnar er ekki umbođiđ sem meirihluti alţingis fékk frá kjósendum fyrir ţrem vikum.


mbl.is „Ekkert tekiđ minna á heldur en hótanir Kourani“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband