Föstudagur, 6. desember 2024
Borgaralegar hvalveiðar
Borgaraleg sjónarmið réðu ferðinni er Bjarni Ben. forsætis- og matvælaráðherra leyfði hvalveiðar. Atvinnuvegurinn var í gíslingu sérvisku vinstrimanna, sem eru andstæð borgaralegu gildismati.
Síðustu daga er umræða um borgaraleg stjórnmál og hvernig þau skilja sig frá sérvisku vinstrimanna. Útgáfa á leyfi til hvalveiða er dæmi um borgaralega stefnumótun andspænis vók-pólitík.
Veiðileyfið hvílir á ,,ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem byggir á sjálfbærri nýtingu og varúðarnálgun," segir í viðtengdri frétt. Hvalir eru nytjastofn líkt og spendýr á landi, nautgripir og sauðfé. Afurðir eru verðmæti, einkum matvæli.
Andspænis borgaralegu gildismati standa sérviskusinnar, einkum vinstrimenn, sem telja hvali til æðri dýrategunda. Það hlálega er að sumum í röðum sérviskusinna finnst réttlætanlegt að eyða mennsku fóstri fram á síðasta dag meðgöngu en sofa ekki á nóttinni vegna afdrifa kálfa hvala sem eru nytjaðir.
Dýravernd er í sinni sígildu útgáfu, t.d. um mannúðlega meðferð sláturdýra, góðra gjalda verð. En vinstra-vókið fer langt fram úr heilbrigðri skynsemi og krefst algerrar verndunar viðurkenndra nytjastofna, s.s. hvala. Engin málefnaleg rök fylgja tilbeiðslu á tilteknum spendýrum - enda tilbeiðsla í eðli sínu huglæg en ekki hlutlæg.
Borgaraleg afstaða er að hver og einn hafi fullan rétt á sinni sérvisku og tjá hana í ræðu og riti. Á hinn bóginn verður samfélagið að starfa eftir almennum sjónarmiðum sem byggja á hefð, málefnalegum rökstuðningi og meðalhófi.
Sérviskan hverfist iðulega, en ekki alltaf, um öfgar af einhverju tæi. Í grunninn er um pólitíska útfærslu á ævintýri HC Andersen um fjöðrina sem varð að fimm hænum eftir ferðlag um kjaftakvarnir vinstrimanna. Sérviskumál, t.d. loftslagsvá, trans og tilbeiðsla á hvölum, verða að pólitískum baráttumálum með vel heppnuðum slúðurherferðum.
Uppgangur sérviskumála á þessari öld er í skjóli stökkbreytingar í samskiptum manna og miðlun upplýsinga sem varð með netinu og samfélagsmiðlum. Sérvitringarnir nýttu tækifærið og skópu upplýsingaóreiðu til að komast framhjá málaefnalegri umræðu og knýja fram niðurstöðu mála í krafti múgræðis á netinu.
Tvennt breytist á síðustu misserum og árum. Í fyrsta lagi að almenningur lærir að lifa með múgræðinu í netheimum, finnur leiðir til að skilja hismið frá kjarnanum. Í öðru lagi að þeir borgaralegu þenkjandi, vonum seinna, gáfu sér tíma í netumræðuna á sínum forsendum. Þar sem áður var allsráðandi vinstrisérviska er komið meira jafnvægi. Slúðurherferðir sérviskunnar á samfélagsmiðlum eiga erfiðara uppdráttar.
Bjarni veitir hvalveiðileyfi til fimm ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þórarinn Hjartarson á Ein Pæling lýsti reyndar yfir dauða vókismans eftir síðustu kosningar,þott dauðateygir þess eigi eitthvað eftir að gera vart við sig. Ég er sammála því, þar sem það missti rædupúltið á Alþingi. RUV a eftir að reyna lifgunartilraunir, en án áþreifanlegs árangurs. Sérviska verður því að finna sér nýjan farveg og það mun hún gera. Í millitíðinni njótum við þess að vera laus úr ánauðinni.
Vonandi fáum við þá aftur gømlu góðu homma, sunnudagssteiknina án samviskubits og persónufornöfnin sem okkur þótti svo vænt um.
Ragnhildur Kolka, 6.12.2024 kl. 12:13
Man ekki betur en að fjöldi ,,vinstrimanna" hafi starfað með mér að hvalskurði þessar fimm vertíðir sem ég vann í hvalstöðinni.
Baldur Gunnarsson, 8.12.2024 kl. 05:55
,,Það hlálega er að sumum í röðum sérviskusinna finnst réttlætanlegt að eyða mennsku fóstri fram á síðasta dag meðgöngu en sofa ekki á nóttinni vegna afdrifa kálfa hvala sem eru nytjaðir."
Reyndar skjóta hvalveiðimenn ekki hval ef kálfur er með í för.
Baldur Gunnarsson, 8.12.2024 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.