Miđvikudagur, 20. nóvember 2024
RÚV: sakborningur segir fréttir um sjálfan sig og bróđur sinn
RSK-miđlar, ţ.e. RÚV, Stundin og Kjarninn, sem heita nú Heimildin, eiga ađild ađ tveim óuppgerđum sakamálum. RSK-miđlar eru upphafsađilar beggja mála. Í öđru málinu, kennt viđ Namibíu, eru blađamenn ásakendur. Í hinu tilvikinu, byrlunar- og símamálinu, eru blađamenn sakborningar. Fréttamađur RÚV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, er ásakandi í öđru málinu en sakborningur í hinu. Ríkisfjölmiđillinn lćtur gott heita ađ sakborningur segi fréttir af sjálfum sér og bróđur sínum.
RÚV hélt í gćr upp á fimm ára afmćli Namibíumálsins međ ţví ađ láta einn sakborninginn í byrlunar- og símamálinu, Inga Frey Vilhjálmsson, fjalla um Namibíumáliđ. Á Efstaleiti teljast ţađ fagleg vinnubrögđ fréttamađur segir fréttir af sakamáli sem nátengt er réttarstöđu hans sem sakbornings.
Bróđir Inga Freys, Finnur Ţór Vilhjálmsson, er fyrrum saksóknari í Namibíumálinu. Hann varđ dómari í hérađsdómi og gerđi alla dómara ţar vanhćfa til ađ úrskurđa í kćrumáli Örnu McClure, sem er sakborningur í Namibíumálinu. Í ţeim úrskurđi sagđi ađ Finnur Ţór sé
vanhćfur til ađ fara međ rannsókn málsins vegna tengsla sóknarađila [hérađssaksóknari/Finnur Ţór] viđ rannsókn á máli lögreglustjórans á Norđurlandi eystra ţar sem bróđir hans [byrlunar- og símamáliđ/Ingi Freyr] hefur réttarstöđu sakbornings og varnarađili [Arna McClure] hefur stöđu brotaţola
Eins og nćrri má geta segir Ingi Freyr fréttamađur RÚV ekkert frá fyrri ađkomu sinni ađ málinu, né heldur af ţćtti bróđur hans. Ingi Freyr er bullandi vanhćfur til ađ fjalla Namibíumáliđ, jafnvel enn frekar en Finnur Ţór bróđir hans sem gerđi ţó heilan dómstól vanhćfan. Tilfallandi skrifađi um samkrull brćđranna á ţriggja ára afmćli Namibíumálsins og sagđi: ,,Brćđurnir eiga ţá sameiginlegu hagsmuni ađ finna sekt hjá Samherja."
Namibíumáliđ verđur, í höndum Inga Freys og RÚV í gćr, ađ gaslýsingu á málavöxtum. Ađalpunkturinn í fréttaskýringunni er ađ Samherji skuldi ţeim lífsviđurvćri sem unnu hjá útgerđinni. Samherji hćtti mest allri starfsemi í Namibíu 2016, og endanlega 2019, eftir ađ stöđvarstjórinn ţar, mađur ađ nafni Jóhannes Stefánsson, keyrđi starfsemina í ţrot. Jóhannes gat ekki stjórnađ eigin lífi, er áfengissjúklingur, fíkill og illskeyttur.
Ţremur árum eftir ađ Jóhannes sigldi Namibíuútgerđinni í strand kynntu RSK-miđlar hann sem uppljóstrara. Jóhannes hafđi í frammi stórar ásakanir um mútugjafir í Namibíu árabiliđ 2012-2016. Engin gögn fylgdu sem studdu gífuryrđin, ađeins framburđur fíkniefnaneytanda. Upphaflegar ásakanir birtust í Kveíksţćtti á RÚV í nóvember 2019. Erlendir fjölmiđlar, t.d. Aftenposten Innsikt, vekja athygli á ađ Jóhannes sé einn til frásagnar um mútugjafir. RSK-miđlar höfđu hönd í bagga ađ norska útgáfan birti ásakanir Jóhannesar. Aftenposten Innsikt bađst afsökunar ađ hafa gert ţađ og sagđi m.a.:
Greinin hafđi ađ geyma fjölda stađhćfinga og ekki kom nćgilega vel fram ađ umrćddar stađhćfingar vćru einhliđa frásögn uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar af málsatvikum. [...]
Afenposten Innsikt hefur enga stođ fyrir ţeirri fullyrđingu ađ Jóhannes Stefánsson hafi komiđ fram fyrir hönd Samherja í mútum til manna í Namibíu né ađ samningur um eitthvađ slíkt hafi veriđ gerđur á milli Samherja og namibískra ađila. Um er ađ rćđa ásakanir Jóhannesar Stefánssonar...
Erlendir blađamenn taka ekki góđa og gilda frásögn ógćfumanns eins og Jóhannesar. RSK-miđlar hafa á hinn bóginn í fimm ár haldiđ á lofti ásökunum uppljóstrarans. Ingi Freyr, blađamađur Stundarinnar, síđar Heimildarinnar, á ađ baki marga tugi frétta um ađ Jóhannes sé trúverđug heimild og taka beri orđum hans sem heilögum sannleika. Erlendir blađamenn, sem hafa kynnt sér máliđ, eru ekki sama sinnis. Ingi Freyr og félagar á RSK-miđlum stunda ásakanablađamennsku sem skeytir engu um trúverđugleika heimilda eđa sannindi máls. Magn og tíđni ásakana er keppikefliđ, ekki hlutlćgar upplýsingar.
Ingi Freyr kallar gaslýsta RÚV-afurđ sína í gćr fréttaskýringu. Afurđin er fyrst og síđast fréttahryđjuverk gegn sannleikanum. Í lok hryđjuverksins segist Ingi Freyr hafa haft samband viđ Samherja sem ,,vildi ekki tjá sig." Tilfallandi skal éta hatt sinn upp á ţađ ađ ţarna ljúgi fréttasakborningurinn eins og hann er langur til. Annađ tveggja hefur Ingi Freyr ekki haft samband viđ Samherja eđa fengiđ ţađ svar, hafi hann beđiđ um álit ađ norđan, ađ heiđarlegt fólk hafi annađ viđ tíma sinn ađ gera en ađ rćđa viđ vanhćfan rađlygara á Glćpaleiti.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.