Þjóðin hefur viku til að verða edrú

Sunnudag eftir viku vaknar þjóðin með timburmenn og sér fram á kjörtímabil óreiðu og sundrungar - gangi skoðanakannanir eftir um úrslit þingkosninganna á laugardaginn kemur.

Kannanir segja að enginn kjölfestuflokkur fái umboð kjósenda. Veik þriggja flokka stjórn er í kortunum, mögulega enn veikari fjögurra flokka stjórn.

Enn er vika til kosninga. Almenningur getur látið renna af sér og gengið á kjörstað með annað hugarfar en að þingkosningar séu happadrætti.

Ein ábending til kjósenda. Stjórnmálaflokkar sem lofa mest svíkja stærst eftir kosningar. Ráðstafið atkvæði ykkar til þess framboðs sem minnstu lofar. Ísland er ágætt eins og það er. Kjósum ekki verra Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einu sinni þótt gott að láta verkin tala en nú lítur út fyrir að fólk fá mest fylgi fyrir að gera sem minnst

    • Sig­mund­ur Davíð: 0% þátt­taka.

    • Þor­gerður Katrín: 0,6% þátt­taka.

    • Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: 18,5% þátt­taka

    • Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins: 72,2% þátt­taka.

    • Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata: 78,9% þátt­taka.

    • Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar: 79,6% þátt­taka

    • Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna: 89,5% þátt­taka

    • Bjarni Bene­dikts­son: 98,8% þátt­taka.

    Grímur Kjartansson, 23.11.2024 kl. 13:41

    2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

    Yrði mikil hreinsun ef framsókn og Vg kæmust ekki inn á þing. En Jóhanna lofaði miklu og varð "aðal" og núna lofar Kristrún ekki minna en Jóhanna þá. Ætla Íslendingar aldrei að læra af mistökum??

    Sigurður I B Guðmundsson, 23.11.2024 kl. 16:29

    3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Með smá heppni verður þeim ekkert að verki.

    Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2024 kl. 07:31

    4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

    Það er svolítið skrítið að sá sem hefur tekið minnstan þátt(Sigmundur) hefur gert mest fyrir þjóðina. Einn síns liðs forðaði hann þjóðinni frá því að sökkva í skuldafen en hefur ekki af einhverjum undarlegum ástæðum fengið þakkir fyrir.

    Kristinn Bjarnason, 24.11.2024 kl. 10:18

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband