Tveir turnar litlir og óstjórntækur þingflokkur

Inga Sæland, einn af þrem sigurvegurum kosninganna, sagði í tvígang í leiðtogaumræðum í nótt að hún hefði stofnað Flokk fólksins í eldhúsinu heima hjá sér. Eldhúsflokkur Ingu er óstjórntækur enda hægt að leggja hann niður með líkum hætti og til hans var stofnað. Þingmannalið Ingu er ekki þess eðlis að þeir bæti upp formanninn m.t.t. kjölfestu er þingflokkur verður að hafa til að teljast stjórntækur.

Kjósendur skiluðu tveim litlum turnum á alþingi, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Hvor flokkur er með um 20 prósent fylgi. Næsta ríkisstjórn verður þriggja flokka hið minnsta.

Nærtækt er að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndi ríkisstjórn. Þriðja hjól undir vagni yrði annað hvort Miðflokkur eða Viðreisn. Líklega kýs Samfylkingin að fá Viðreisn sem þriðja hjól en Sjálfstæðisflokkur Miðflokkinn.

Samfylkingin er ekki með neinn flokk sér til vinstri alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur með Miðflokkinn og vill síður gefa honum sóknarfæri. Útgjaldaminna er fyrir Samfylkinguna að samþykkja Miðflokkinn í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkinn að taka inn Viðreisn.

Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með naumum meirihluta. Það gæti hjálpað Samfylkingu að ganga til samstarfs við Miðflokk og Sjálfstæðisflokk.

Málamiðlun milli litlu turnanna er að taka Framsókn með sér í ríkisstjórn. Ólíkir flokkar stæðu utan stjórnar, Viðreisn og Miðflokkur, sem auðveldar stjórninni lífið enda með nauman meirihluta. Þá væri agavald yfir Framsókn að hvor um sig Viðreisn og Miðflokkur gætu með lítilli fyrirhöfn leyst flokkinn af hólmi í tveggja turna stjórninni.

Stærstu tíðindin í þessum þingkosningum er að þjóðin af visku sinni ákvað að hleypa ekki á alþingi óreiðuflokkum sósíalista, pírata og vinstri grænna. Niðurstaða kosninganna eykur manni tiltrú á lýðræðið og er það vel að morgni 1. desember. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki líklegra, Páll, að esb flokkarnir reyni að ná saman. Þriðja hjólið þar yrði þá væntanlega Flokkur fólksins. Það væri svo sem kannski ekki alslæmt, því eins og þú bendir á þá er sá flokkur ekki stjórntækur og líklegt að til stjórnarslita kæmi nokkuð fljótt, vonandi áður en skaðinn verður of mikill.

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2024 kl. 07:14

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru furðumargir sem druslast á kjörstað einungis til að láta óánægju sína í ljós og þar hafa Píratar átt öruggt fylgi  en ekki núna. Inga fékk sennilega flest þeirra atkvæða

Ef það er komið til að vera að íslendingar kjósi taktíkst og hendi almennt ekki atkvæði sínu á örflokka þá er það mjög jákvætt og góð byrjun á desember

Grímur Kjartansson, 1.12.2024 kl. 08:29

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru fordómar gegn Ingu Sæland og þeim sem hún starfar fyrir. Flokkur fólksins er alveg stjórntækur og vel það. Inga Sæland hefur sýnt það á þingi að hún er mælskari og klárari en flestir ef ekki allir sem þarna starfa - og samt er hún öryrki! 

Hvernig má það vera að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur ef Samfylkingin er það? Kristrún Frostadóttur hefur varla eða alls ekki meiri reynslu af stjórnmálum en Inga Sæland, kom úr allt öðrum geira og er ekki atvinnustjórnmálamaður, var það ekki, kom af götunni eins og annar bloggari orðaði það.

Skiptir engu hvort Inga Sæland stofnaði flokkinn í eldhúsinu sínu eða á einhverjum opinberum stað, hún hefur náð frábærum árangri, og það hefur hún gert af eigin rammleik, með persónutöfrum og hæfileikum sem taka hæfileikum annarra pólitíkusa langt fram, - enda hefur hún þurft að berjast á móti straumnum og fordómum gegn öryrkjum og öðrum láglaunahópum eins og hér birtast.

Þessar kosningar sýna enn einu sinni og betur en nokkrusinni hvaða skilaboð fólk er að gefa. Kjósendur eru hundleiðir á "atvinnupólitíkusum" og vilja venjulegt fólk með reynsluleysið á bakinu sem kost frekar en galla.

"Kjölfestan" er orðið sem hér er notað til að gera lítið úr Ingu, eða meintur skorturinn á henni. Einu flokkarnir með almennilega kjölfestu eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, voru stofnaðir fyrir áratugum. Þeir fengu nú heljarinnar RASSSKELLINGU í þessum kosningum!!! Það segir fólk um kjölfestu!

Samfylkingin er ekki Alþýðuflokkurinn, heldur frekar nýlegur flokkur með litla kjölfestu - en rætur í öðrum flokkum.

Ég held að fólk vilji endilega fá sem flesta úr Flokki fólksins til að stjórna og að kjölfestuleysið sé kostur frekar en galli.

Þeir flokkar sem eru ekki stjórntækir eru þessir sem eru orðnir skemmdir af spillingu og kerfislægum vinnubrögðum, stjórnmálamenningu sem snýst um vald, hrossakaup og annað sem fólk er að mótmæla.

Þessi pistill segir fleira en margt um það hvað íhaldsfólk og fordómapúkar eru orðnir hræddir um meiriháttar breytingar til góðs.

Ég væri til í að treysta konum 100% fyrir næstu ríkisstjórn, Kristrúnu Frostadóttur, Ingu Sæland og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 

Ég er ennþá með femínista í mér, ég er ennþá femínisti að einhverju leyti.

Ég varð fyrir vonbrigðum með fyrstu hreinu vinstristjórnina eins og langflestir Íslendingar, Jóhönnustjórnina 2009-2013, skjaldborg um auðhringa en ekki heimilin og alþjóðastofnanir. 

Nú er ég til í að gefa konum enn betra tækifæri til að sanna sig, og þjóðin er mér sammála, Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins til valda. Vonandi verður það.

Ingólfur Sigurðsson, 1.12.2024 kl. 09:54

4 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Fagna að ,,vók" flokkarnir hverfa af þingi. Þeir þingmenn sem eru í hýrasta flokknum, eins og þeir segja sjálfir, fá vonandi ekki eins mikið fylgi við afbakaðar tillögur sínar um kynin. Nú er að vona að þeir flokkar sem hafa fylgt t.d. okkur að máli um að kynin sé tvö, taki til hendinni og breyti lögum um kynrænt sjálfræði. Þeim verður að breyta til að halda inni réttindum stúlkna og kvenna. Það er hægt að gera án þess að taka réttindi af fólki sem vill skilgreina sig gagnstæða kynið. Setja takmörkun i lögin. Bind vonir við að, Brynjar Níelsson, Sigmundur Davíð og hann lið og Inga Snæland taki á því máli með breiðri fylkingu í þinginu. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.12.2024 kl. 09:54

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2024 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband