Þriðjudagur, 26. nóvember 2024
Hægri eða vinstri, fullveldi eða ESB
Línur skýrast fyrir þingkosningarnar eftir fjóra daga. Margir flokkar eru í boði en valkostir aðeins tveir. Vinstristjórn eða hægristjórn.
Vinstriflokkarnir, Samfylking og Viðreisn í fararbroddi, boða ríkisstjórn með ESB-aðild Íslands á dagskrá.
Tilfallandi hefur áður útskýrt hvers vegna ESB-aðild er glapræði:
Síðast þegar reynt var að véla Ísland inn í ESB, í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. 2009-2013, logaði samfélagið í ófriði. Tvennt kom til, afleiðingar hrunsins annars vegar og hins vegar ESB-umsóknin sem vinstristjórnin sendi til Brussel sumarið 2009.
Langsótt var að Ísland yrði ESB-ríki fyrir fimmtán árum. Evrópusambandið er félagsskapur meginlandsríkja Evrópu. Ísland er eyríki á miðju Atlantshafi. Eftir að Bretland gekk úr ESB, með Brexit 2016, varð enn fjarlægara að Ísland ætti erindi í félagsskapinn. [...]
Hagsmunum Íslands er best borgið fjarri þeirri orrahríð sem fyrirsjáanleg er næstu ár og áratugi í Evrópu. Ekki eigum við aðild að átökunum og engir lífsnauðsynlegir hagsmunir Íslands eru þar í húfi.
Þeir sem greiða vinstriflokkunum atkvæði sitt á laugardag skrifa upp á nöturlega framtíðarsýn fullveldisframsals inn í ESB-óreiðu.
Best er að kjósa til hægri.
Vill Pírata í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir fá flest atkvæði sem eru með bestu loforðin sem verður ekki staðið við.
Kristinn Bjarnason, 26.11.2024 kl. 09:14
Pistill Páls er stútfullur varúðar til kjósenda og undirstrikar hve auðveldlega er hægt að blekkja með "bestu loforðunum" eins og Kristinn Bj. skrifar og af fenginni reynslu hafa ekki verið efndar. Fólk á mínum aldri hefur víðtæka reynslu af pólitík sem blygðunarlaust nýta sér -allt sem er falt fyrir x-ið.
Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2024 kl. 13:09
Það er ótrúlegt hversu auðvelt virðist vera að selja (aftur) þessa hugmynd um að ESB umsókn bjargi öllu og að hugsanleg upptaka evru eftir 10 ár muni lækka vextina strax
Ástandið núna í ESB er mun verra en 2009 iðnaður í Þyzkalandi er í miklum vandræðum og VW ætlar að loka fjölda verksmiðja í sömu átt stefnir ThyssenKrupp stálframleiðslan samkvæmt nýjustu fréttum
Grímur Kjartansson, 26.11.2024 kl. 14:06
Kaup þú sannleika, og sel hann ekki. (Ok. 23:23).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.11.2024 kl. 17:42
Við þessar víglínur virðist vera að bætast skilyrðislaus ást á Hamas hryðjuverkasamtökunum eða ekki
Er afstaða til Gasa afgerandi fyrir stjórnarmyndun?
Grímur Kjartansson, 26.11.2024 kl. 19:39
Frakkland er á kúpunni. Líkur eru á að fjárlög verði afgreidd án atkvæðagreiðslu, eins og eftirlaunafrumvarp Macron, því nú þarf að skera niður og ekki allir sáttir. Niðurskurður um €40 milljarða og jafnvel heyrast raddir að óskað sé eftir að fólk vinni einn dag án launa. En flottræfilshátturinn er slíkur að nú hóta Frakkar stríði á hendur Rússum. Jafnvel að senda kjarnorkusprengju á þá, svona í kaupbæti. Grímur minnis á ástandið í ÞÝskalandi og á Ítalíu er ríkisstjórnin gerð afturreka með að losa sig við flóttafólkið því það brýtur á ESB lögum. Líklega sömu lögum og bókun 35 gengur út á.
Ragnhildur Kolka, 26.11.2024 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.