Þriðjudagur, 10. desember 2024
Arfur Svandísar: hinsegin í kjöti og fiski
Áður en Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna kvaddi matvælaráðuneytið gerði hún samning við Samtökin 78 um að kanna stöðu hinsegin fólks í frystihúsum og kjötvinnslum.
Jú, þið lásuð rétt. Ráðuneyti Svandísar safnar upplýsingum um hvernig háttar til með öðruvísifólk í sjávarútvegi og landbúnaði. Samkvæmt Samtökunum 78 eru hinsegin t.d. hommar, lesbíur, trans og BDSM-kynlífsiðkendur.
Maskína könnunarfyrirtækið sendir út spurningarlista til þeirra sem starfað hafa í sjávarútvegi og landbúnaði síðast liðin tvö ár. Grennslast er fyrir um stöðu hinsegin manna og hvaða viðhorf er að finna gagnvart sérviskunni. Fiskað er eftir fordómum. Ein fyrsta efnisspurningin er þessi:
Myndir þú segja að það gerist oft, stundum, sjaldan eða aldrei að starfsfólk eða stjórnendur innan greinarinnar segi óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar sem lýsa fordómum í garð hinsegin fólks?
Spurningin er tilboð til svarenda um að baktala starfsgreinina. Til að hnykkja á skilaboðunum er næsta spurning á eftir:
Hversu mikil eða lítil þörf finnst þér á að fjallað sé meira um hinsegin málefni innan greinarinnar og skýrari stefna mörkuð í málefnum hinsegin fólks til að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólk?
Hvers vegna þarf skýrari stefnu í hinsegin málefnum? Er ekki grunnhugmyndin að öllum sé frjálst að vera hvernig sem þeir vilja? Venjulegir, hinsegin, öðruvísi, frábrugðnir, sérsinna, einfarar, félagsverur - eða afþakka alla flokkun; bara vera.
Nei, samkvæmt Svandísi og Samtökunum 78 má aðeins vera annað af tvennu. Það kemur fram í spurningunni um kynvitund. Aðeins tveir möguleikar eru gefnir:
a) Sís (kynvitund í samræmi við það kyn sem þér var úthlutað við fæðingu).
b) Trans (kynvitund ekki í samræmi við það kyn sem þér var úthlutað við fæðingu)
Fyrir utan fáviskuna ,,úthlutun á kyni" (kyn er skráð við fæðingu og byggir ekki á ágiskun heldur staðreynd) vita allir og amma þeirra að hægt er að vera margt annað en sís og trans. Til dæmis: bís, lís, hýs, pans, hons, dons, mons og margt, margt fleira. Maður einfaldlega velur sér orð, býr það til ef ekki vill betur, og segist vera orðið. Öllum er frjálst að skilgreina sjálfan sig. Hvorki þarf að spyrja marxista í matvælaráðuneytinu né Samtökin 78 með hvaða orði maður vilji auðkenna sjálfan sig og kynvitundina. Flestir, raunar, láta nafn og kennitölu nægja. Fáeinir sérvitringar nota skrítin óskiljanleg orð um sjálfa sig. Það er þeirra.
Sjávarútvegur og landbúnaður eru dæmigerðar atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Þegar Svandís og Samtökin 78 fóru af stað með könnunina var hugmyndin að slá tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi að kynda undir viðhorfinu að á landsbyggðinni eru heldur meiri fyrirvarar við sérviskunni en í Reykjavík 101 og nærsveitum. Í meðferð Svandísar og Samtakanna 78 átti teikna upp landsbyggðina sem heimkynni afdalamanna. Vinstrimenn í fjölmiðlum myndu kalla þetta landsbyggðarrasisma, væru þeir samkvæmir sjálfum sér.
Í öðru lagi var hugmyndin að gera helstu atvinnugreinar landsbyggðarinnar tortryggilegar. Svandís hefur áður leikið þann leik, gagnvart sjávarútvegi almennt og hvalveiðum sérstaklega. Hér kemur spurning sem gefur nafnlausum tækifæri að hafa í frammi alvarlegar ásakanir án rökstuðnings:
Hefur þú orðið var/vör/vart við mismunun, áreiti, fordóma eða ofbeldi í garð hinsegin fólks í greininni á síðustu 2 árum?
Takið eftir lævísu orðalagi. Lagt er upp með að sjávarútvegur og/eða landbúnaður, ,,greinin", sé ábyrg fyrir áreiti, fordómum og ofbeldi. Aðeins fólk með ljótt hugarfar býður upp á nafnlausar og órökstuddar ásakanir í garð heilla starfsgreina.
Þeir sem þekkja til vinnumarkaðar vita að atvinnurekendur skipta sér ekki af kynlífi starfsfólks, svo lengi sem það er stundað utan vinnutíma. Ekki heldur velta atvinnuveitendur fyrir sér fantasíum fólks um að það sé af þriðja kyni eða fertugasta og sjöunda. Heilaleikfimi er einkamál þess sem iðkar.
Ekki ein einasta spurning í könnuninni spyr hvernig svarendur líta á sjálfa sig sem starfsmenn. Aukaatriði er hvaða augum svarendur líta á starfið. Aftur eru þeir í könnuninni sem merkja sig hinsegin þráspurðir hvort þeir geti ekki vælt yfir einhverju. Þeir fá þrjár spurningar í röð til að kvarta:
Hefur þú einhvern tímann ákveðið að vera ekki opin(n/ð) með hinseginleika þinn í starfi þínu í greininni af ótta við að verða mismunað eða verða fyrir fordómum eða öráreiti?
Heldur þú að það hafi haft áhrif á framgöngu þína innan greinarinnar að þú sért hinsegin?
Hvernig metur þú almennt reynslu þína af því að starfa í greininni sem hinsegin einstaklingur?
Fyrirtæki vilja ráða fólk sem kann til verka og stendur sig í vinnunni. Svandísi og Samtökunum 78 finnst það engu máli skipta. Aðalatriðið er að finna hinsegin fórnarlömb á landsbyggðinni til að dygðaflagga í Reykjavík.
Svandís er hvorki í stjórnarráðinu né á alþingi, þökk sé niðurstöðum nýafstaðinna kosninga. Það kemur í hlut arftaka hennar að útskýra fordómafulla könnun um hinsegin í kjöti og fiski.
Athugasemdir
Svandisi er greinilega ekkert mannlegt óviðkomandi.
Ragnhildur Kolka, 10.12.2024 kl. 10:47
Svandís er bara hinsegin heldur en við.
Þeir sem eru svona hinsegin eins og hún,
þurfa yfirleitt á sálfræðinghjálp að halda
og er þá skilgreiningin yfirleitt geðveiki
sem er líka hrjáir hinsegin fólk.
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.12.2024 kl. 13:20
Ég man eftir því að kona úr Vinstri grænum sem var í haturslöggunni vildi stöðva fólk fyrir nokkrum árum sem gerði könnun um vonda og neikvæða reynslu af útlendingum. Manni fyndist sjálfsagt að slíkt sé kannað og sé fjallað um og birt. Ég man ekki nákvæmlega eftir fréttinni, en þannig var þetta nokkurnveginn í fréttinni. Á sama tíma hafði RÚV haldið úti áróðri sínum um dásemdir fjölmenningar, að fatlaðir væru áberandi og allt það.
Þetta var einhver lítil frétt, og fyrir 5-10 árum, en eftirminnileg samt.
En bottomlænið er þetta - grundvallaratriðið: Ísland er ekki frjálst ef fólk má aðeins tjá sig með ákveðnum hætti.
Áróðurinn varð að vera alveg einhliða á meðan Vinstri grænir höfðu völd.
Nú eru Vinstri grænir dottnir af þingi. Líka Píratar. Er búið að ógilda ólög sem voru sett á þeirra vakt? Nei.
Ingólfur Sigurðsson, 10.12.2024 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning