Föstudagur, 20. desember 2024
Snorri skýri og Jóhannes vók
Snorri Másson nýkjörinn þingmaður Miðflokksins reit Morgunblaðsgrein til stuðnings málfrelsinu. Alltof sjaldan láta þingmenn sig varða tjáningarfrelsi almennra borgara. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Þrír borgarar, sem hafa andmælt transáróðri í leik- og grunnskólum, sæta lögreglurannsókn og ákæru, tilfallandi þar á meðal. Nánar um það á eftir.
Jóhannes Þór Skúlason talsmaður ferðaþjónustu og nú líka transinnrætingar var ekki ánægður með framlag Snorra skýra heldur ,,sár og svekktur". Eins og það skipti máli hvort einhver vælukjói móðgist þegar skipst er á skoðunum. Í Facebook-færslu sem varð að frétt á Vísi segir Jóhannes Þór til varnar lögregluafskiptum af frjálsri umræðu:
Það er grundvallarþáttur í tjáningarfrelsinu að fólk ber ábyrgð á orðum sínum. Samtökin 78 telja að þessi orð sem þú vísar til í greininni séu til þess fallin að ýta undir andúð og jafnvel ofbeldi gegn trans fólki í samfélaginu. Þess vegna eru ummælin kærð. Sú kæra fær svo umfjöllun í kerfinu samkvæmt reglum réttarríkisins. Er það ekki einmitt þannig sem það á að virka?
Nei, Jóhannes vók, kerfið á ekki að virka þannig að lífsskoðunarfélag á opinberu framfæri geti kallað á lögregluna og krafist bannfæringar á andstæðum sjónarmiðum. Huglæg upplifun eins á ekki að takmarka mannréttindi annars. Væluvókið er yfirþyrmandi í þeim orðum Jóhannesar að frjáls umræða ýti ,,undir andúð og jafnvel ofbeldi gegn trans fólki". Andmæli gegn fávisku, eins og að hægt sé að fæðast í röngum líkama, eiga fremur að fá verðlaun en ákæru í sæmilega heilbrigðu samfélagi.
Ríkissaksóknari er í rassíu gegn frjálsri orðræðu á Íslandi um transmálefni. Samtökin 78 etja ríkissaksóknara á foraðið með kærum. Tilfallandi var ákærður í haust og bíður réttarhalda og dóms. Eldur Smári Kristinsson var boðaður í yfirheyrslu lögreglu í kosningabaráttunni og bíður ákæru. Þriðji einstaklingurinn, sem hafði vogað sér að andmæla transáróðri í skólum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu lögreglu og bíður ákæru. Við þrjú höfum það eitt til saka unnið að skrifa gegn bábiljufræðum trans. Fyrir þá sök stöndum við frammi fyrir allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt lagagreininni sem ákært er fyrir brot á, gr. 233 a hegningarlaga.
Það er ótækt að vænisjúk lífsskoðunarfélög geti sigað lögreglu og ákæruvaldi á frjálsa borgara með sjálfstæðar skoðanir. Allir þingmenn vita þetta og þeir ráða lögum landsins. Aðeins Snorri skýri er nógu hugaður að segja það upphátt. Tilfallandi tekur hatt sinn ofan fyrir nýkjörnum þingmanni Miðflokksins.
Athugasemdir
Minnir nú óneitanlega á ákærurnar og rannsókn lögreglu á guðlasti á vegum Spaugstofunnar hér um árið
Grímur Kjartansson, 20.12.2024 kl. 08:53
Fólk for i kynskipti aðgerðir árum, jafnvel áratugum saman, hér áður fyrr án þess að nokkur kippti sér upp við það. Það var ekki fyrr en vók-liðið hóf aðförina að börnum sem fólk spyrnti við fótum og sagði stopp. Þar er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hysteriskt væl og kærur breyta ekki afstöðu þeirra sem láta sig velferð barna varða. Snorri reið á vaðið, en vonandi binda þingmenn endi á þessa vók-vitleysu, sem stendur sem bautasteinn yfir hræjum VG og Pírata.
Ragnhildur Kolka, 20.12.2024 kl. 10:22
,,Eins og það skipti máli hvort einhver vælukjói móðgist þegar skipst er á skoðunum."
Haha, nei, það skiptir alls engu máli :)
Baldur Gunnarsson, 20.12.2024 kl. 11:17
Blessaður Pall.
Virkilega góð færsla, með kjarna málsins; "kerfið á ekki að virka þannig að lífsskoðunarfélag á opinberu framfæri geti kallað á lögregluna og krafist bannfæringar á andstæðum sjónarmiðum. Huglæg upplifun eins á ekki að takmarka mannréttindi annars." Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir okkur sem eru það gamlir að hárið er farið að grána, og jafnvel þynnast, hvenær varð samfélag okkar svo heimskt að það þurfti pistil frá þér til að vekja athygli á einhverju sem var svo augljóst fyrir ekki svo mörgum árum síðan, að þau eru vart talin í áratugum.
Að færsla Jóhannesar er heimsk.
Bara í kjarna þá er hún bara heimsk.
Og heimskt af öllu að meint hætta á frjálsri umræðu ýti undir ofbeldi eða andúð, Váá áá hvað einræðisherrar allra tíma hefðu kunnað meta svona lógík.
Það er hins vegar athyglisvert Páll að það sem var kallað lygar og rangfærslur, og beindist að framboði Arnars, og multi hópur meintra góðvina skrifaði undir í nafni samtaka sinna, var síðan staðfest með fréttum frá Bretlandi, "það er vond læknisfræði að rugla í hormónastarfsemi barna og unglinga".
Og fyrir meðvirka sem geta réttlætt allt sem á ekki að réttlæta, þá var það ekki nýkjörinn formaður Íhaldsflokksins sem sagði þetta, heldur breska heilbrigðisráðuneytið sem er undir stjórn Verkamannaflokksins.
Hversu eyland erum við að verða í þessari transumræðu??, ég bara spyr.
Svarið er ekki að peista link á Led Zeppelin.
Síðan þarf ekki að ræða það að Sigríður Friðjónsdóttir er vanhæf í embætti sínu, hún var vanhæf skipuð eftir þátttöku hennar í tilraun til réttarmorðs á Geir Harde, embættisfærslur hennar síðan hafa aðeins staðfest þá vanhæfni.
Staðfest að vanhæf mun hún láta af embætti sínu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.12.2024 kl. 16:31
Tek undir allar athugasemdir hér að ofan.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.12.2024 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.