Annað Hölluaugnablik: valkyrjustjórn til hægri

Þorgerður Katrín grillar á daginn og fær afskrifaðar skuldir á kvöldin; Kristrún trúir á lottóvinninga efnamanna og borgar ekki tekjuskatt; Inga hafnar klósettransinu, krefst kyngreindra rýma til að konur fái frið fyrir perrum.

Við fáum valkyrjustjórn til hægri, gangi það fram að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins nái saman um meirihluta á alþingi.

Í forsetakosningunum í sumar varð Hölluaugnablik á kjördegi. Aðskiljanlegir vinstrihópar sem gefið þótti að kysu Katrínu fyrrum forsætisráðherra sneru við blaðinu og gáfu Höllu Tómasdóttur atkvæði sitt. Hægrikona varð forseti. Sama gerðist í þingkosningunum. Fýlufylgið á vinstrivængnum sneri baki við Vinstri grænum, Pírötum og Sósíalistaflokknum og kaus Flokk fólksins sem er lýðhyggjuflokkur til hægri.

Konur í forystu fyrir þriggja flokka hægristjórn er stórmerkilegt nýmæli. Algengasta mótbáran við hægristjórn undir karlaforystu er að þar fari holdtekja feðraveldisins. Mæðraveldi verður ekki sakað um feðrahyggju. Gagnrýnin verður að vera ögn málefnalegri og minna byggð á alhæfingum.

Á alþingi verður valkyrjustjórnin ekki gagnrýnd frá vinstri. Enginn flokkur á alþingi er til vinstri við Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur munu halda valkyrjustjórninni við efnið í efnahagsmálum, einkum ríkisútgjöldum. Kristrún og Þorgerður Katrínu eru líklega hófsamari á útgjaldahliðinni en Inga, en trúlega ekki meira en svo að hægt sé að ná málamiðlun. Skattlækkanir verða tæplega á dagskrá og brýn tiltekt í ríkisrekstri bíður betri tíma.

Fyrsta prófraun á raunsæi valkyrjustjórnarinnar verða Evrópumál. Verði þau sett á dagskrá virkjast sjálfkrafa öflug hreyfing fullveldissinna sem mun allt gera til að grafa undan nýmyndaðri ríkisstjórn. 

Tilfallandi sagði Flokk fólksins óstjórntækan en étur glaður þau orð ofan í sig, verði valkyrjustjórnin að veruleika - og haldi út kjörtímabilið. Ef gefið er að Inga hafi það taumhald á sínum þingflokki, sem þarf til að tryggja starfsfrið, eru líkur á að barn verði í brók þeirra Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar og Ingu. Gangi þeim allt í haginn.  


mbl.is „Það er verið að kalla eftir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Allt er mögulegt jafnvel að Jón Gnarr verði utanríkisráðherra

Var ekki einhver flokkur sem vildi að Ísland væri land tækifæranna

Grímur Kjartansson, 4.12.2024 kl. 08:53

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Þriggja flokka hægri stjórn? Þriggja flokka ESB stjórn miklu frekar. Er Viðreisn hægri flokkur? Er Samfylkingin hægri flokkur? Er Flokkur fólksins hægri flokkur?

Birgir Loftsson, 4.12.2024 kl. 12:07

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það gleður mig þegar aðrir viðurkenna að maður geti haft rétt fyrir sér - en þó með þeim fyrirvörum að þessi stjórn er ekki enn mynduð og hefur ekki enn setið allt kjörtímabilið sem er framundan.

En þarna er ég sammála. Ef vinna á að réttindamálum eru hægriflokkar betri í það, eins og Flokkur fólksins.

En valkyrjur eru fyrir mér heilagar og yfirnáttúrulegar og eiga ekkert skylt við jarðneskar konur, sem eru af djöflakyninu, og við jarðneskir menn yfirleitt, og ættum að kallast tröll eða dvergar.

Valkyrjur velja þá dauðu, þá föllnu. Það er misskilningur að þær séu stríðshetjur eða jarðneskar konur. Þær bera þá dauðu til Valhallar, hjálpa til við flutninginn.

Það er heiður að vera valinn af valkyrju og tryggir að maður fari á réttan, góðan stað eftir andlátið.

Ekki er rétt að klæmast með orð af slíku tagi. Maður hittir þær eftir dauðann, hafi maður lifað sómasamlega en annars alls ekki og þá fer maður til Heljar.

En það eru miklar líkur á að réttlæti komist á fyrir fátæka landsmenn ef þessi stjórn verður að veruleika. Kristrúnarstjórnin er hún réttnefnd, og tekur við af Katrínarstjórninni.

Hinsvegar ef farið verður útí ESB mál getur það skapað þannig deilur að stjórnin springi. Ófyrirséðar afleiðingar þegar umdeild mál komast á dagskrá, eins og fóstureyðingalög Svandísar eða hvalveiðimálið.

Þjóðin hefur minna þol en áður. Það þýðir að stjórnir springa oftar og af minna tilefni.

Kannski helmingslíkur á að svona stjórn endist allt kjörtímabilið.

Spurningar Birgis eru áleitnar. Það er hægt bæði hægt að kalla þetta vinstriflokka og hægriflokka. Þetta eru sennilega allt einhverskonar miðjuflokkar og jafnaðarflokkar. Vel má kalla þetta vinstriflokka samt, áherzlurnar eru þannig. 

Jón Gnarr er lýðskrumari. Fólk með athyglisýki er að þessu fyrir sjálft sig, ekki þjóðina.

Ingólfur Sigurðsson, 4.12.2024 kl. 13:55

4 Smámynd: Már Elíson

Kristrún er sannarlega búin að gera upp við Skattinn þennan meinta misskilning. Farðu satt og rétt með.

Já, og þetta mun verða stjórnl vinstri, sérstaklega vegna Samfylkingarinn og Flokki fólksins sem rassskelltu "Óvinum fólksins" á eftirminnilegan hát..

Már Elíson, 4.12.2024 kl. 14:04

5 Smámynd: Skúli Jakobsson

Örlaganornirnar, Urður Verðandi og Skuld.

Til hamingju Ísland - elítan elskar okkur svo sannarlega.

Skúli Jakobsson, 4.12.2024 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband