Þriðjudagur, 26. nóvember 2024
Hægri eða vinstri, fullveldi eða ESB
Línur skýrast fyrir þingkosningarnar eftir fjóra daga. Margir flokkar eru í boði en valkostir aðeins tveir. Vinstristjórn eða hægristjórn.
Vinstriflokkarnir, Samfylking og Viðreisn í fararbroddi, boða ríkisstjórn með ESB-aðild Íslands á dagskrá.
Tilfallandi hefur áður útskýrt hvers vegna ESB-aðild er glapræði:
Síðast þegar reynt var að véla Ísland inn í ESB, í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. 2009-2013, logaði samfélagið í ófriði. Tvennt kom til, afleiðingar hrunsins annars vegar og hins vegar ESB-umsóknin sem vinstristjórnin sendi til Brussel sumarið 2009.
Langsótt var að Ísland yrði ESB-ríki fyrir fimmtán árum. Evrópusambandið er félagsskapur meginlandsríkja Evrópu. Ísland er eyríki á miðju Atlantshafi. Eftir að Bretland gekk úr ESB, með Brexit 2016, varð enn fjarlægara að Ísland ætti erindi í félagsskapinn. [...]
Hagsmunum Íslands er best borgið fjarri þeirri orrahríð sem fyrirsjáanleg er næstu ár og áratugi í Evrópu. Ekki eigum við aðild að átökunum og engir lífsnauðsynlegir hagsmunir Íslands eru þar í húfi.
Þeir sem greiða vinstriflokkunum atkvæði sitt á laugardag skrifa upp á nöturlega framtíðarsýn fullveldisframsals inn í ESB-óreiðu.
Best er að kjósa til hægri.
Vill Pírata í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir fá flest atkvæði sem eru með bestu loforðin sem verður ekki staðið við.
Kristinn Bjarnason, 26.11.2024 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning