Elon Musk sammála íslenskum kjósendum

Í nýafstaðinni kosningabaráttu hér á landi komust loftslagsmál ekki á dagskrá. Frambjóðendur ræddu ekki loftslagsmál. Könnun Félagsvísindastofnunar um málaflokka sem kjósendur höfðu áhuga á sýndi loftslagsmál utan dagskrár. Til skamms tíma var auðmaðurinn Elon Musk, eigandi rafbílafabrikkunnar Tesla, sannfærður um loftslagsvá af mannavöldum. Ekki lengur.

Washington Post segir að fyrrum hafi loftslagsvá verið hluti af stöðluðu kynningarefni í verksmiðjum Tesla. Árið 2016 hvatti Musk til uppreisnar gegn olíuiðnaðinum og hafði loftslagsspámanninn Al Gore í hávegum. Ekki lengur.

Musk er einarður stuðningsmaður nýkjörins forseta, Donald Trump. Í tísti í ágúst síðast liðinn á X beindi Musk orðum sínum til Trump og sagði óþarfa að leysa loftslagsvandann. 

Almenningur á Íslandi veit sínu viti og sér í gegnum blekkingu hamfarasinna. Menn eins og Musk, sem gerðu út á hræðsluáróðurinn, með rafbílaframleiðslu, eru farnir að sjá að sér. Veruleiki loftslagsbreytinga er sá að náttúran ræður ferðinni ekki maðurinn.

Skynsemin skilar sér heim eftir eyðimerkurgöngu síðustu tveggja áratuga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Fyrir nokkru horfði ég á þátt sem Netflix sýndi um loftlagsmál. Þar var rætt við vísindamenn sem fylgja ekki hjarðhegðun, og þeir er fjölmargir. Þeir telja öfugt við þá sem ráða för í málaflokknum að engin hætta sé á ferð. Eins var athyglisvert að heyra, a.m.k. þremur þeirra hafði verið vikið úr störfum, vegna afstöðu sinnar, frá háskólunum sem þeir störfuðu við. Einn af þeim Dani.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 16.12.2024 kl. 08:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nu þegar hinn vestrænir heimur er að átta sig á að gerðir hans hafa minimal áhrif á veðráttuna og var aðeins peningaplokk er maskína girud upp á ný. Nú á að hervæðast og peningana á að taka úr velferðarkerfinu. Allt gengur þetta út á að taka af okkur peningana sem við høfum unnið fyrir með hørdu høndum. 

Ragnhildur Kolka, 16.12.2024 kl. 08:56

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Það er jafnvel meiri hætta á hörmungum ef menn ætla að fara ín netzero því það mun valda fátækt, hungursneið og mannfalli.

Emil Þór Emilsson, 16.12.2024 kl. 13:51

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fólk sér líka í gegnum áróður Landverndar um að sitjandi ríkisstjórn sé umboðslaus
Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt - Vísir

 En satt er að það að ríkisstjórnin er að koma mörgum þjóðþrifaverkum í framkvæmd núna þegar VG er ekki lengur til trafala

Grímur Kjartansson, 16.12.2024 kl. 14:06

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt vildi hlýða úr viskubrunni Jesú þá blinduð; fer ég nú betur að skilja orðin "Ég er sannleikurinn og lífið".

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2024 kl. 01:22

6 Smámynd: Hörður Þormar

Vatnsgufa og koldíoxíð (CO2) eru gróðurhúsalofttegundir. Aldrei hefur mælst jafnmikið CO2 í loftinu eins og nú. Aldrei hefur mælst jafnmikill meðalhiti á jörðinni eins og nú. Loftið vermir sjóinn, þegar sjórinn hlýnar verður uppgufunin meiri, meiri vatnsgufa veldur meiri hlýnun. Þannig koll af kolli.

Þar að auki bráðna hvítir jöklar og hafís af dökkri jörð og sæ. Svo bráðna freðmýrar Síberíu og Alaska og þar streymir upp metangas sem hefur margfalt sterkari gróðurhúsaáhrif heldur en CO2 og vatnsgufa.

Fyrir mörgum áratugum var því spáð að með hærra hitastigi ykist óstöðugleiki í veðurfari með fellibyljum og flóðum. Síðastl. sumar og undanfarin ár hafa fréttir borist af óvenju mikilli úrkomu og flóðum í Evrópu sem valdið hafa miklum hörmungum og tjóni. Að ónefndum ótal fellibyljum og óveðrum víðar á jörðinni.

Þeir sem segja að maðurinn stjórni hlýnun jarðarinnar með framferði sínu fara villir vega. Maðurinn getur haft áhrif á loftslagið en mun aldrei stjórna því.

 16. desember 2024 kl. 9:42Erlendar fréttirAfríkaÓttast mikinn mann­skaða í felli­bylÓttast er að nokkur hundruð og jafnvel þúsund manns hafi farist þegar fellibylurinn Chido reið yfir eyjaklasann Moyotte í fyrradag.

Hörður Þormar, 17.12.2024 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband