Sjö félagasamtök gegn tjáningarfrelsi

Oddviti Lýðræðisflokksins á Norðurlandi eystra, Eld­ur Smári Krist­ins­son, formaður Sam­tak­anna 22, er boðaður á lögreglustöð í dag, degi fyrir kosningar, þar sem stendur til að ákæra hann fyrir hatursorðræðu. Kærandi er Samtökin 78.

Í viðtengdri frétt skrifa sjö félagasamtök upp á yfirlýsingu um að ólýðræðislegt sé að andmæla vók og trans. Vók er almenna heitið á pólitískum rétttrúnaði sem m.a. kennir transhugmyndafræði. Hornsteinn þeirrar hugmyndafræði er trúarsetningin að sumir fæðast í röngu kyni. En það er óvart ómöguleiki. Meðvitund og líkami nýbura er óaðskiljanleg heild. Enginn fæðist í röngu kyni og kynin eru aðeins tvö.

Eitt er að trúa á bábiljur, annað er krefjast að andmæli gegn trúarkreddunni séu bönnuð að viðlagðri refsingu.

Félagasamtökin sem standa að yfirlýsingunni um að banna skuli frjálsa orðræðu til að móðga ekki sértrúarhóp eru Sam­tök­in 78, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Barna­heill, Trans Ísland, Stíga­mót, Geðhjálp og UNICEF. 

Tilfallandi var ákærður fyrir mánuði vegna þess að hann andmælti trans í skólum. Ákæran sem Eldur Smári stendur frammi fyrir er af sama toga. Tilfallandi veit til þess að a.m.k. einn annar hefur verið kallaður í yfirheyrslu lögreglu af sama tilefni.

Ef þessi aðför að tjáningarfrelsi borgaranna heppnast er andrými til frjálsra skoðanaskipta stórum skert. Skrefin í átt að lögregluríki eru kannski hænuskref, en skref samt.


mbl.is „Grafalvarlegt að logið sé að kjósendum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er enn ein atlagan að tjáningarfrelsinu.  Eins og lögreglan hafi ekki eitthvað þarfara að gera en að hundelta fólk, sem gerir grein fyrir líffræðilegum staðreyndum með eðlilegum hætti.  Einhver hefði talið það óhugsandi í lok síðustu aldar, að árið 2024 yrði fólk að svara til saka í lýðræðisríkjum vegna ummæla sinna sem eiga erindi til almennings og það í kosningabaráttu. Fordæmanlegt. 

Jón Magnússon, 29.11.2024 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband